Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða fjórum löndum búa Samar?

Hafdís Pála Jónasdóttir

Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi.



Heimkynni Sama.

Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú að það er misjafnt hversu langt eða stutt aftur í ættir fólk þarf að geta rakið samískan bakgrunn til þess að teljast Samar. Algengt er að Samar séu taldir vera einhvers staðar á bilinu 60-100.000.


Samar eiga nokkur tungumál eða mállýskur. Sum málin eru það ólík að Samar sem tala þau skilja ekki aðra Sama. Margir Samar tala annað tungumál en móðurmál sitt.



Dæmigerður Sami í hugum margra.

Samar eru hvað þekktastir fyrir hreindýrarækt. Það var þó ekki fyrr en á 20. öld sem þeir fóru að vera með mjög stórar hjarðir, áður voru þeir með litlar hjarðir en veiddu sér líka til matar. Þeir bjuggu í tjöldum og torfhúsum og færðu sig á milli beitilanda með hjarðir sínar. Vanalega voru fimm til sex fjölskyldur með hverja hjörð. Nú hafa margir hætt hirðingjalífinu og tekið upp nútímalega lífshætti og stunda aðra atvinnu svo sem sjávarútveg, hefðbundinn landbúnað eða þjónustustörf.



Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

Höfundur

Útgáfudagur

14.6.2007

Spyrjandi

Sigrún Kristinsdóttir

Tilvísun

Hafdís Pála Jónasdóttir. „Í hvaða fjórum löndum búa Samar?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6684.

Hafdís Pála Jónasdóttir. (2007, 14. júní). Í hvaða fjórum löndum búa Samar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6684

Hafdís Pála Jónasdóttir. „Í hvaða fjórum löndum búa Samar?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6684>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða fjórum löndum búa Samar?
Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi.



Heimkynni Sama.

Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú að það er misjafnt hversu langt eða stutt aftur í ættir fólk þarf að geta rakið samískan bakgrunn til þess að teljast Samar. Algengt er að Samar séu taldir vera einhvers staðar á bilinu 60-100.000.


Samar eiga nokkur tungumál eða mállýskur. Sum málin eru það ólík að Samar sem tala þau skilja ekki aðra Sama. Margir Samar tala annað tungumál en móðurmál sitt.



Dæmigerður Sami í hugum margra.

Samar eru hvað þekktastir fyrir hreindýrarækt. Það var þó ekki fyrr en á 20. öld sem þeir fóru að vera með mjög stórar hjarðir, áður voru þeir með litlar hjarðir en veiddu sér líka til matar. Þeir bjuggu í tjöldum og torfhúsum og færðu sig á milli beitilanda með hjarðir sínar. Vanalega voru fimm til sex fjölskyldur með hverja hjörð. Nú hafa margir hætt hirðingjalífinu og tekið upp nútímalega lífshætti og stunda aðra atvinnu svo sem sjávarútveg, hefðbundinn landbúnað eða þjónustustörf.



Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára....