log(21234) = 1234 log(2) ≅ 371.471015.Fjöldi tölustafa sem þarf til að skrifa tölu út í tugakerfinu er jafn næstu heilu tölu fyrir ofan logra tölunnar, svo til að skrifa töluna 21234 þarf 372 tölustafi.
Erfitt er að setja tölur af þessari stærð í eitthvert kunnuglegt samhengi, því það er fátt ef eitthvað í alheiminum sem er hægt að bera þær við. Til dæmis er fjöldi frumeinda í öllum alheiminum oft talinn vera í kringum 1080, sem er nokkuð lítilfjörleg tala í samanburði töluna sem um ræðir. Það er samt fljótlegt að láta tölvu reikna og skrifa töluna út með forritunarmálinu Lisp, og þá sjáum við að:
21234 = 958112246080986290600446957161 0359078633968713537299223955620705065735079 6238924261053837248378050186443647759070955 9931208208993303817609370272124828409449413 6211066544377518349572681192920386118201521 8323892077355983393191208928867652655993602 4879031137085494026686245211006117942703402 3276609931709804888749380902312739825386061 8772619035009883272941129544640111837184Tengt efni á Vísindavefnum:
- Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn? eftir MBS.
- Hver er stærsta þekkta frumtalan? eftir Gunnar Þór Magnússon.