Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4554 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið lúffa komið, fyrir sérstaka vettlinga?

Orðið lúffa er tökuorð úr dönsku luffe ‘þykkur belgvettlingur með þumli, oft úr skinni’. Orðið er einnig til í norsku í sömu merkingu. Luffe er talið tökuorð úr lágþýsku *love eða *lūve ‘lófi’ og er því skylt íslenska orðinu lófi. Það virðist fyrst hafa verið notað í jósku en síðan var það tekið upp í dön...

category-iconHugvísindi

Hvenær er góa og hvað þýðir orðið eiginlega?

Góan er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Hún tekur við af þorranum. Hún hefst á sunnudegi á bilinu 18.- 24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við. Orðmyndin góa virðist ekki notuð fyrr en í lok 17. aldar. Áður var notuð kvenkynsmyndin gói (beygist eins og elli) allt...

category-iconHugvísindi

Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?

Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör. Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hlut...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?

Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...

category-iconHugvísindi

Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl?

Flestir þekkja rjúpuna, fuglinn sem skiptir litum eftir árstíðum og Jónas Hallgrímsson kvað svo eftirminnilega um í ljóðinu Óhræsið. En færri vita sjálfsagt að rjúpa er einnig hnykill undinn á sérstakan hátt. Það er ýmist kallað að vinda rjúpu eða vinda í rjúpu. Í elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið gósentíð, þá sérstaklega fyrri parturinn?

Í fyrstu Mósebók Gamla testamentisins (45.10) lét Jósef senda föður sínum þau skilaboð að hann skyldi flytja með fjölskyldu sína alla og búfénað, en mikil hungursneyð ríkti, til þess lands sem héti Gósenland. Gósenland var búsældarland í Egyptalandi og þar bjuggu Gyðingar um tíma. Þegar á 19. öld var farið að nota...

category-iconFélagsvísindi almennt

Gæti Grænland orðið fjölmennara en Ísland í framtíðinni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Á Grænland raunhæfan möguleika á að verða fjölmennara en Ísland í framtíðinni? Í stuttu máli sagt er afar ólíklegt að Grænland verði fjölmennara en Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð nema eitthvað stórkostlegt gerist sem veldur mjög mikilli fólksfækkun á Íslandi eða mjög...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið afleggjari og hvað merkir það?

Orðið afleggjari er notað um græðling sem skorinn eða klipptur er af plöntu, settur í vatn eða beint í mold og látinn skjóta rótum. Orðið er líka haft um veg eða vegarspotta út frá aðalbraut. Það er fengið að láni úr dönsku, aflægger, á fyrri hluta 20. aldar. Reynt var að amast við orðinu, til dæmis eftirfarandi ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið kerling alltaf notað í neikvæðri merkingu?

Orðið kerling hefur fleiri en eina merkingu svo sem: 'gömul kona; kjarklítill karlmaður; eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar- og kæruleysistón); almúgakona, fátæk kona; bein í steinbítskjafti; planki í bátsbotni með holu fyrir sigluna; húnn á efri hæl á orfi; nef á hefli; varða’ samkvæmt Íslenskri orðabó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla (stæða af borðum t.d. 1"x 6")? Heyrði þetta fyrst í byggingavinnu um 1962. Hvergi hef ég fundið orðið tíri eða týri í þeirri merkingu sem um var spurt. Ég hef spurt nokkra sem unnu í byggingarvinnu á sjöunda áratug síðustu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið negri? Hvaðan kemur það í íslensku og hversu gamalt er það í málinu? Fyrst verður litið á síðari hluta spurningarinnar, það er um uppruna og aldur orðsins negri í íslensku. Síðan verður fjallað um merkingu orðsins og varað við notkun þess. Uppruni Orðið ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?

Orðið „satellite“ var fyrst notað í stjarnvísindum á fyrri hluta 17. aldar þegar þýski stjörnu- og stærðfræðingurinn Jóhannes Kepler (1571-1630) vísaði til nýuppgötvaðra fylgitungla reikistjörnunnar Júpíters með fleirtölumynd latneska orðsins satelles. Það gerði hann í riti sem kom út á latínu árið 1611. Stuttur t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur? Hverjar eru rætur orðsins „kilja“? Kilja er stytting af orðinu pappírskilja sem fór að tíðkast í málinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Elstu dæmi um pappírskilju á Tímarit.is eru úr ýmsum ritum frá 1968 og virðist orðið því vel þekkt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli? Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ókei að nota orðið ókei í íslensku?

Örugglega hefur ekkert íslenskt orð verið hrakyrt jafnmikið og ókei. Það hefur verið kallað „orðskrípi“, „átakanlegt dæmi um orðfátækt“, „óyrði“, „„graftrarkýli“ á fögrum líkama máls okkar“, o.s.frv. Orðið er yfirleitt rakið til ol korrekt, framburðarstafsetningar á all correct, í bandarísku slangri kringum 1840, ...

Fleiri niðurstöður