Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2398 svör fundust
Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?
Það er vissulega rétt að eldur nærist á súrefni en hins vegar vitum við líka að mörg efni eru sem betur fer ekki eldfim og meðal þeirra er einmitt vatnið. Við getum sagt að í slíkum efnum sé svo mikið af súrefni að þau geti ekki tekið við meiru. Efnafræðingar mundu segja að þau væru fulloxuð. Eldur verður til v...
Hvers vegna er aðeins hægt að rispa demanta með öðrum demöntum?
Við höfum eflaust öll tekið eftir því að sum efni rispast auðveldlega meðan önnur efni þola meira. Þegar tveimur föstum efnum með mismunandi hörku er nuddað saman rispast efnið sem er mýkra. Ekki er alltaf augljóst hvort efnið er harðara fyrr en á reynir. Fullkominn demantur er harðasta náttúrulega efnið sem um ge...
Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?
Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi. ...
Af hverju er vatn glært?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti ...
Í hverju felst hollusta hákarlalýsis?
Hollusta hákarlalýsis felst í mjög óvenjulegri samsetningu þess, ef miðað er við flest annað fiskilýsi. Hákarlalýsi inniheldur minna af omega-3 fitusýrum en til dæmis þorskalýsi. Það hefur því ekki þá eiginleika sem rekja má til þeirra. En hákarlalýsið inniheldur tvenns konar önnur efnasambönd, sem gefa því sé...
Hvað er efnagreining?
Efnagreiningar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Þeim má skipta í tvo meginþætti, það er eigindlegar (e. qualitative) og megindlegar eða magnbundnar (e. quantitative) efnagreiningar. Efnagreingar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Hægt er að skipta efnagreiningum í annars vegar eigindlegar efnagrein...
Hvernig varð dínamít til?
Hér er einnig svarað spurningunni:Úr hverju er dínamít búið til og hvernig verkar það? Dínamít er sprengiefni sem sænski efnafræðingurinn Alfred Nóbel (1833-1896) fann upp árið 1867. Faðir Alfreds, Immanuel, var byggingarverkfræðingur í Stokkhólmi en þaðan fékk Alfred áhuga sinn á að finna upp öruggari og skilv...
Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?
Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari...
Hvað og hvar eru chemoreceptorar?
Chemoreceptorar eru kallaðir efnaviðtakar á íslensku. Um er að ræða sameindir á yfirborði frumu eða í umfrymi hennar sem geta bundist við tiltekið efni, til dæmis hormón eða mótefni. Hvert efni hefur sinn sérstaka efnaviðtaka og verkar því aðeins á frumuna að viðtakinn sé til staðar. Tengingin á milli efnisins...
Hvert fer ljósið þegar ég slekk á peru?
Hér er einnig svarað spurningunni: Litli bróðir minn vildi fá að vita hvernig ljós kæmist út úr lokuðu herbergi þegar það er slökkt. Getið þið svarað? Hugtakið ógegnsæ efni er notað um efni sem hleypa ekki ljósi í gegnum sig. Þau eiga það sameiginlegt að gleypa sýnilegt ljós að hluta til og endurkasta afgangin...
Eru tennurnar bein?
Tennur eru ekki bein, en þær sitja í beini. Tennur eru gerðar úr fjórum vefjum. Ysti vefurinn er svokallaður glerungur (e. enamel) sem er harðasta efni líkamans. Meginefni hans eða um 96% eru ólífræn steinefni, en afgangurinn er vatn og lífræn efni. Eðlilegur litur glerungs er allt frá ljósgulum til gráhvíts, en s...
Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?
Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blön...
Hver er saga myndbandavæðingarinnar og hverju breytti hún?
Ampex-fyrirtækið setti fyrsta myndbandstækið á markað árið 1956 og byggði á þegar rúmlega hálfrar aldar gamalli uppfinningu danska vísindamannsins Valdemars Poulsens (1869-1942). Í upphafi voru myndbandstæki eingöngu notuð af sjónvarpsstöðvum og í kvikmyndaiðnaðinum en fyrir daga þeirra voru allir sjónvarpsþættir ...
Hvað getið þið sagt mér um hulduefni?
Hulduefni (e. dark matter) er í stuttu máli efni sem okkur er hulið sjónum; talið er að um 85% alls efnis í alheiminum sé hulduefni. Þetta efni veldur þyngdarhrifum á sama hátt og efni sem við sjáum, það er stjörnur, vetrarbrautir og svo framvegis. Allt efni sem við sjáum er úr svokölluðum þungeindum (e. baryons)....
Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?
Á vef Stjórnarráðs Íslands er ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918. Fjallað er um leiðina til sjálfstæðis, fyrsta ráðherrann, stjórnmálin og tímabil heimastjórnarinnar sem var skeið umskipta og óvenjulegrar grósku í íslensku þjóðlífi. Þetta efni var unnið fyrir vef sem opnaður ári 2004 í tilefni...