Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1218 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?

Já, þetta op sem franski rithöfundurinn Jules Verne (1828-1905) segir frá hefur að sjálfsögðu fundist en yfirvöld og vísindamenn hafa kosið að halda því leyndu af ýmsum ástæðum. Þannig vilja vísindamenn fá sem best næði til að rannsaka opið og njóta góðs af því með ýmsum hætti. Yfirvöld vilja koma í veg fyrir óski...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?

Áður en við ræðum hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum þarf að lýsa honum með nokkrum orðum. Vatnajökull er rúmlega 8000 km2 að flatarmáli og tæplega 500 m þykkur að meðaltali, en mest er hann 950 m þykkur. Hann hvílir á hásléttu sem er að mestu í 600-800 m hæð, en botn fer niður fyrir sjávarmál og hæ...

category-iconHeimspeki

Hverjir eru kostir og gallar klónunar?

Áður en lengra er haldið þarf að gera greinarmun á tvenns konar tilgangi með einræktun, læknisfræðilegum tilgangi og æxlunartilgangi, og skoða síðan kosti og galla hvors um sig. Einræktun í æxlunartilgangi gæti gefið fleirum kost á að eignast börn sem væru líffræðilega tengd þeim sjálfum. Enga sæðisfrumu þarf í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver munur á hvort kjarnorkusprengja springur á jörðu niðri eða í geimnum?

Helsti munurinn á kjarnorkusprengingu í geimnum og á jörðunni er skortur á andrúmslofti (nema þá ef um er að ræða kjarnorkusprengingu við yfirborð einhverrar reikistjörnu með lofthjúpi, til dæmis Venusar). Við kjarnorkusprengingu losnar mikil orka sem kemur fram sem ljóseindir (gamma-geislar), nifteindir og kja...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna fara kristnir menn aðeins eftir sumum ákvæðum Gamla testamentisins?

Það er forn kristin regla að lesa Biblíuna fyrst og fremst í ljósi Jesú Krists. Einn forn höfundur orðaði regluna á þessa leið: „Nýja testamentið liggur hulið í Gamla testamentinu. Gamla testamentið opnast í Nýja testamentinu.“ Það er ljóst af lestri Nýja testamentisins að Jesús kom með nýja túlkun á boðum og fyri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?

Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmin...

category-iconVísindavefur

Ef gullið sem vitringarnir þrír gáfu Jesú Kristi hefði verið sett í banka, hversu mikils virði væri það í dag?

Ýmis vandkvæði eru á að svara þessari spurningu. Einn vandinn liggur í því að ekki er ljóst hve mikið gull vitringarnir þrír færðu Jesú. Annar vandi liggur í því að ekki er augljóst hvaða vexti ætti að miða við til að reikna út hvernig gullið hefði ávaxtast í 2000 ár. Engu að síður er vandalaust að leika sér m...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Kuipersbeltið og Oort-skýið?

Árið 1950 spáði hollenski stjörnufræðingurinn Jan Oort fyrir um tilvist loftsteinabeltis hinu megin við Plútó, u.þ.b. 50.000 sinnum lengra frá sólu en jörðin er. Ári síðar setti stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper fram þá tilgátu að íshnettir frá myndun sólkerfisins væru hinu megin við Neptúnus. Hann taldi líklegt a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er POSIX?

POSIX (Portable Operating System Interface for UNIX) er staðall sem skilgreinir viðmót stýrikerfis gagnvart notendaforritum. Þessi staðall er um 15 ára gamall og var upphaflega ætlaður til þess að samræma viðmót þeirra mörgu stýrikerfa sem svipuðu til UNIX stýrikerfisins og voru í notkun á þeim tíma. Þetta voru st...

category-iconFöstudagssvar

Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?

Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ...

category-iconEfnafræði

Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum?

Þegar lífrænt efni, til dæmis grænmeti eða ávextir, rotnar við súrefnissnauðar aðstæður myndast metan (CH4). Metan má nota sem ökutækjaeldsneyti og til raforkuframleiðslu. Því er ljóst að svarið við spurningunni er já. Með hjálp vissra gerla má vinna metan úr grænmeti og ávöxtum sem síðan er hægt að nota til að fr...

category-iconSálfræði

Hvað eru bráðger börn?

Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...

category-iconLögfræði

Hvað er forsetabréf?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Er hægt að fá eða kaupa bréf í t.d iðngreinum og ef svo er hverjir veita upplýsingar? Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast ha...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?

Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...

Fleiri niðurstöður