Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Orðið „satellite“ var fyrst notað í stjarnvísindum á fyrri hluta 17. aldar þegar þýski stjörnu- og stærðfræðingurinn Jóhannes Kepler (1571-1630) vísaði til nýuppgötvaðra fylgitungla reikistjörnunnar Júpíters með fleirtölumynd latneska orðsins satelles. Það gerði hann í riti sem kom út á latínu árið 1611. Stuttur titill verksins er Narratio de observatis quatuor Jovis Satellitibus eða Frásögn af athugunum á fjórum hnöttum Júpíters.

Ítalski eðlisvísindamaðurinn Galíléo Galíleí (1564-1642) hafði fyrstur manna greint frá þessum fylgitunglum í ritinu Sidereus Nuncius sem kom út 13. mars 1610. Á titilsíðu verksins er sagt frá „fjórum plánetum sem snúast kringum plánetuna Júpíter“. Hnettina nefndi Galíleó „Medicea Sidera“ sem merkir bókstaflega Medici-stjörnurnar, en ítalska-Medici ættin var velgjörðarfólk Galíleós.

„Teikning“ Galíleós af Júpíter og fylgitunglum hans úr ritinu Sidereus Nuncius.

Nafngiftin Medici-stjörnurnar festist ekki við tunglin fjögur sem nú kallast saman Galíleótunglin. Kepler stakk seinna upp á nöfnunum fjórum sem tunglin bera í dag: Jó (Íó), Evrópa, Ganýmedes og Kallistó. Þessi heiti komu fyrst fram á prenti í ritinu Mundus Jovialis 1614 eftir þýska stjörnufræðinginn Simon Marius (1573-1625).

Orðið satellite kemur úr latínu þar sem satelles var notað um 'skósvein' eða 'aðstoðarmann háttsetts einstaklings'. Það hentar því ágætlega til þess að lýsa hnetti í geimnum sem er á braut um massameiri hnött, alveg eins og aðstoðarmaðurinn snýst í kringum yfirboðara sinn. Latneska orðið á sér langa sögu og virðist upphaflega koma úr tungumáli Etrúra þar sem orðið 'zatlath' var haft um mann sem hélt á exi, en með því er átt við eins konar verndara eða lífvörð háttsettra manna.

Mynd úr ritinu Kerfi heimsins eftir Newton sem sýnir hvernig kasthlutur fer á braut um jörðu ef upphafshraðinn er nógu mikill.

Það var síðan enski eðlisvísindamaðurinn Isaac Newton (1643-1727) sem fyrstur manna áttaði sig á því að svonefndir kasthlutir yrðu að gervitunglum ef þeim væri gefinn nægur upphafshraði. Í bókinni Kerfi heimsins (e. A Treatise of the System of the World) sem Newton skrifaði um 1684 til 1685 en kom ekki út fyrr en eftir lát hans árið 1728, birtist myndin hér fyrir ofan. Á henni sést að ef fallbyssukúlu væri skotið ofan af fjallstoppi færi hún á braut um jörðu ef upphafshraðinn væri nógu mikill. Þótt Newton hafi ekki notað orðið „satellite“ um þennan kasthlut setti hann í fyrsta sinn í sögunni fram hugmyndina um manngerðan hlut sem færi á braut um massameiri hlut.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Einari H. Guðmyndssyni, prófessor emeritus í stjarneðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.3.2020

Síðast uppfært

5.3.2020

Spyrjandi

Ívar Patrick, Birgir Freyr, ritstjórn

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78771.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 2. mars). Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78771

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78771>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?
Orðið „satellite“ var fyrst notað í stjarnvísindum á fyrri hluta 17. aldar þegar þýski stjörnu- og stærðfræðingurinn Jóhannes Kepler (1571-1630) vísaði til nýuppgötvaðra fylgitungla reikistjörnunnar Júpíters með fleirtölumynd latneska orðsins satelles. Það gerði hann í riti sem kom út á latínu árið 1611. Stuttur titill verksins er Narratio de observatis quatuor Jovis Satellitibus eða Frásögn af athugunum á fjórum hnöttum Júpíters.

Ítalski eðlisvísindamaðurinn Galíléo Galíleí (1564-1642) hafði fyrstur manna greint frá þessum fylgitunglum í ritinu Sidereus Nuncius sem kom út 13. mars 1610. Á titilsíðu verksins er sagt frá „fjórum plánetum sem snúast kringum plánetuna Júpíter“. Hnettina nefndi Galíleó „Medicea Sidera“ sem merkir bókstaflega Medici-stjörnurnar, en ítalska-Medici ættin var velgjörðarfólk Galíleós.

„Teikning“ Galíleós af Júpíter og fylgitunglum hans úr ritinu Sidereus Nuncius.

Nafngiftin Medici-stjörnurnar festist ekki við tunglin fjögur sem nú kallast saman Galíleótunglin. Kepler stakk seinna upp á nöfnunum fjórum sem tunglin bera í dag: Jó (Íó), Evrópa, Ganýmedes og Kallistó. Þessi heiti komu fyrst fram á prenti í ritinu Mundus Jovialis 1614 eftir þýska stjörnufræðinginn Simon Marius (1573-1625).

Orðið satellite kemur úr latínu þar sem satelles var notað um 'skósvein' eða 'aðstoðarmann háttsetts einstaklings'. Það hentar því ágætlega til þess að lýsa hnetti í geimnum sem er á braut um massameiri hnött, alveg eins og aðstoðarmaðurinn snýst í kringum yfirboðara sinn. Latneska orðið á sér langa sögu og virðist upphaflega koma úr tungumáli Etrúra þar sem orðið 'zatlath' var haft um mann sem hélt á exi, en með því er átt við eins konar verndara eða lífvörð háttsettra manna.

Mynd úr ritinu Kerfi heimsins eftir Newton sem sýnir hvernig kasthlutur fer á braut um jörðu ef upphafshraðinn er nógu mikill.

Það var síðan enski eðlisvísindamaðurinn Isaac Newton (1643-1727) sem fyrstur manna áttaði sig á því að svonefndir kasthlutir yrðu að gervitunglum ef þeim væri gefinn nægur upphafshraði. Í bókinni Kerfi heimsins (e. A Treatise of the System of the World) sem Newton skrifaði um 1684 til 1685 en kom ekki út fyrr en eftir lát hans árið 1728, birtist myndin hér fyrir ofan. Á henni sést að ef fallbyssukúlu væri skotið ofan af fjallstoppi færi hún á braut um jörðu ef upphafshraðinn væri nógu mikill. Þótt Newton hafi ekki notað orðið „satellite“ um þennan kasthlut setti hann í fyrsta sinn í sögunni fram hugmyndina um manngerðan hlut sem færi á braut um massameiri hlut.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Einari H. Guðmyndssyni, prófessor emeritus í stjarneðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur....