Er eitthvað líffræðilegt hjá hundum sem gerir það að verkum að þeir verði ekki þunglyndir?Í mjög einföldu máli má skilgreina þunglyndi sem ójafnvægi í boðefnabúskap í heila svo sem í seretóníni eða öðrum taugaboðefnum. Slíkt hendir ekki bara okkur mennina heldur einnig önnur spendýr, til dæmis hunda. Hundaeigendur þekkja vel að hundar geta sýnt svipað tilfinningalegt litróf og menn; þeir geta orðið afbrýðissamir, til dæmis ef nýtt barn kemur inn á heimilið, glaðir og auðvitað reiðir en þeir geta líka orðið daprir, til dæmis ef náinn fjölskyldumeðlimur hverfur eða deyr.

Við getum ekki spurt hunda um líðan þeirra en þeir geta sýnt hegðun sem minnir um margt á þunglyndi.
- Pixabay. (Sótt 18. 9. 2015).