Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1996 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er melgresi og vex það víðar en á Íslandi?

Heimkynni melgresisins (Leymus arenarius) eru við Atlantshafs- og Eystrasaltsströnd Mið- og Norður-Evrópu og austur eftir Íshafsströnd Rússlands skammt austur fyrir Úralfjöll. Það er einnig bæði í Færeyjum og Jan Mayen. Önnur skyld tegund, dúnmelurinn (Leymus mollis), er ríkjandi vestanhafs, bæði á Grænlandi og me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað liggur til grundvallar nýyrðinu flaumrænn sem þýðingu á analogue?

Orðið flaumrænn er tiltölulega nýtt orð í málinu en er að minnsta kosti notað í eðlisfræði og tölvufræði. Í nýrri útgáfu Eddu á Íslenskri orðabók (2002:349) er merkingin sögð: „sem breytist og fær gildi á aflíðandi hátt en ekki í þrepum, t.d. rafspenna og ljósmyndafilma”. Í Tölvuorðasafni frá 1998 (Íslensk málnefn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið ponta komið?

Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur. Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvað...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið Grindill og hvaðan kemur það?

Grindill er bær í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Nafnið er í Landnámu, “á Grindli” (Íslensk fornrit I:243). Í sumum handritum stendur Grilli og eru dæmi frá 15. öld um þá mynd (Íslenskt fornbréfasafn IV:250). Myndin Grillir hefur verið algengust í mæltu máli fram á þennan dag. Nafnið telur Margeir Jónsson upphaf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „melur“ þegar vísað er til manna og hver er uppruni orðsins? Orðið melur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt 1 ‘sand- eða malarborið svæði; ávöl hæð, lágur hóll’, 2 ‘melgresi’ og 3 ‘mölfiðrildi, mölfiðrildislirfa; eyðsluseggur’. Samkvæmt...

category-iconVísindavefur

Hvenær var Internetið fundið upp og af hverjum?

Internetið var fundið upp árið 1969 af dr. Leonard Kleinrock. Hann fann upp tæknina sem til þurfti 10 árum áður en Internetið varð til. Frekara lesefni af Vísindavefnum: Hver var upprunalegur tilgangur netsins? eftir Daða Ingólfsson Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana? eftir Hauk Hannesso...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Notuðu Rómverjar brotareikning, og ef svo var, hvernig táknuðu þeir hann með öllum sínum X-um og V-um?Engar heimildir eru um það að Rómverjar hafi sett upp reikningsdæmi með X-um og V-um eða öðrum talnatáknum þess tíma. Reikningar voru í upphafi gerðir í sand eða á plötur se...

category-iconÞjóðfræði

Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó?

Tröll eru þjóðsagnapersónur eru ekki til í veruleikanum í venjulegum skilningi. Við munum ekki sérstaklega eftir því að fjallað sé um aldur þeirra, enda kannski erfitt þar sem tröllin fæðast fjarri mannabyggðum og mennirnir vita þess vegna lítið um hversu gömul þau eru. Hugtökin jötunn, tröll og risi eru náteng...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum?

Í Njáls sögu segir frá því í 120. kafla að Ásgrímur Elliða-Grímsson og Njáls synir gengu til búðar Þorkels háks í leit að liðveislu á þingi. Hvöss orðaskipti urðu milli Skarphéðins Njálssonar og Þorkels. Þorkell þreif sax sitt og Skarphéðinn stóð með reidda öxina og sagði: „Ger þú nú annaðhvort Þorkell hákur að s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?

„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?

Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...

category-iconLæknisfræði

Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?

Einnig hefur verið spurt: Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð? Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð. Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir vo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Björn Guðfinnsson og hvert var framlag hans til íslenskra málfræðirannsókna?

Björn Guðfinnsson fæddist 21. júní 1905 að Staðarfelli í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1935. Á árunum 1931–1945 kenndi hann við ýmsa skóla – Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík. Ei...

Fleiri niðurstöður