Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er POSIX?

Hjálmtýr Hafsteinsson

POSIX (Portable Operating System Interface for UNIX) er staðall sem skilgreinir viðmót stýrikerfis gagnvart notendaforritum. Þessi staðall er um 15 ára gamall og var upphaflega ætlaður til þess að samræma viðmót þeirra mörgu stýrikerfa sem svipuðu til UNIX stýrikerfisins og voru í notkun á þeim tíma. Þetta voru stýrikerfi eins og HP-UX (frá Hewlett Packard), AIX (frá IBM), Solaris (frá SUN), IRIX (frá Silicon Graphics), BSD (frá Berkeley-háskóla) og upphaflega AT&T UNIX-ið. Þegar ljóst var að þessi stýrikerfi væru farin að vaxa hvert í sína áttina var ákveðið að reyna að staðla tiltekna hluti til þess að forrit sem skrifað væri fyrir eitt af þessum stýrikerfum mundi líka ganga á hinum.

Venjulegt notendaforrit þarf oft að hafa samskipti við stýrifkerfið sem það mun keyra á. Til dæmis sér stýrikerfið um allt inntak og úttak forritsins, bæði það sem kemur af lyklaborði og á skjá, en einnig alla skráarvinnslu. Ef forritið þarf til að mynda meira minnispláss fyrir gögn, þarf það að biðja stýrikerfið um að úthluta því.



Skjáskot úr HP-UX stýrikerfinu (smellið á myndina til að sjá hana stóra)

Flest netsamskipti fara í gegnum stýrikerfið, einnig prentun og allt sem tengist skilgreiningum notenda og heimildum þeirra. Það er því mjög mikilvægt að þessi stýrikerfissamskipti séu eins, því annars þarf forritarinn að umrita forritin sín fyrir hvert það stýrikerfi sem þau keyra á.

Í dag eru öll Unix-lík stýrikerfi (AIX, HP-UX, Solaris, Linux, FreeBSD og fleiri) samkvæmt POSIX staðlinum, einnig nýjasta Makka stýrikerfið (Mac OS X), en fæst Windows stýrikerfin.

Samtökin IEEE viðhalda nú POSIX staðlinum og votta hvort stýrikerfi uppfylli POSIX staðalinn. Vegna kostnaðar við vottunina hafa ekki öll stýrikerfi, sem þó fylgja POSIX staðlinum, fengið vottun. Einnig hafa stýrikerfi sem flestir líta ekki á sem POSIX stýrikerfi náð að fá POSIX vottun, svo sem Windows NT 4.0.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.5.2004

Spyrjandi

Herbert Snorrason, f. 1985

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er POSIX?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4263.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2004, 24. maí). Hvað er POSIX? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4263

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er POSIX?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4263>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er POSIX?
POSIX (Portable Operating System Interface for UNIX) er staðall sem skilgreinir viðmót stýrikerfis gagnvart notendaforritum. Þessi staðall er um 15 ára gamall og var upphaflega ætlaður til þess að samræma viðmót þeirra mörgu stýrikerfa sem svipuðu til UNIX stýrikerfisins og voru í notkun á þeim tíma. Þetta voru stýrikerfi eins og HP-UX (frá Hewlett Packard), AIX (frá IBM), Solaris (frá SUN), IRIX (frá Silicon Graphics), BSD (frá Berkeley-háskóla) og upphaflega AT&T UNIX-ið. Þegar ljóst var að þessi stýrikerfi væru farin að vaxa hvert í sína áttina var ákveðið að reyna að staðla tiltekna hluti til þess að forrit sem skrifað væri fyrir eitt af þessum stýrikerfum mundi líka ganga á hinum.

Venjulegt notendaforrit þarf oft að hafa samskipti við stýrifkerfið sem það mun keyra á. Til dæmis sér stýrikerfið um allt inntak og úttak forritsins, bæði það sem kemur af lyklaborði og á skjá, en einnig alla skráarvinnslu. Ef forritið þarf til að mynda meira minnispláss fyrir gögn, þarf það að biðja stýrikerfið um að úthluta því.



Skjáskot úr HP-UX stýrikerfinu (smellið á myndina til að sjá hana stóra)

Flest netsamskipti fara í gegnum stýrikerfið, einnig prentun og allt sem tengist skilgreiningum notenda og heimildum þeirra. Það er því mjög mikilvægt að þessi stýrikerfissamskipti séu eins, því annars þarf forritarinn að umrita forritin sín fyrir hvert það stýrikerfi sem þau keyra á.

Í dag eru öll Unix-lík stýrikerfi (AIX, HP-UX, Solaris, Linux, FreeBSD og fleiri) samkvæmt POSIX staðlinum, einnig nýjasta Makka stýrikerfið (Mac OS X), en fæst Windows stýrikerfin.

Samtökin IEEE viðhalda nú POSIX staðlinum og votta hvort stýrikerfi uppfylli POSIX staðalinn. Vegna kostnaðar við vottunina hafa ekki öll stýrikerfi, sem þó fylgja POSIX staðlinum, fengið vottun. Einnig hafa stýrikerfi sem flestir líta ekki á sem POSIX stýrikerfi náð að fá POSIX vottun, svo sem Windows NT 4.0.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: