Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 26 svör fundust
Hvað er innkirtlakerfi?
Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...
Hvað og hvar eru chemoreceptorar?
Chemoreceptorar eru kallaðir efnaviðtakar á íslensku. Um er að ræða sameindir á yfirborði frumu eða í umfrymi hennar sem geta bundist við tiltekið efni, til dæmis hormón eða mótefni. Hvert efni hefur sinn sérstaka efnaviðtaka og verkar því aðeins á frumuna að viðtakinn sé til staðar. Tengingin á milli efnisins...
Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?
Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...
Hvernig stækka vöðvarnir?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað veldur stækkun á vöðvum? Vöðvar eru úr sérhæfðum vöðvafrumum sem heita vöðvaþræðir og liggja endilangir í vöðvanum. Hver vöðvaþráður er gerður úr mörgum vöðvatrefjum. Venjulegur vöxtur vefs felur í sér tvennt, annars vegar fjölgun frumna sem vefurinn er gerður úr og hi...
Hvað gerir dópamín?
Dópamín er taugaboðefni í heilanum og kemur víða við sögu. Efnafræðilega tilheyrir það amínum en amín eru einn meginflokkur hormóna (hinir eru peptíð og sterar). Dópamín er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi miðtaugakerfisins. Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum helstu hlutverkum þess. Í grunnkjörnum he...
Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?
Húðskrift (dermographism) er algengasta gerð ofsakláða (urticaria) eða ofnæmisviðbragða á húð. Húðskrift hrjáir um 2-5% fólks á öllum aldri en er algengust hjá ungu fólki - á tuttugasta og þrítugasta aldursskeiðinu. Auk þess er tíðnin hærri hjá ákveðnum hópum, til dæmis hjá konum á seinni hluta meðgöngu og síðar í...
Hvað er vetnisperoxíð, í hvað er það helst notað og hvar er hægt að nálgast það?
Vetnisperoxíð (H2O2) er myndað úr einni peroxíðsameind (O22-) og tveimur vetnisatómum (sjá mynd). Mynd 1. Vetnisperoxíð er myndað úr einni peroxíðsameind og tveimur vetnisatómum. Vetnisperoxíð er þykkur litlaus vökvi sem leysist vel upp í vatni vegna þess hversu skautuð sameindin er. Það flokkast sem veik sý...
Geta hundar orðið þunglyndir?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er eitthvað líffræðilegt hjá hundum sem gerir það að verkum að þeir verði ekki þunglyndir? Í mjög einföldu máli má skilgreina þunglyndi sem ójafnvægi í boðefnabúskap í heila svo sem í seretóníni eða öðrum taugaboðefnum. Slíkt hendir ekki bara okkur mennina heldur ei...
Hver er munurinn á taugahormóni og taugaboðefni?
Bæði taugahormón og taugaboðefni eru boðefni sem koma boðum milli líkamshluta. Hormónin bera boðin langar leiðir með hjálp blóðrásarkerfisins en taugaboðefni bera boðin stutt milli taugunga, til dæmis innan heilans. Taugahormón er hormón sem myndast í taugavef og er seytt úr honum í blóðrásina eins og önnur ho...
Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því?
Það er ekki vitað algerlega fyrir víst hvað það er í áfengi sem gerir fólk háð því. Hins vegar eiga öll vímu- og ávanaefni það sameiginlegt að losa boðefnið dópamín á ákveðnum stað í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis ”umbunarkerfið” eða “fíknikerfið”. Losun á dópamíni í ...
Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?
Við innleiðslu svæfinga á fullorðnum og eldri börnum, eru yfirleitt notuð svæfingalyf, sem gefin eru í æð. Nú er lyfið propofol mest notað. Það virkar hratt, eða byrjar að verka eftir þann tíma, sem tekur lyfið að berast frá indælingarstað (venjulega bláæð á handlegg) til heilans. Hámarksverkun eftir einn innleiðs...
Hvernig fara lífverur að því að ná stjórn á öðrum lífverum?
Besta dæmið um lífveru sem nær stjórn á dýrum er vitanlega maðurinn. Við höfum margar leiðir til að temja dýr og stjórna þeim. En þess utan eru fá dæmi þekkt um lífverur sem ná stjórn á og breyta hegðan dýra. Eitt athyglisverðasta dæmið um þess konar lífveru er sveppurinn Entomophthora muscae. Sveppurinn hefur ver...
Hvaða tilgangi þjónar serótónín í heilanum? Hverjar eru afleiðingarnar ef starfsemi þess er raskað?
Serótónín (e. serotonin), einnig nefnt 5-HT, er eitt af mörgum taugaboðefnum sem heilinn notar til boðskipta. Það tilheyrir svokölluðum mónóamínum (e. monoamines) ásamt adrenalíni (e. epinephrine), noradrenalíni (e. norepinephrine) og dópamíni (e. dopamine). Mónóamínin hafa öll svipaða efnafræðilega uppbyggingu. ...
Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?
Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...
Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?
Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...