Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins
Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Happdrætti Háskólans og Háskóli Íslands eru aðalstyrktaraðilar Vísindavefsins og stuðningur þeirra tryggir grunnrekstur vefsins. Vísindavefur Háskóla Íslands varð 20 ára á þessu ári og h...
Hve mikið segja tölur um útflutningsverðmæti um þann ábata sem verður af starfsemi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hve mikið segja tölur um „útflutningsverðmæti“ um þann ábata sem verður af starfsemi - einar og sér? Útflutningsverðmæti er ágætlega gagnsætt orð og lýsir vel því sem það fjallar um, það er verðmæti útfluttrar vöru eða þjónustu, mælt í krónum eða öðrum gjaldmiðli. Þótt...
Hvað eru kristileg gildi og hver er munurinn á þeim og gildum annarra trúarbragða?
Þegar ræða á hver sé munurinn á kristilegum gildum og gildum annarra trúarbragða vakna ýmsar aðrar spurningar. Hvað eru kristileg gildi? Eru til einhver sérstök kristileg gildi? Eru þau frábrugðin gildum annarra trúarbragða? Í viðleitni okkar til að svara þessum spurningum er gott að hafa hugfast að siðakenning...
Hvernig barst þekking um stærðfræði á milli menningarþjóða á miðöldum og hver var þáttur Araba í því?
Saga menningar og lista er oft talin skiptast í skeið. Á blómaskeiðum verða framfarir og nýir angar spretta upp. Síðan verður stöðnun. Ekki verður komist lengra við þær aðstæður sem viðfangsefnunum eru skapaðar. Hnignun getur orðið ef ráðist er að grunnstoðum samfélagsins, Blómaskeið grískrar menningar á sviði ...
Hver var Anne Holtsmark og hvert var framlag hennar til fræðanna?
Anne Holtsmark (19. maí 1896 - 21. júní 1974) var norrænufræðingur, dósent og síðar prófessor við Óslóarháskóla. Hún varð cand. philol. í norsku með frönsku og sögu sem aukafög 1924. Dósent í norrænni filologiu við Óslóarháskóla var hún frá 1931 og frá 1949 prófessor í sömu grein. Í fjöldamörg ár stjórnaði hún und...
Hver var Sofia Kovalevskaja og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Sofia Kovalevskaja (1850–1891) fæddist í Moskvu. Hún var önnur í röð þriggja barna Vasilíj Korvin-Krukovskíj, hershöfðingja riddaraliðs af pólskum ættum, og Yelizaveta Federovna Shubert af þýskum ættum. Foreldrarnir voru báðir vel menntaðir og komnir af hefðarfólki. Sofia hlaut menntun sína hjá einkakennurum og ba...
Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?
Orðasambandið þvers og kruss merkir ‛í allar áttir; út um allt, fram og aftur’. Orðið þvers er notað á sama hátt og þvert og þversum. Kruss er dregið af sögninni krusa eða krussa sem í sjómannamáli er notuð um að sigla skáhallt gegn vindi (á vígsl á báða bóga) en er einnig notuð um að fara krákustíg, ste...
Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...
Af hverju verður fólk stressað?
Orsakir streitu geta verið margvíslegar. Hægt er að fá fram streituviðbrögð hjá tilraunadýrum með áreitum á borð við kulda, hávaða, hormón, raflost og sýkla. Einnig hafa mun flóknari streituvaldar verið rannsakaðir, til dæmis áhrif breytinga og áfalla á heilsufar, tengsl mataræðis og streitu, áhrif mengunar, búset...
Hvað hefur hagfræðin að segja um mútur?
Mútur (e. bribes) eru ein birtingarmynd spillingar (e. corruption). Samtök gegn spillingu, Transparency International, skilgreina spillingu sem „misnotkun stöðu og valds í eiginhagsmunaskyni“ (e. „abuse of entrusted power for private gains“, sjá https://www.transparency.org/what-is-corruption#define). Spilling get...
Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?
Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken). Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti ...
Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?
Upphaflegur grunnur ættfræðiforritsins Íslendingabókar eru fjórar skrár:manntalið 1703manntalið 1801manntalið 1910Þjóðskrá frá árinu 1967 til dagsins í dag.Í þessum heimildum eru meðal annars upplýsingar um búsetu og aldur nafngreindra einstaklinga og einnig er hægt að sjá innbyrðis tengsl þeirra sem búa á sama st...
Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði?
Hér er líklegast átt við örlaganornirnar þrjár, sem Grikkir nefndu moirai en gríska orðið moira þýðir hlutskipti. Á myndinni hér til hliðar sjást þær á refli frá 16. öld. Örlaganornirnar vissu og réðu hlutskiptum manna allt frá fæðingu. Þær hétu Klóþó, Lakkesis og Atropos. Klóþó er „sú sem spinnur“ en hún var tali...
Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?
Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...
Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar?
Sjónskynjun er flókið fyrirbrigði sem er erfitt að meta og mæla. Vísindamenn innan lífeðlisfræði og sálarfræði hafa unnið mikið starf á þessu sviði en ljóst er að enn er margt óljóst um hvernig mynd er unnin úr umhverfi okkar, það er að segja því sem við sjáum. Mynd af því sem við horfum á er varpað á sjónhimnu...