Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 443 svör fundust
Hverjar eru allar tegundir naggrísa?
Það hefur lengi verið ágreiningur meðal dýra- og flokkunarfræðinga um hvernig eigi að flokka naggrísi. Almennt ríkir sátt um að naggrísir séu flokkaðir í naggrísaætt (Caviidae) og því næst í tvær undirættir, eiginlega naggrísi (Caviinae) og mörur (Dolichotinae). Eiginlegir naggrísir greinast síðan í 4 ættkvíslir,...
Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?
Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík. Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á ...
Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?
Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins. Fremur lítið er vitað um notkun Íslend...
Hvað er kontrapunktur?
Orðið kontrapunktur er dregið úr latínu „punctus contra punctum“ eða nóta á móti nótu. Skylt hugtak er pólýfónía eða fjölröddun. Í stórum dráttum má segja að tónlist sem samin er eftir aðferðum kontrapunkts byggi á láréttri hugsun fremur en lóðréttri, það er að sjálfstæðum laglínum er teflt saman í stað þess að la...
Getur verið að neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
Hinn vitiborni maður (Homo sapiens) er eina núlifandi manntegundin á jörðinni. Steingervingasagan sýnir að við erum komin af stórri fjölskyldu manntegunda, sem flestar bjuggu í Afríku en dreifðust einnig um gamla heiminn. Á hverjum tíma voru líklega uppi nokkrar misjafnlega skyldar manntegundir. Því er eðlilegt að...
Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?
Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...
Af hverju er forsögu mannsins skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju er sögunni skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld og hvenær byrjuðu menn á þessu? Það er hentugt að gefa ákveðnum tímabilum nafn svo hægt sé að tala um þau. Fræðimenn reyna oft að greina megindrætti lengri eða styttri tímabila og skipta þ...
Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?
Bosníu-Serbinn Gavrilo Princip (1894-1918) komst á spjöld sögunnar þegar hann skaut til bana Franz Ferdinand ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914. Princip ætlaði að taka sitt eigið líf strax á eftir en blásýran sem hann reyndi að taka inn virkaði ekki sem skyldi og nærsta...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað?
Helgi Þór Ingason er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður MPM-náms - meistaranáms í verkefnastjórnun. Hann lauk MSc-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991 og doktorsprófi í verkfræði frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi 1994. Rannsóknir hans í doktors...
Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?
Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...
Hverjir voru vitringarnir þrír og hvaðan komu þeir?
Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Nýja testamentið er upphaflega ritað á grísku og þar er orðið magoi notað um þessa ferðalanga. Í eintölu er það magos. Allt varðandi þessa menn er dálítið þokukennt, en orðið s...
Hvað er að segja um Oddaverja á Sturlungaöld?
Óljóst er hvenær Oddaverjar í Rangárþingi urðu höfðingjaætt. En í Landnámabók (Hauksbókargerð) er rakin ætt frá Hrafni Valgarðssyni heimska, landnámsmanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum: Hans börn voru þau Helgi bláfauskur og Freygerður og Jörundur goði, faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda...
Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?
Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...
Hvað er dómsdagur kristinna manna?
Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...
Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?
Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...