Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað og hvar eru chemoreceptorar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Chemoreceptorar eru kallaðir efnaviðtakar á íslensku. Um er að ræða sameindir á yfirborði frumu eða í umfrymi hennar sem geta bundist við tiltekið efni, til dæmis hormón eða mótefni. Hvert efni hefur sinn sérstaka efnaviðtaka og verkar því aðeins á frumuna að viðtakinn sé til staðar.

Tengingin á milli efnisins og viðtakans hefur áhrif á starfsemi frumunnar með því að framkalla tiltekin lífeðlisfræðileg áhrif. Hver áhrifin eru fer allt eftir því hvaða efni er um að ræða.

Dæmi um efnaviðtaka á frumuyfirborði eru viðtakar fyrir peptíðhormón, taugaboðefni, vaka (e. antigens), magnabrot (e. complement fragments) og ónæmisglóbúlín, þar með talið mótefni.

Dæmi um efnaviðtaka í umfrymi eru viðtakar fyrir sterahormón.

Höfundur

Útgáfudagur

13.2.2004

Spyrjandi

Fanney Grétarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað og hvar eru chemoreceptorar?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4001.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 13. febrúar). Hvað og hvar eru chemoreceptorar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4001

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað og hvar eru chemoreceptorar?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4001>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað og hvar eru chemoreceptorar?
Chemoreceptorar eru kallaðir efnaviðtakar á íslensku. Um er að ræða sameindir á yfirborði frumu eða í umfrymi hennar sem geta bundist við tiltekið efni, til dæmis hormón eða mótefni. Hvert efni hefur sinn sérstaka efnaviðtaka og verkar því aðeins á frumuna að viðtakinn sé til staðar.

Tengingin á milli efnisins og viðtakans hefur áhrif á starfsemi frumunnar með því að framkalla tiltekin lífeðlisfræðileg áhrif. Hver áhrifin eru fer allt eftir því hvaða efni er um að ræða.

Dæmi um efnaviðtaka á frumuyfirborði eru viðtakar fyrir peptíðhormón, taugaboðefni, vaka (e. antigens), magnabrot (e. complement fragments) og ónæmisglóbúlín, þar með talið mótefni.

Dæmi um efnaviðtaka í umfrymi eru viðtakar fyrir sterahormón.

...