Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 909 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem nokkrar tegundir eru áþekkar að stærð. Þrjár tegundir koma helst til greina:risadoðra (Ardeotis kori) trölldoðra (Otis tarda)hnúðsvanur (Cygnus olor) Mælingar á meðalþyngd þessara fugla gefa til kynna að risadoðran sé þeirra stærst. Karlfuglinn sem er um þrisvar sinnum þ...

category-iconBókmenntir og listir

Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?

Þú getur að sjálfsögðu skrifað texta í annarri persónu. Þá þarft þú að fylgjast vel með því að annarrar persónu fornafnið sé notað í textanum. Gott er að þú lesir textann vel yfir eftir að þú hefur skrifað hann. Þá getur þú farið yfir textann og tryggt að önnur persónufornöfn séu ekki ráðandi í honum. Þegar þú hef...

category-iconLögfræði

Er það lögbrot að ganga yfir á götu á rauðu ljósi?

Í 12. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir meðal annars: Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil. Það er því bannað með lögum að ganga...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á kanínu og héra?

Hérum og kanínum er oft ruglað saman en þessir tveir hópar nagdýra eru flokkaði í mismunandi ættkvíslir innan ættarinnar Leporidae. Erfðafræðilegur munur á hérum og kanínum er það mikill að þessir hópar geta ekki æxlast. Meðal þess sem greinir héra frá kanínum er að hérar hafa hlutfallslega lengri lappir. Aftu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.

Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...

category-iconEfnafræði

Af hverju er formúla vatns H2O en ekki OH2?

Reglan sem vanalega gildir um röðun tákna í efnaformúlum er sú að frumefnið sem er rafjákvæðara (e. more electropositive), það er að segja með minni rafdrægni, kemur fyrst. Þannig skrifum við HCl fyrir vetnisklóríð en ekki ClH, NaCl fyrir matarsalt en ekki ClNa og NO2 fyrir köfnunarefnistvíoxíð en ekki O2N. Samkvæ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað þarf maður að gera ef maður vill flotta magavöðva?

Sá sem vill fá stælta og vel mótaða kviðvöðva þarf annars vegar að byggja upp vöðvana og hins vegar að losa sig við sem mesta fitu af maganum, ef hún er til staðar, því annars sjást vöðvarnir ekki. Til eru ýmsar mismunandi gerðir af kviðæfingum en margar þeirra er gott að framkvæma á æfingadýnu á gólfinu. Í tæ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar? Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?

Húspostillan er bókmenntategund sem telja má eitt einkenni á kristindómi mótmælenda. Eins og fleiri uppbyggileg rit var hún ætluð til upplestrar á heimilum. Húslestrar tíðkuðust hér á landi fram á 20. öld og eru til margar lýsingar á því hvernig þeir fóru fram. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta mýs og rottur lifað á sama svæði í sátt og samlyndi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Deila rottur og mýs umráðasvæði? Lifa þær til dæmis saman í holræsum? Mýs og rottur lifa í nokkuð líku umhverfi í náttúrunni. Þessi dýr finnast því stundum á sama svæði en slíkt kemur þó sjaldan fyrir. Til þess að tryggja sér lífsviðurværi og skjól helga bæði mýs og ro...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er orsakalögmálið algilt? Hvernig verkar til dæmis óvissulögmál Heisenbergs?

Vísindamenn ganga yfirleitt út frá því að orsakalögmálið sé algilt. Við trúum því að sömu orsakir leiði alltaf til sömu afleiðingar og við ályktum oft um orsakir út frá afleiðingum sem við sjáum. Við tökum líka með varúð öllu sem fyrir ber ef það á sér ekki orsakir sem við þekkjum eða skiljum. Óvissulögmál Heisenb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rykmaurar hættulegir?

Rykmaurar eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyldir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm. Þessum maurum var lýst í náttúrunni á síðustu öld og þá voru þeir flokkaðir og fengu nafn. Nú er oftast talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinus, sem er einkum útbreiddur í Evrópu, og De...

category-iconNæringarfræði

Hvað er best að borða fyrir keppnishlaup?

Þeir sem hafa reynslu af hlaupum og undirbúningi fyrir keppnishlaup vita oftast hvað hentar best rétt fyrir hlaupið. Þeir hafa lært af öðrum og af eigin reynslu í gegnum tíðina. Öðru máli gegnir um þá sem teljast til byrjenda. Nauðsynlegt er að vakna tímanlega fyrir keppni og í raun fyrir alla áreynslu. Mismuna...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Virkar sólarorka í öllum veðrum?

Spyrjandi á líklega við það hvort vinnsla sólarorku með sólarrafhlöðum (e. solar cells) sé óháð veðri. Einfalda svarið er að svo er ekki. Þegar dumbungur er, dimmviðri eða hreinlega rigning, þá berst minna sólarljós niður til jarðar og orkan sem sólarrafhlaðan tekur við og sendir frá sér minnkar að sama skapi. Hit...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?

Jöklar og eldfjöll eru meðal helstu einkenna í jarðfræði Íslands. Mörg virkustu eldfjöll landsins eru þakin jökli. Fyrir vikið er eldvirkni í jöklum algeng hér á landi og yfir helmingur þekktra eldgosa á sögulegum tíma byrja sem gos undir jökli. Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta...

Fleiri niðurstöður