Venjan er síðan að fikra sig eftir báðum trjánum í einu, kynslóð fyrir kynslóð til að finna þann sameiginlega forföður eða formóður sem tengir einstaklingana með fæstum kynslóðum. Með öðrum orðum, þegar sama númer finnst í báðum trjánum, þar sem styst er á milli, hefur fundist skyldleiki einstaklinganna sem forritið birtir. Misjafnt er svo hvernig tekið er á því ef fleiri en einn forfaðir finnst sem tengir einstaklingana saman með sama ættliðafjölda. Afbrigði frá þessari aðferð er ef annar einstaklingurinn er beinn afkomandi hins. Þá er sá skyldleiki oft látinn ráða þó að finna megi skyldleika milli þeirra með færri ættliðum, þar sem ekki er farinn beinn leggur. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
- Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni? eftir Gísla Gunnarsson
- Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson
- Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is? eftir Guðrúnu Kvaran