Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?

Hjálmtýr Hafsteinsson

Skel er sá hluti stýrikerfis sem tekur við skipunum frá notanda og framkvæmir þær eða sendir til annarra hluta stýrikerfisins til framkvæmdar.

Í árdaga UNIX-stýrikerfisins voru skipanir slegnar inn í skipanalínu (e. command line interface, cli) og það var eina leið notandans til að eiga samskipti við stýrikerfið. Forritin sem tóku við þessum innslegnu skipunum, villuleituðu þær og sendu áfram til keyrslu, voru kölluð skeljar. Ástæðan fyrir nafninu er væntanlega sú að forritið myndar einskonar skel utan um stýrikerfið og verndar það frá notandanum (þetta er þó bara ágiskun!).

Skeljar bjóða jafnvel upp á að keyra margar skipanir í röð. Slíkar skipanaskrár kallast skeljaforrit (e. shellscript). Í þeim er hægt að hafa skilyrði, ítranir og ýmsa fleiri eiginleika venjulegra forritunarmála. Þær skipanir sem venjulega eru kallaðar "Unix-skipanir", til dæmis: ls, rm og cd, eru í raun skipanir til skeljarinnar og það er hún sem ræður því hvernig þær eru túlkaðar.

Með tilkomu myndrænna notendaskila (e. graphic user interface, gui) gefur notandinn stýrikerfinu oftast skipanir með músinni, til dæmis eyðir notandinn skrá með því að draga hana yfir í ruslakörfuna (í stað þess á slá inn skipunina rm skraarnafn; þar sem rm stendur fyrir enska orðið 'remove'). Forritin sem bjóða upp á að taka við skipunum í skipanalínu eru þó ennþá mikið notuð, sérstaklega vegna þess eiginleika þeirra að geta forritað runur skipana. Í Unix (og Linux) eru til nokkrar gerðir skelja: C shell (csh), Bourne shell (sh), Korn shell (ksh) og Bash.

Skeljarreikningur (e. shell account) er aðgangur að tölvu í gegnum Unix eða Linux-skel. Þá hefur notandinn aðeins skipanalínuaðgang að tölvunni, en getur ekki keyrt upp grafísk forrit. Notendur verða að nota Telnet eða FTP-forrit til að fá aðgang að skeljarreikningnum og algengast er að fríir skeljarreikningar séu notaðir til að læra á Unix (Linux) skipanir og skeljaforritun.

Oftast bjóða þjónustuaðilar upp á meiri aðgang, til dæmis vefhýsingu, tölvupóst og fleira, en skeljarreikningurinn sjálfur veitir aðeins aðgang að skipanalínuskel tölvunnar.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.9.2003

Spyrjandi

Guðlaugur L. Finnbogason

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?“ Vísindavefurinn, 23. september 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3753.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2003, 23. september). Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3753

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3753>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?
Skel er sá hluti stýrikerfis sem tekur við skipunum frá notanda og framkvæmir þær eða sendir til annarra hluta stýrikerfisins til framkvæmdar.

Í árdaga UNIX-stýrikerfisins voru skipanir slegnar inn í skipanalínu (e. command line interface, cli) og það var eina leið notandans til að eiga samskipti við stýrikerfið. Forritin sem tóku við þessum innslegnu skipunum, villuleituðu þær og sendu áfram til keyrslu, voru kölluð skeljar. Ástæðan fyrir nafninu er væntanlega sú að forritið myndar einskonar skel utan um stýrikerfið og verndar það frá notandanum (þetta er þó bara ágiskun!).

Skeljar bjóða jafnvel upp á að keyra margar skipanir í röð. Slíkar skipanaskrár kallast skeljaforrit (e. shellscript). Í þeim er hægt að hafa skilyrði, ítranir og ýmsa fleiri eiginleika venjulegra forritunarmála. Þær skipanir sem venjulega eru kallaðar "Unix-skipanir", til dæmis: ls, rm og cd, eru í raun skipanir til skeljarinnar og það er hún sem ræður því hvernig þær eru túlkaðar.

Með tilkomu myndrænna notendaskila (e. graphic user interface, gui) gefur notandinn stýrikerfinu oftast skipanir með músinni, til dæmis eyðir notandinn skrá með því að draga hana yfir í ruslakörfuna (í stað þess á slá inn skipunina rm skraarnafn; þar sem rm stendur fyrir enska orðið 'remove'). Forritin sem bjóða upp á að taka við skipunum í skipanalínu eru þó ennþá mikið notuð, sérstaklega vegna þess eiginleika þeirra að geta forritað runur skipana. Í Unix (og Linux) eru til nokkrar gerðir skelja: C shell (csh), Bourne shell (sh), Korn shell (ksh) og Bash.

Skeljarreikningur (e. shell account) er aðgangur að tölvu í gegnum Unix eða Linux-skel. Þá hefur notandinn aðeins skipanalínuaðgang að tölvunni, en getur ekki keyrt upp grafísk forrit. Notendur verða að nota Telnet eða FTP-forrit til að fá aðgang að skeljarreikningnum og algengast er að fríir skeljarreikningar séu notaðir til að læra á Unix (Linux) skipanir og skeljaforritun.

Oftast bjóða þjónustuaðilar upp á meiri aðgang, til dæmis vefhýsingu, tölvupóst og fleira, en skeljarreikningurinn sjálfur veitir aðeins aðgang að skipanalínuskel tölvunnar.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:...