Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 308 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?

Apollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn sem lenti á yfirborði tunglsins. Þetta var fimmta mannaða geimferð Apollo-geimáætlunarinnar og þriðja mannaða tunglferðin. Áður höfðu bæði Apollo 8 og Apollo 10 komist á sporbraut umhverfis þennan næsta nágranna jarðar í geimnum. Apollo 11, eins og önnur Apollo-geimför,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr er marðarhundur og hvar eru heimkynni hans?

Marðarhundur (Nyctereutes procyonoides) er hunddýr af ættkvíslinni Nyctereutes. Enskt heiti hans er raccoon dog sem þýða mætti sem þvottabjarnarhundur og er þar vísað til þess að andlit hans minnir á þvottabjörn. Á sænsku nefnist hann mårdhund, mårhund á dönsku og norsku og Marderhund á þýsku. Þrátt fyrir heitin e...

category-iconHeimspeki

Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum svipuð mönnum?

Nei, það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skilyrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu innbyggðar í þróunina. Þannig telur mikill meirihlut...

category-iconHugvísindi

Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?

Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Páll postuli og hvert var framlag hans til kristinnar trúar?

Páll postuli er ein af athyglisverðustu og mikilvægustu persónum í sögu kristinna trúarbragða. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að með trúboðsstarfi sínu og stofnun söfnuða í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á 1. öld þessa tímatals hafi hann lagt grunninn að starfi kristinna kirkna allt fram á okkar daga. ...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var Kurt Martin Hahn og hvert var hans framlag til skólamála?

Þýska skólamanninum Kurt Martin Hahn hefði ekki líkað við þá óvirku athöfn að glápa á síður veraldarvefsins í tíma og ótíma. Hann vildi að ungt fólk væri virkt, skapandi og áræðið. Hahn fæddist í Berlín 5. júní 1886. Hann var þýskur gyðingur, undir sterkum áhrifum af Ríkinu eftir Platon og hafði mikil áhrif á skól...

category-iconHeimspeki

Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?

Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnrét...

category-iconHeimspeki

Hvað er samfélagsábyrgð?

Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?

Ramses II. eða Ramses hinn mikli var þriðji faraó Egyptalands og tilheyrði svonefndu 19. ættarveldi. Hann var sonur Seti I. og Tuyu drottningar. Ramses II. var uppi um 1292–1190 f.Kr. og stóð valdatími hans yfir frá um 1279 til 1213. Talið er að hann hafi verið 96 ára þegar hann lést og á löngum valdatíma lét hann...

category-iconSálfræði

Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?

Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...

category-iconHeimspeki

Hvað er daoismi?

Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?

Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Jacob Bernoulli og framlag hans til stærðfræðinnar?

Jacob Bernoulli (1655-1705) var svissneskur stærðfræðingur sem þróaði örsmæðareikning Leibniz, hnikareikning, algebru, aflfræði, raðir og líkindafræði. Hann sannaði meðal annars fyrstu meginsetningu líkindafræðinnar, lögmál mikils fjölda. Og þótt hann sé yfirleitt ekki kallaður heimspekingur þá setti hann fram nýs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?

Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

Fleiri niðurstöður