- 1599 – Kona eignaðist börn með tveimur bræðrum og var henni drekkt að Bakkárholti í Ölfusi.
- 1605 – Þórður Egilsson var hálshöggvinn fyrir barneign með systur konu sinnar, Dýrfinnu Halldórsdóttur, en hana skyldi taka af lífi þegar barnið væri orðið ársgamalt.
- 1611 – Sigríði Halldórsdóttur var drekkt í læk nærri þingstað á Ballará á Skarðsströnd fyrir barneign með Jóni Oddssyni, manni systur hennar, og dulsmál.
- 1618 – Þórdísi Halldórsdóttur var drekkt á alþingi fyrir barneign með manni systur sinnar, Tómasi Böðvarssyni.
- 1618 – Þórarinn Jónsson og móðursystir hans Guðbjörg Jónsdóttir voru tekin af lífi fyrir barneign.
- 1624 – Hildibrandur nokkur úr Ísafjarðarsýslu var hálshögggvinn fyrir barneign með systur konu sinnar, Sesselju Jónsdóttur, en aftöku hennar var frestað vegna brjóstabarns. Ekki er vitað hvort henni var drekkt.
- 1627 – Herdísi Guðmundsdóttur úr Dalasýslu var drekkt fyrir dulsmál.
- 1634 – Aldís Þórðardóttir var dæmd í Kópavogi fyrir barneign með Jóni bróður sínum og tekin af lífi.
- 1635 – Ónafngreindri bústýru á Hömrum í Haukadal í Dalasýslu var drekkt fyrir dulsmál.
- 1636 – Systkinin Rustikus og Alleif voru tekin af lífi á Suðurnesjum fyrir barneign og dulsmál.
- 1638 – Tekin af lífi karl og systir konu hans á Seltjarnarnesi fyrir barneign.
- 1639 – Stjúpfeðgin tekin af lífi í Eyjafirði, hann höggvinn og henni drekkt.
- 1639 – Karl og kona tekin af lífi á alþingi fyrir barneign, en ekki eru tengslin nefnd.
- 1645 – Inga Kolbeinsdóttir úr Árnessýslu var dæmd til dauða fyrir dulsmál á alþingi 1644 og ári síðar var sýslumanni skipað að láta taka hana af lífi.
- 1645 – Kona var tekin af lífi á Bessastöðum fyrir barneign með stjúpa sínum, sem strauk.
- 1647 – Björgu Andrésdóttur úr Húnavatnssýslu var drekkt á alþingi fyrir barneign með Jóni Þorsteinssyni stjúpföður sínum og hann hálshöggvinn.
- 1650 – Sigríður Einarsdóttir af Snæfellsnesi var tekin af lífi á alþingi fyrir að eignast tvö börn með Jóni Jónssyni stjúpföður sínum. Hann var einnig líflátinn.
- 1650 – Margréti Jónsdóttur var drekkt í Ögri fyrir barneign með stjúpföður sínum, Páli Tóasyni, og hann einnig líflátinn.
- 1650 – Sigríður Jónsdóttir og eiginmaður systur hennar, Halldór Jónsson, voru tekin af lífi í Eyjafirði.
- 1656 – Sigríður Gunnarsdóttir var dæmd til dauða fyrir dulsmál að Laugarbrekku í Snæfellsnessýslu og tekin af lífi.
- 1659 – Valgerður Jónsdóttir og Ingimundur Illugason, eiginmaður systur hennar, voru dæmd til dauða á Laugarbrekkuþingi fyrir barneign og sýslumanni gert að taka þau af lífi.
- 1663 – Ólöfu Magnúsdóttur á Felli í Vestur-Skaftafellssýslu var drekkt í Hofsá fyrir dulsmál.
- 1666 – Kona frá Rútsstöðum í Flóa var dæmd til dauða á Vælugerðisþingi og tekin af lífi fyrir dulsmál.
- 1670 – Guðrún Bjarnadóttir á Höfðaströnd í Húnavatnssýslu bar út barn og var tekin af lífi.
- 1674 – Sigríði Þórðardóttur var drekkt í Vatnsdal í Húnavatnssýslu fyrir barneign með Bjarna Sveinssyni, eiginmanni systur hennar, sem hafði verið hálshöggvinn á alþingi ári fyrr.
- 1673 – Guðrún Skaftadóttir var dæmd til dauða á Vaðlaþingi í Barðastrandarsýslu fyrir leynilega meðferð tveggja barna og var drekkt í Vaðalsá.
