Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Anne Holtsmark og hvert var framlag hennar til fræðanna?

Vésteinn Ólason

Anne Holtsmark (19. maí 1896 - 21. júní 1974) var norrænufræðingur, dósent og síðar prófessor við Óslóarháskóla. Hún varð cand. philol. í norsku með frönsku og sögu sem aukafög 1924. Dósent í norrænni filologiu við Óslóarháskóla var hún frá 1931 og frá 1949 prófessor í sömu grein. Í fjöldamörg ár stjórnaði hún undirbúningi fornnorskrar orðabókar. Anne Holtsmark lét af störfum vegna heilsubrests árið 1960 og hafði þá um skeið þjáðst af MS-sjúkdómnum og verið bundin hjólastól. Hún stundaði þó fræðistörf til æviloka.

Anne Holtsmark (1896-1974).

Anne Holtsmark var afkastamikill fræðimaður á sviði norrænna og íslenskra fræða. Í kandídatsritgerð sinni og fjölmörgum tímaritsritgerðum sem síðar birtust fjallaði hún um dróttkvæði, og ýmsar af frumlegustu ritgerðum hennar fjalla um dróttkvæði með goðsögulegu efni. Má nefna sem dæmi „Myten om Idun og Tjatse i Tjodolvs Haustlong“ sem birtist árið 1949. Hún gaf út Háttalykil Rögnvalds jarls kala og Halls Þórarinssonar með skýringum í samvinnu við Jón Helgason árið 1941 (Bibliotheca Arnamagnæana I), og saman gáfu þau einnig út kennslubókarútgáfu af Snorra-Eddu 1965. Einnig birti Anne Holtsmark norska þýðingu mikils hluta Snorra-Eddu árið 1950. Hún þýddi Heimskringlu í samvinnu við aðra, en auk þess þýddi hún Sverris sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og Orkneyinga sögu.

Doktorsrit Anne Holtsmark kom út 1936 og heitir En islandsk scholasticus fra det 12. Århundre. Þar er fjallað um Fyrstu málfræðiritgerðina, hugmyndir hennar og áhrif og hún sett í samhengi við evrópskan lærdóm samtímans. Ritgerðin markaði spor í rannsóknarsögu þessa einstæða verks. Svipaðri rannsóknaraðferð, nákvæmri textagreiningu og hugmyndasögulegri rannsókn beitir hún í Studier i Snorres mytologi 1964.

Eftir Anne Holtsmark birtust fjölmörg fleiri rit af sviði textafræði, goðafræði og hugmyndasögu. Meðal áhrifamikilla kennslurita hennar má nefna Norrøn mytologi. Tro og myter i vikingtiden, 1970. Rit hennar einkennast af víðtækri þekkingu, skarpskyggni og hugmyndaauðgi.

Anne Holtsmark hlaut margs konar viðurkenningu fyrir fræðastörf sín, og árið 1961 var hún kjörin heiðursdoktor við Háskóla Íslands.

Heimildir (auk þeirra fræðirita A.H. sem vitnað er til):
  • Eyvind Fjeld Halvorsen, „Anne Holtsmark“. Norsk biografisk leksikon, 2. útg. Ritstj. Knut Helle. Kunnskapsforlaget. Oslo, 2001.

Mynd:

Höfundur

prófessor emeritus

Útgáfudagur

1.10.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Vésteinn Ólason. „Hver var Anne Holtsmark og hvert var framlag hennar til fræðanna?“ Vísindavefurinn, 1. október 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62916.

Vésteinn Ólason. (2012, 1. október). Hver var Anne Holtsmark og hvert var framlag hennar til fræðanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62916

Vésteinn Ólason. „Hver var Anne Holtsmark og hvert var framlag hennar til fræðanna?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62916>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Anne Holtsmark og hvert var framlag hennar til fræðanna?
Anne Holtsmark (19. maí 1896 - 21. júní 1974) var norrænufræðingur, dósent og síðar prófessor við Óslóarháskóla. Hún varð cand. philol. í norsku með frönsku og sögu sem aukafög 1924. Dósent í norrænni filologiu við Óslóarháskóla var hún frá 1931 og frá 1949 prófessor í sömu grein. Í fjöldamörg ár stjórnaði hún undirbúningi fornnorskrar orðabókar. Anne Holtsmark lét af störfum vegna heilsubrests árið 1960 og hafði þá um skeið þjáðst af MS-sjúkdómnum og verið bundin hjólastól. Hún stundaði þó fræðistörf til æviloka.

Anne Holtsmark (1896-1974).

Anne Holtsmark var afkastamikill fræðimaður á sviði norrænna og íslenskra fræða. Í kandídatsritgerð sinni og fjölmörgum tímaritsritgerðum sem síðar birtust fjallaði hún um dróttkvæði, og ýmsar af frumlegustu ritgerðum hennar fjalla um dróttkvæði með goðsögulegu efni. Má nefna sem dæmi „Myten om Idun og Tjatse i Tjodolvs Haustlong“ sem birtist árið 1949. Hún gaf út Háttalykil Rögnvalds jarls kala og Halls Þórarinssonar með skýringum í samvinnu við Jón Helgason árið 1941 (Bibliotheca Arnamagnæana I), og saman gáfu þau einnig út kennslubókarútgáfu af Snorra-Eddu 1965. Einnig birti Anne Holtsmark norska þýðingu mikils hluta Snorra-Eddu árið 1950. Hún þýddi Heimskringlu í samvinnu við aðra, en auk þess þýddi hún Sverris sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og Orkneyinga sögu.

Doktorsrit Anne Holtsmark kom út 1936 og heitir En islandsk scholasticus fra det 12. Århundre. Þar er fjallað um Fyrstu málfræðiritgerðina, hugmyndir hennar og áhrif og hún sett í samhengi við evrópskan lærdóm samtímans. Ritgerðin markaði spor í rannsóknarsögu þessa einstæða verks. Svipaðri rannsóknaraðferð, nákvæmri textagreiningu og hugmyndasögulegri rannsókn beitir hún í Studier i Snorres mytologi 1964.

Eftir Anne Holtsmark birtust fjölmörg fleiri rit af sviði textafræði, goðafræði og hugmyndasögu. Meðal áhrifamikilla kennslurita hennar má nefna Norrøn mytologi. Tro og myter i vikingtiden, 1970. Rit hennar einkennast af víðtækri þekkingu, skarpskyggni og hugmyndaauðgi.

Anne Holtsmark hlaut margs konar viðurkenningu fyrir fræðastörf sín, og árið 1961 var hún kjörin heiðursdoktor við Háskóla Íslands.

Heimildir (auk þeirra fræðirita A.H. sem vitnað er til):
  • Eyvind Fjeld Halvorsen, „Anne Holtsmark“. Norsk biografisk leksikon, 2. útg. Ritstj. Knut Helle. Kunnskapsforlaget. Oslo, 2001.

Mynd:...