Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?

Sólveig Ólafsdóttir

Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum.

Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti og jafnóðt með sleif samanhrært, uns orðið, er sem þunnur vellingur; þá er enn saman við hrært, ef til er, lítið af smá steyttum Cardemommun, nockuð af þvegnum Kórennum, síðan velgd steikara-panna yfir eldi, rjóðruð vel innan með smjöri, deigið vel upphrært og af því í senn tekin ein væn mat-sleif með Kórennum nockrum í, og dreift yfir pönnu-botninn, pönnunni svo alla vega tilhallað að það um allan botninn saman-renni og verði ecki mjög þunnt.[1]

Þessi lýsing passar ekki alveg við pönnukökuuppeldi höfundar þessa svars, fyrir tæplega hálfri öld. Þá var aðalmálið að ná pönnukökunni sem næfurþynnstri án þess að hún rifnaði. Þetta er kúnst sem sumir vilja kalla „íslenska.“ Hins vegar er ekkert séríslenskt við pönnukökurnar sjálfar. Steiktar eggja– og mjölkökur, þunnar eða þykkar eru og hafa verið á hverju strái í okkar menningarheimi frá fornu fari. Þær eru til sætar og ósætar, fylltar með alls kyns fyllingum, tómar, sykraðar, stórar og smáar. Eitt enn mætti ef til vill setja undir hatt „íslensku“ pönnukökunnar, nefnilega stærðin á pönnukökupönnunni, sem er 21 - 25 cm í þvermál með lágum kanti. Það er á almanna vitorði að pannan er alfa og ómega í bakstrinum. Það má alls ekki þvo hana og alls ekki spæla á henni egg.

Það er ekkert séríslenskt við „íslensku“ pönnukökurnar. Steiktar eggja– og mjölkökur, þunnar eða þykkar eru og hafa verið á hverju strái í okkar menningarheimi frá fornu fari. Á myndinni sjást pönnukökur sem höfundur svarsins bakaði.

Í sumarbústöðum BSRB í Munaðarnesi 1971 voru pönnukökupönnur hluti af staðalbúnaði, ásamt suðuhellu og 10 herðatrjám. Sama ár var farið að keppa í pönnukökubakstri á Landsmóti Ungmennafélags Íslands.

Fyrr á öldum fylgdu pönnukökur ákveðnum stórhátíðum, tyllidögum og áfangaskilum ásamt lummum, kleinum og öðru steiktu meðlæti í heimahúsum. Enn er töluverð hefð fyrir því að baka pönnukökur á sumardaginn fyrsta, sem er reyndar séríslenskur hátíðisdagur. Eitt mætti nefna enn, pönnukökur hafa aldrei, svo höfundi þessa svars sé kunnugt um, ratað inn í bakarí landsins.

Að lokum er vert að minnast á eina magnaða útrás íslensku pönnukökunnar. Á matseðli Iceland Food Centre - veitingastaðarins í London sem íslensk stjórnvöld og fleiri aðilar stofnuðu árið 1965, voru pönnukökur. Í hjartnæmu bréfi sem Halldór Gröndal veitingamaður skrifar Ólafi Johnson stjórnarformanni IFC kemur fram að eiginkona Halldórs bakaði pönnukökurnar heima hjá þeim hjónum og hann fór síðan með þær á veitingastaðinn. Pönnukökur með rjóma og sultu og ís voru raunar einu eftirréttirnir á staðnum þannig að þá má ætla að einhverjir hafi pantað sér íslenska pönnukökur eftir að hafa smakkað hina ýmsu séríslensku sérrétti staðarins, þar með talinn „chicken in a basket“.

Íslensk stjórnvöld og fleiri aðilar stofnuðu Iceland Food Centre í London árið 1965. Þar voru pönnukökur með rjóma og sultu og ís einu eftirréttirnir á staðnum.

Í Morgunblaðinu 23. janúar 1966 er Velvakandi blaðsins að velta fyrir sér matseðlinum á IFC og segir meðal annars: „þarna er hægt að fá íslenzkar pönnukökur með sultu og rjóma upp á gamla móðinn - og þeir, sem ekki geta borðað þær, eiga ekkert gott skilið.“

Tilvísun:
  1. ^ Einfalt matreiðsluvasakver - Bækur.is. (Sótt 8.09.2020).

Mynd:

Jörgen spurði:

Hvað getur þú sagt mér um íslenskar pönnukökur?

Höfundur

Sólveig Ólafsdóttir

sagnfræðingur

Útgáfudagur

25.9.2020

Spyrjandi

Margrét Sigurðardóttir, Jörgen Ingólfsson

Tilvísun

Sólveig Ólafsdóttir. „Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?“ Vísindavefurinn, 25. september 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79949.