- 1677 – Guðrún Bjarnadóttir og faðir hennar Bjarni Hallsson í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu eignuðust barn og voru tekin af lífi.
- 1678 – Bjarni Hallsson og dóttir hans Guðrún voru tekin af lífi fyrir barneign í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu.
- 1680 – Hergerður Brandsdóttir fæddi barn og og Sæmundur Þorláksson gróf líkið. Henni var drekkt, líklega við á Kirkjulæk í Fljótshlíð, en hann hálshöggvinn á alþingi.
- 1682 – Karl og kona voru tekin af lífi á Norðurlandi fyrir að farga barni.
- 1683 – Jón Vernharðsson og Þuríður Þorláksdóttir voru tekin af lífi á Þingskálaþingi í Rangárvallasýslu fyrir barnsleynd; hann höggvinn á háls en henni drekkt.
- 1684 – Helga Gunnarsdóttir og Björn Höskuldsson úr Húnavatnssýslu eignuðust barn, en nokkrum árum áður átti hún barn með bróður hans. Hún leysti Björn úr járnum áður svo hann komst undan, en henni var drekkt á alþingi.
- 1684 – Guðrún Jónsdóttir vinnukona á Bessastöðum í Gullbringusýslu fæddi andvana barn á túninu fyrir sunnan kirkjuna laugardaginn fyrir páska og fullyrti að örn hefði tekið það. Henni var drekkt á alþingi.
- 1687 – Borgný Brynjólfsdóttir úr Ísafjarðarsýslu lýsti hálfbróður sinn Torfa Brynjólfsson föður að barni. Henni var drekkt á alþingi, en hann komst undan.
- 1695 – Þuríður Bjarnadóttir úr Ísafjarðarsýslu eignaðist barn með föður sínum, Bjarna Jónssyni, sem strauk. Hún fargaði barninu og var drekkt á alþingi.
- 1696 – Vigdísi Þórðardóttur vinnukona á Ingunnarstöðum í Brynjudal í Kjósarsýslu var drekkt í Elliðaám fyrir dulsmál.
- 1697 – Jóreiði Þorgeirsdóttur úr Árnessýslu var drekkt á Þingvöllum fyrir dulsmál.
- 1697 – Guðrúnu Oddsdóttur vinnukonu í Kirkjuvogi í Höfnum á Suðurnesjum var drekkt í héraði fyrir dulsmál.
- 1703 – Katrínu Þorvarðsdóttur vinnukonu úr Borgarfjarðarsýslu var drekkt á Þingvöllum fyrir dulsmál.
- 1705 – Kolfinnu Ásbjörnsdóttur vinnukonu í Hækingsdal í Kjósarsýslu var drekkt á Þingvöllum fyrir dulsmál.
- 1705 – Sigríði Vigfúsdóttur vinnukonu á Glaumbæ í Suður-Þingeyjarsýslu var drekkt fyrir dulsmál í Hörgá í Hörgárdal.
- 1705 – Ólöfu Jónsdóttur úr Staðarsveit á Snæfellsnesi var drekkt fyrir barneign með móðurbróður sinum Salómon Hallbjörnssyni.
- 1705 – Sumarliði Eiríksson og hálfbróðurdóttir hans Ragnhildur Tómasdóttir úr Hrútafirði voru tekin af lífi á alþingi.
- 1705 – Kristínu Halldórsdóttur frá Grásíðu í Kelduhverfi var drekkt í Laxá í Reykjadal fyrir barneigin með mági sínum Árna Björnssyni, sem hafði verið hálshöggvinn á alþingi um sumarið.
- 1708 – Hallfríði Magnúsdóttur vinnukonu í Kjólsvík í Norður-Múlasýslu var drekkt á alþingi fyrir dulsmál og hafði barnsfaðir hennar, Ólafur Kolbeinsson, verið hálshöggvinn fyrir sömu sök tveimur árum fyrr.
- 1709 – Helgu Magnúsdóttur úr Austur-Skaftafellssýslu var drekkt á alþingi fyrir dulsmál.
- Dulsmál 1600–1900. Fjórtán dómar og skrá. Már Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík 2000.
- Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1275–1870. Reykjavík 1993.
- Páll Sigurðsson, Brot úr réttarsögu. Reykjavík 1971.
- File:Thingvellir-Nationalpark Almanagjá-Schlucht 02.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 22.06.2016). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported license.
- File:Mm-bk2-p131.jpg - GAMEO. (Sótt 22.06.2016).