Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Elfting (Equisetum arvense) er eitt erfiðasta illgresið sem garðeigendur þurfa að kljást við. Elftingin fjölgar sér og dreifist út með jarðrenglum þannig að renglurnar lifa í jarðveginum og fjölga sér áfram þó að reynt sé að reyta hana upp. Kerfisvirk illgresislyf, það er að segja efni sem plöntur taka upp gegnum blöðin, verka illa á elftingu. Það sem verkar best er efni sem heitir Casaron. Það er í duftformi og því er dreift yfir svæðið þar sem á að eyða gróðri. Þetta efni verkar í jarðvegi og því drepast allar plöntur sem á svæðinu eru. Ekki er ráðlegt að nota efnið nálægt matjurtagörðum.
Valgerður Jónsdóttir. „Hvernig má ráða niðurlögum elftingar í görðum í Reykjavík?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1131.
Valgerður Jónsdóttir. (2000, 14. nóvember). Hvernig má ráða niðurlögum elftingar í görðum í Reykjavík? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1131
Valgerður Jónsdóttir. „Hvernig má ráða niðurlögum elftingar í görðum í Reykjavík?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1131>.