Sólveig Ólafsdóttir. (2020, 25. september). Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79949

Sólveig Ólafsdóttir. „Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79949>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?
Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum.

Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti og jafnóðt með sleif samanhrært, uns orðið, er sem þunnur vellingur; þá er enn saman við hrært, ef til er, lítið af smá steyttum Cardemommun, nockuð af þvegnum Kórennum, síðan velgd steikara-panna yfir eldi, rjóðruð vel innan með smjöri, deigið vel upphrært og af því í senn tekin ein væn mat-sleif með Kórennum nockrum í, og dreift yfir pönnu-botninn, pönnunni svo alla vega tilhallað að það um allan botninn saman-renni og verði ecki mjög þunnt.[1]

Þessi lýsing passar ekki alveg við pönnukökuuppeldi höfundar þessa svars, fyrir tæplega hálfri öld. Þá var aðalmálið að ná pönnukökunni sem næfurþynnstri án þess að hún rifnaði. Þetta er kúnst sem sumir vilja kalla „íslenska.“ Hins vegar er ekkert séríslenskt við pönnukökurnar sjálfar. Steiktar eggja– og mjölkökur, þunnar eða þykkar eru og hafa verið á hverju strái í okkar menningarheimi frá fornu fari. Þær eru til sætar og ósætar, fylltar með alls kyns fyllingum, tómar, sykraðar, stórar og smáar. Eitt enn mætti ef til vill setja undir hatt „íslensku“ pönnukökunnar, nefnilega stærðin á pönnukökupönnunni, sem er 21 - 25 cm í þvermál með lágum kanti. Það er á almanna vitorði að pannan er alfa og ómega í bakstrinum. Það má alls ekki þvo hana og alls ekki spæla á henni egg.

Það er ekkert séríslenskt við „íslensku“ pönnukökurnar. Steiktar eggja– og mjölkökur, þunnar eða þykkar eru og hafa verið á hverju strái í okkar menningarheimi frá fornu fari. Á myndinni sjást pönnukökur sem höfundur svarsins bakaði.

Í sumarbústöðum BSRB í Munaðarnesi 1971 voru pönnukökupönnur hluti af staðalbúnaði, ásamt suðuhellu og 10 herðatrjám. Sama ár var farið að keppa í pönnukökubakstri á Landsmóti Ungmennafélags Íslands.

Fyrr á öldum fylgdu pönnukökur ákveðnum stórhátíðum, tyllidögum og áfangaskilum ásamt lummum, kleinum og öðru steiktu meðlæti í heimahúsum. Enn er töluverð hefð fyrir því að baka pönnukökur á sumardaginn fyrsta, sem er reyndar séríslenskur hátíðisdagur. Eitt mætti nefna enn, pönnukökur hafa aldrei, svo höfundi þessa svars sé kunnugt um, ratað inn í bakarí landsins.

Að lokum er vert að minnast á eina magnaða útrás íslensku pönnukökunnar. Á matseðli Iceland Food Centre - veitingastaðarins í London sem íslensk stjórnvöld og fleiri aðilar stofnuðu árið 1965, voru pönnukökur. Í hjartnæmu bréfi sem Halldór Gröndal veitingamaður skrifar Ólafi Johnson stjórnarformanni IFC kemur fram að eiginkona Halldórs bakaði pönnukökurnar heima hjá þeim hjónum og hann fór síðan með þær á veitingastaðinn. Pönnukökur með rjóma og sultu og ís voru raunar einu eftirréttirnir á staðnum þannig að þá má ætla að einhverjir hafi pantað sér íslenska pönnukökur eftir að hafa smakkað hina ýmsu séríslensku sérrétti staðarins, þar með talinn „chicken in a basket“.

Íslensk stjórnvöld og fleiri aðilar stofnuðu Iceland Food Centre í London árið 1965. Þar voru pönnukökur með rjóma og sultu og ís einu eftirréttirnir á staðnum.

Í Morgunblaðinu 23. janúar 1966 er Velvakandi blaðsins að velta fyrir sér matseðlinum á IFC og segir meðal annars: „þarna er hægt að fá íslenzkar pönnukökur með sultu og rjóma upp á gamla móðinn - og þeir, sem ekki geta borðað þær, eiga ekkert gott skilið.“

Tilvísun:
  1. ^ Einfalt matreiðsluvasakver - Bækur.is. (Sótt 8.09.2020).

Mynd:

Jörgen spurði:

Hvað getur þú sagt mér um íslenskar pönnukökur?
...