Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?

Sigríður Jónsdóttir

Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi.

NaOH er auðleyst í vatni og við upplausn þess í vatni myndast jónir sem táknaðar eru sem Na+(aq) og OH-(aq), en hýðroxíðjónin (OH-) er ábyrg fyrir basaeiginleikum þess. Þess má einnig geta að mikil varmamyndun fylgir því að leysa NaOH upp í vatni.

Vítissódi er afar ætandi og hættulegt efni ef það er meðhöndlað á rangan hátt. Það er til dæmis notað til að losa um stíflur í frárennslislögnun og þá sturtað í niðurföll. Efnið er nauðsynlegt í ýmsum efnaiðnaði og nemur heimsframleiðsla þess á ári hverju tæplega 100 milljón tonnum.

Efnið getur meðal annars verið sem lítil korn eða hvítar perlur og útlitsins vegna má auðveldlega rugla því saman við sælgæti. Því er mikilvægt að efni eins og natríum hýdroxíð séu varðveitt á þann hátt að börn geti alls ekki nálgast eða komist í snertingu við þau.

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir

efnafræðingur, Dr.rer.nat.

Útgáfudagur

22.9.2004

Síðast uppfært

9.2.2021

Spyrjandi

Sævar Sævarsson

Tilvísun

Sigríður Jónsdóttir. „Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?“ Vísindavefurinn, 22. september 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4524.

Sigríður Jónsdóttir. (2004, 22. september). Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4524

Sigríður Jónsdóttir. „Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4524>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?
Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi.

NaOH er auðleyst í vatni og við upplausn þess í vatni myndast jónir sem táknaðar eru sem Na+(aq) og OH-(aq), en hýðroxíðjónin (OH-) er ábyrg fyrir basaeiginleikum þess. Þess má einnig geta að mikil varmamyndun fylgir því að leysa NaOH upp í vatni.

Vítissódi er afar ætandi og hættulegt efni ef það er meðhöndlað á rangan hátt. Það er til dæmis notað til að losa um stíflur í frárennslislögnun og þá sturtað í niðurföll. Efnið er nauðsynlegt í ýmsum efnaiðnaði og nemur heimsframleiðsla þess á ári hverju tæplega 100 milljón tonnum.

Efnið getur meðal annars verið sem lítil korn eða hvítar perlur og útlitsins vegna má auðveldlega rugla því saman við sælgæti. Því er mikilvægt að efni eins og natríum hýdroxíð séu varðveitt á þann hátt að börn geti alls ekki nálgast eða komist í snertingu við þau....