Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 373 svör fundust
Af hverju kúkar fólk?
Fólk kúkar eða hefur hægðir vegna þess að líkaminn getur ekki nýtt öll efnin sem eru í fæðunni og verður því að losa sig við þau. Því má líta á þetta sem lokastig meltingar. Þegar fæðumauk hefur verið í ristlinum í þrjá til tíu klukkutíma er það orðið að föstu eða hálfföstu efni vegna upptöku vatns úr maukinu. ...
Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?
Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...
Hvaða þrautir leystu Vopnfirðingar á vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Í vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringarfræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur...
Hver er munurinn á skjali og skýrslu?
Í stuttu máli er skýrsla stundum ýtarlegri heimild heldur en skjal. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 er til að mynda um 2.000 síður og var gefin út í níu bindum. Fáum hefði dottið í hug að nefna slíkan doðrant skjal. Annar munur er sá að skýrslur geta veri...
Hvað er lesblinda? Er hægt að lækna hana?
Orðið lesblinda Lesblinda er íslensk þýðing á orðinu dyslexia sem er notað í flestum erlendum málum. Oftast er orðið notað til að lýsa því þegar börn eiga í erfiðleikum með að læra að lesa þótt orðið sé einnig haft um það þegar fólk glatar lestrarhæfni við afmarkaða heilaskaða. Íslenska orðið lesblinda virð...
Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...
Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?
Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...
Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?
Aftökur tíðkuðust á Íslandi á 17. öld fyrir nokkrar tegundir afbrota sem yfirvöld töldu að væru sérlega alvarleg. Var hugmyndin sú að með því að taka sakamenn af lífi myndu aðrir forðast glæpi og jafnframt yrði afstýrt reiði guðs yfir ósiðlegu framferði landsmanna. Ætla má að frá lokum 16. aldar fram á fyrstu ár 1...
Hvað er að segja um Oddaverja á Sturlungaöld?
Óljóst er hvenær Oddaverjar í Rangárþingi urðu höfðingjaætt. En í Landnámabók (Hauksbókargerð) er rakin ætt frá Hrafni Valgarðssyni heimska, landnámsmanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum: Hans börn voru þau Helgi bláfauskur og Freygerður og Jörundur goði, faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda...
Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?
Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver var Jón Þorgeirsson?Í bók okkar Jóns...
Getur persónuleiki fólks gerbreyst?
Ef svara á spurningunni hvort persónuleikinn geti tekið stakkaskiptum þarf fyrst að skilgreina hugtakið persónuleiki. Almennt er með persónuleika átt við stöðugleika eða ef til vill öllu fremur samkvæmni í hegðun manna í tíma og rúmi. Hvaða viðmiðum ættum við þá að beita um það hvenær persónuleiki einhvers hefur b...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?
Carambolatréð (Averrhoa carambola) er upprunnið í Austur-Indónesíu (Sri Lanka og Mólúkkaeyjum). Þetta er þétt, sumargrænt tré sem nær um það bil 6-9 metra hæð og gefur af sér ávöxt sem einnig er nefndur Carambola. Tréð vex á heitum og rökum slóðum þar sem rigning er nokkuð jöfn allt árið. Stálpuð tré þola vægt fr...
Getið þið sagt mér frá þróun úlfa?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hver var forfaðir timburúlfsins? Líklegast kom gráúlfurinn (Canis lupus) fram á sjónarsviðið í Asíu fyrir um milljón árum síðan. Hann er talinn hafa farið vestur yfir landbrúna sem lá yfir Beringssund og tengdi saman Asíu og Norður-Ameríku fyrir um 700 þúsund árum síðan. Það er...
Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?
Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...
Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...