Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í Njáls sögu segir frá því í 120. kafla að Ásgrímur Elliða-Grímsson og Njáls synir gengu til búðar Þorkels háks í leit að liðveislu á þingi. Hvöss orðaskipti urðu milli Skarphéðins Njálssonar og Þorkels. Þorkell þreif sax sitt og Skarphéðinn stóð með reidda öxina og sagði: „Ger þú nú annaðhvort Þorkell hákur að slíðra saxið og sest niður eða eg keyri öxina í höfuð þér og klýf þig í herðar niður.“

Maður klýfur annan í herðar niður. Úr Svalbarðsbók frá 14. öld.

Af þessum orðum að dæma er högginu beint að höfðinu og höggið það þungt að öxin klýfur það niður að öxlum.

Heimild:
  • Íslendinga sögur. Fyrra bindi. Bls. 268. Reykjavík: Svart á hvítu. 1985.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hvað er átt við þegar sagt er í Íslendingasögum að einhver hafi verið klofinn í herðar niður? Kemur höggið þá fyrst í höfuðið og niður að herðum eða kemur það fyrst á herðarnar?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.12.2011

Spyrjandi

Finndís Diljá Jónsdóttir, f. 1997

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61295.

Guðrún Kvaran. (2011, 28. desember). Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61295

Guðrún Kvaran. „Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61295>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum?
Í Njáls sögu segir frá því í 120. kafla að Ásgrímur Elliða-Grímsson og Njáls synir gengu til búðar Þorkels háks í leit að liðveislu á þingi. Hvöss orðaskipti urðu milli Skarphéðins Njálssonar og Þorkels. Þorkell þreif sax sitt og Skarphéðinn stóð með reidda öxina og sagði: „Ger þú nú annaðhvort Þorkell hákur að slíðra saxið og sest niður eða eg keyri öxina í höfuð þér og klýf þig í herðar niður.“

Maður klýfur annan í herðar niður. Úr Svalbarðsbók frá 14. öld.

Af þessum orðum að dæma er högginu beint að höfðinu og höggið það þungt að öxin klýfur það niður að öxlum.

Heimild:
  • Íslendinga sögur. Fyrra bindi. Bls. 268. Reykjavík: Svart á hvítu. 1985.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hvað er átt við þegar sagt er í Íslendingasögum að einhver hafi verið klofinn í herðar niður? Kemur höggið þá fyrst í höfuðið og niður að herðum eða kemur það fyrst á herðarnar?
...