Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 826 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?

Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...

category-iconHagfræði

Hvað er átt við með hugtakinu aflandskrónur og hvernig ber að skilja hugmyndina um uppboð á þeim?

Að undanförnu hefur orðið aflandskróna verið notað í almennri umræðu hér á landi. Orðhlutinn afland (e. offshore) vísar til þess að um sé að ræða starfsemi sem eigi sér ekki stað hér innanlands heldur erlendis (svo þarf þó ekki að vera). Þessu tengt er orðið aflandsgengi sem vísar til gengis á gjaldmiðli sem er t...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim?

Jökulhlaup eru flóð sem falla frá jöklum og stafa af því að lón við eða undir jöklinum tæmast. Þau geta líka átt sér stað af völdum eldgosa undir jökli. Lónin geta verið svokölluð jaðarlón sem jökull stíflar upp, til dæmis í hliðardal og eru Grænalón við Skeiðarárjökul og Vatnsdalslón við Heinabergsjökul dæmi um s...

category-iconJarðvísindi

Hve mikið hækkar sjávarstaða við suðausturströnd Íslands á næstu 20 árum við bráðnun jökla á jörðinni?

Jöklar rýrna nú um allan heim vegna hlýnandi veðurfars. Leysingavatn rennur því í auknum mæli til hafs og vatnsmagn þess eykst. Auk þess vex rúmmál hafsins vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar. Hvorttveggja veldur því að sjávarborð rís. Í næsta nágrenni jöklanna ræðst sjávarstaðan hins vegar af samanlö...

category-iconFélagsvísindi

Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?

Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Piparúði er úðavopn samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og lagt er bann við innflutningi og eignarhaldi hans í 4. mgr. 30. gr. laganna. Vopnalögin taka til allra þeirra tækja eða efna sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanl...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða fyrirtæki er fjölmennast á Íslandi? En í heiminum?

Það getur verið álitamál hvað ber að telja til fyrirtækja í þessu samhengi, til dæmis hefur Rauði herinn í Kína sennilega fleiri menn á launum en nokkur önnur stofnun í heimi. Það er þó vart hægt að líta á heri sem fyrirtæki og því virðist Indverska járnbrautafélagið hafa vinninginn en þar störfuðu rétt ríflega ei...

category-iconFélagsvísindi

Hver er NEP-stefnan?

NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928. Sovétríkin hö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?

Smellið á myndina til að heyra í jarðíkornanum. Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25 tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og rófan se...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru margar reikistjörnur til?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconFélagsvísindi

Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?

Bandaríkjaforseti hefur 400.000 dali í árslaun eða sem samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna, þegar þetta er skrifað í mars 2004. Auk þess fylgja starfinu nokkur fríðindi, svo sem Hvíta húsið sem embættisbústaður, sumarbústaður í Camp David, einkaþota af stærstu gerð og brynvarinn Cadillac. Hvíta húsið er ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er það siður að „gabba“ fólk fyrsta apríl?

Fyrsti apríl er haldinn „hátíðlegur“ víða um heim með tilheyrandi glettum og hrekkjum. Upprunann má að öllum líkindum rekja til miðalda en þá tíðkaðist í Evrópu að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Fyrsti apríl var áttundi og síðasti dagurinn í nýárshátíðinni, en samkvæmt fornri hefð Rómverja og Gyð...

category-iconHugvísindi

Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?

Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...

category-iconHeimspeki

Hvað gerir dygðina dýrmæta?

Dygðin er dýrmæt í sjálfri sér og verðlaunar sjálfa sig. En það sem ekki er minna vert er að dygðin er nauðsynlegt skilyrði lífshamingjunnar eða farsældar, ef marka má gríska heimspekinginn Aristóteles. Að vera farsæll maður er meðal annars fólgið í því að vera dygðugur. Platon, lærifaðir Aristótelesar, virðist...

Fleiri niðurstöður