Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í fyrstu Mósebók Gamla testamentisins (45.10) lét Jósef senda föður sínum þau skilaboð að hann skyldi flytja með fjölskyldu sína alla og búfénað, en mikil hungursneyð ríkti, til þess lands sem héti Gósenland. Gósenland var búsældarland í Egyptalandi og þar bjuggu Gyðingar um tíma. Þegar á 19. öld var farið að nota orðið gósenland um land þar sem menn búa við allsnægtir. Talsvert yngra, eða frá síðari hluta síðustu aldar, er orðið gósentíð. Fyrri hlutinn er fenginn frá gósenlandi og orðið er notað um mjög gott tíðarfar, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, það er bæði um veður og hagsæld.
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið gósentíð, þá sérstaklega fyrri parturinn?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59891.
Guðrún Kvaran. (2011, 5. ágúst). Hvaðan kemur orðið gósentíð, þá sérstaklega fyrri parturinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59891
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið gósentíð, þá sérstaklega fyrri parturinn?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59891>.