Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?

EDS

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Bosníu-Serbinn Gavrilo Princip (1894-1918) komst á spjöld sögunnar þegar hann skaut til bana Franz Ferdinand ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914. Princip ætlaði að taka sitt eigið líf strax á eftir en blásýran sem hann reyndi að taka inn virkaði ekki sem skyldi og nærstaddir náðu að afvopna hann áður en hann gat notað byssu sína til að stytta sér aldur. Princip var því handsamaður á staðnum.

Princip var einn úr sex manna hópi sem höfðu fengið það verkefni að ráða ríkisarfann af dögum. Fyrr þennan örlagaríka morgun hafði félagi hans gert misheppnað banatilræði þegar hann kastaði handsprengju að bíl þeirra hjóna. Hann var einnig handsamaður ásamt þremur öðrum úr hópnum, en einn slapp.

Teikning af árásinni á Franz Ferdinand og Sófíu konu hans sem birtist á forsíðu ítalska dagblaðsins Domenica del Corriere 12. júlí 1914.

Í lok október 1914 var kveðinn upp dómur yfir Princip og hinum fjórum sem náðust auk nokkurra annarra manna sem höfðu lagt á ráðin, komið að skipulagi eða lagt þeim lið. Samkvæmt lögum mátti ekki fella dauðadóm yfir mönnum sem voru yngri en 20 ára þegar glæpur var framinn. Fæðingardagur Princip var nokkuð á reiki og ekki alveg ljóst hvort hann var fullra 20 ára þegar hann hleypti af skotunum. Hann var látinn njóta vafans og dæmdur í 20 ára fangelsi sem var hámarks refsing.

Princip afplánaði refsingu sína í fangelsi í Theresienstadt, sem er í norðvesturhluta núverandi Tékklands. Aðbúnaðurinn þar var slæmur og hann þjáðist af alvarlegum næringarskorti. Þá var hann illa haldinn af berklum sem leiddu meðal annars til þess að taka þurfti af honum annan handlegginn. Princip lést á fangelsissjúkrahúsi þann 28. apríl 1918. Lík hans var sett í ómerkta gröf en seinna flutt til Sarajevó þar sem það var jarðsett í útjaðri gamla bæjarins.

Frá réttarhöldunum yfir Gavrilo Princip og samverkamönnum hans í Sarajevó. Princip er í fremstu röð fyrir miðju.

Því er gjarnan haldið fram að verknaður Gavrilo Princip í Sarajevó hafi verið upphafið að heimsstyrjöldinni fyrri með öllum þeim hörmungum sem henni fylgdu. Málið er þó aðeins flóknara en það eins og Gunnar Þór Bjarnason fjallar um í fróðlegu svari við spurningunni Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað? Þar segir meðal annars:
Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og margþættar. Þegar upp var staðið voru það þó ákvarðanir sem teknar voru á æðstu stöðum í Vínarborg, Berlín, Pétursborg, París og London vikurnar eftir ríkiserfingjamorðið sem hleyptu styrjöldinni af stað. Morðið í Sarajevó var neisti sem leiðtogar stórveldanna hefðu hæglega getað slökkt áður en hann varð að risastóru báli.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

31.3.2015

Síðast uppfært

2.1.2018

Spyrjandi

Arney Björnsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2015, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69519.

EDS. (2015, 31. mars). Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69519

EDS. „Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2015. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69519>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?
Bosníu-Serbinn Gavrilo Princip (1894-1918) komst á spjöld sögunnar þegar hann skaut til bana Franz Ferdinand ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914. Princip ætlaði að taka sitt eigið líf strax á eftir en blásýran sem hann reyndi að taka inn virkaði ekki sem skyldi og nærstaddir náðu að afvopna hann áður en hann gat notað byssu sína til að stytta sér aldur. Princip var því handsamaður á staðnum.

Princip var einn úr sex manna hópi sem höfðu fengið það verkefni að ráða ríkisarfann af dögum. Fyrr þennan örlagaríka morgun hafði félagi hans gert misheppnað banatilræði þegar hann kastaði handsprengju að bíl þeirra hjóna. Hann var einnig handsamaður ásamt þremur öðrum úr hópnum, en einn slapp.

Teikning af árásinni á Franz Ferdinand og Sófíu konu hans sem birtist á forsíðu ítalska dagblaðsins Domenica del Corriere 12. júlí 1914.

Í lok október 1914 var kveðinn upp dómur yfir Princip og hinum fjórum sem náðust auk nokkurra annarra manna sem höfðu lagt á ráðin, komið að skipulagi eða lagt þeim lið. Samkvæmt lögum mátti ekki fella dauðadóm yfir mönnum sem voru yngri en 20 ára þegar glæpur var framinn. Fæðingardagur Princip var nokkuð á reiki og ekki alveg ljóst hvort hann var fullra 20 ára þegar hann hleypti af skotunum. Hann var látinn njóta vafans og dæmdur í 20 ára fangelsi sem var hámarks refsing.

Princip afplánaði refsingu sína í fangelsi í Theresienstadt, sem er í norðvesturhluta núverandi Tékklands. Aðbúnaðurinn þar var slæmur og hann þjáðist af alvarlegum næringarskorti. Þá var hann illa haldinn af berklum sem leiddu meðal annars til þess að taka þurfti af honum annan handlegginn. Princip lést á fangelsissjúkrahúsi þann 28. apríl 1918. Lík hans var sett í ómerkta gröf en seinna flutt til Sarajevó þar sem það var jarðsett í útjaðri gamla bæjarins.

Frá réttarhöldunum yfir Gavrilo Princip og samverkamönnum hans í Sarajevó. Princip er í fremstu röð fyrir miðju.

Því er gjarnan haldið fram að verknaður Gavrilo Princip í Sarajevó hafi verið upphafið að heimsstyrjöldinni fyrri með öllum þeim hörmungum sem henni fylgdu. Málið er þó aðeins flóknara en það eins og Gunnar Þór Bjarnason fjallar um í fróðlegu svari við spurningunni Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað? Þar segir meðal annars:
Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og margþættar. Þegar upp var staðið voru það þó ákvarðanir sem teknar voru á æðstu stöðum í Vínarborg, Berlín, Pétursborg, París og London vikurnar eftir ríkiserfingjamorðið sem hleyptu styrjöldinni af stað. Morðið í Sarajevó var neisti sem leiðtogar stórveldanna hefðu hæglega getað slökkt áður en hann varð að risastóru báli.

Heimildir og myndir:

...