Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og margþættar. Þegar upp var staðið voru það þó ákvarðanir sem teknar voru á æðstu stöðum í Vínarborg, Berlín, Pétursborg, París og London vikurnar eftir ríkiserfingjamorðið sem hleyptu styrjöldinni af stað. Morðið í Sarajevó var neisti sem leiðtogar stórveldanna hefðu hæglega getað slökkt áður en hann varð að risastóru báli.Heimildir og myndir:
- First World War.com - Who's Who - Gavrilo Princip.
- Gavrilo Princip (Slavic nationalist) -- Britannica Online Encyclopedia.
- Gavrilo Princip - Biography of the Assassin who started the First World War.
- Assassination of Archduke Franz Ferdinand of Austria - Wikipedia, the free encyclopedia.
- Teikning af tilræðinu: DC-1914-27-d-Sarajevo-cropped.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 11. 3. 2015).
- Mynd frá réttarhöldum: Proces w Sarajewie s - Category:Sarajevo trial (1914) - Wikimedia Commons. (Sótt 11. 3. 2015).