Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken).
Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti og fleiru. Samkvæmt þýskri orðabók frá Duden er upprunans að leita í máli kaupmanna í Berlín. Átt var við þann tíma sumars þegar gúrkurnar þroskuðust og voru lagðar í súr en á sama tíma stóðu frí sem hæst og viðskipti voru í lágmarki.
Sýrðar gúrkur.
Á þessum tíma komst einnig fátt fréttnæmt að og fjölmiðlar höfðu úr litlu að moða. Merkingin gúrkutíð hefur síðan víkkað og nær nú yfir þann tíma þegar frí standa almennt sem hæst, meðal annars í þinginu, og fréttamenn eiga oft erfitt með að finna fréttaefni.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=824.
Guðrún Kvaran. (2000, 17. ágúst). Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=824
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=824>.