Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1213 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er ungt að vera 11 ára móðir?

Já, að vera 11 ára móðir mundi teljast mjög ungt. Meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn er 26 ár, ef miðað er við tölur frá árinu 2005. Stúlkur verða venjulega kynþroska á aldrinum 9-18 ára, en að meðaltali gerist það ekki fyrr en við 13 ára aldurinn eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður gæsahúð?

Fólk fær yfirleitt gæsahúð við tvenns konar aðstæður: Þegar því er kalt og þegar það upplifir sterkar tilfinningar. Þegar kalt er í veðri reynir líkaminn að tapa sem minnstum varma. Ein leið er að láta líkamshárin rísa því þannig skapast einangrun. Þetta viðbragð kemur sér vel fyrir loðin dýr en gagnast okkur ...

category-iconÞjóðfræði

Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?

Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta rottur synt?

Brúnrottan (Rattus norvegicus) er mjög vel synd en svartrottan (Rattus rattus) er hins vegar ekki jafn sterk á sundi þó sést hafi til hennar taka sundtökin. Rottur sjást oft á sundi til dæmis í höfnum og vötnum. Stundum hafa þær sést synda yfir vötn og milli hafnargarða, sundleiðir sem hafa jafnvel verið nokku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er talað um að vera horaður, tengist það eitthvað hori sem kemur úr nefinu?

Lýsingarorðið horaður 'mjög magur' er dregið af nafnorðinu hor 'megurð, vesæld' með viðskeytinu -aður. Hor í þessari merkingu á ekki skylt við hor í merkingunni 'slímrennsli í nefi' (sjá Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar 1989:362). Röntgenmynd af efri hluta mannslíkama. Talað er um að skepnur de...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?

Lítið sem ekkert hefur fundist af beinaleifum katta við fornleifarannsóknir á Íslandi og þeirra er ekki víða getið í fornum heimildum eins og Gunnar Karlsson kemur inn á svari sínu við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?

Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru rafhlöður búnar til?

Rafhlöður eru hylki með rafskautum í raflausn. Með rafhlöðum er hægt að breyta efnaorku í raforku. Víða á Alnetinu og í bókum um vísindi er hægt að finna upplýsingar um það hvernig hægt er að búa til einfaldar rafhlöður, til dæmis úr sítrónu. Aðferðin er frekar einföld. Til þess að búa til rafhlöðuna þarf eina ...

category-iconHugvísindi

Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?

Í ítarlegu svari Skúla Sælands við spurningunni Hvað var Sturlungaöld? kemur fram að í raun var Sturlungaöldin einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Almennt er upphaf hennar miðað við árið 1220 því þá fer fyrst að gæta tilrauna Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja Ísland undir norsku krúnuna. Honum t...

category-iconHugvísindi

Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1918 og 1944?

Samkvæmt áreiðanlegustu upplýsingum bjuggu 91.368 manns á Íslandi í byrjun árs 1918 og 91.897 manns í árslok sama ár; meðalmannfjöldinn árið 1918 var því 91.633 manns. Samsvarandi tölur fyrir árið 1944 eru 125.967 og 127.791. Meðalmannfjöldinn það ár var 126.879 manns. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvers...

category-iconBókmenntir og listir

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver var Jón Þorgeirsson?Í bók okkar Jóns...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?

Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...

category-iconHugvísindi

Hvað er leif í sagnfræði?

Leif er grundvallarhugtak í heimildafræði sagnfræðinga. Leifar eru öll bein ummerki fortíðarinnar, allar varðveittar menjar liðins tíma sem bera uppruna sínum vitni. Þar með eru allar heimildir sagnfræðinnar óhjákvæmilega leifar. Hvaða gagn er þá að þessu sérstaka hugtaki, frekar en tala bara um heimildir? Jú, ...

category-iconUndirsíða

Þjónusta í boði

Vísindavefurinn hefur áralanga reynslu á sviði vísindamiðlunar og allir starfsmenn vefsins eru háskólamenntaðir á sviði vísinda og fræða. Vísindavefurinn tekur að sér stærri sem smærri verkefni á sviði vísindamiðlunar gegn greiðslu. Hér má finna lýsingar á nokkrum verkefnum sem Vísindavefurinn hefur ...

Fleiri niðurstöður