Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8226 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verður kuldi til?

Þótt okkur sé tamt að líta á hita og kulda sömu augum, þá er algjör grundvallarmunur á hugtökunum tveimur samkvæmt skilningi eðlisfræðinnar. Hiti tengist hreyfingum smæstu efniseindanna og því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Um kulda gegnir öðru máli: Kuldi er ekkert ne...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er útselskópur?

Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd. Kópar útselsins ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja tíuleytið í tveimur eða einu orði?

Þessi mynd var tekin um tíuleytið.Til að takast á við þessa spurningu má spyrja hvort orðin „tíu“ og „leytið“ hefðu skýrt setningafræðilegt hlutverk sem tvö aðskilin orð. Dæmið kann að skýrast sé „tvö“ sett í stað „tíu“ svo út fengist setning á borð við „Jón horfði frá tvö leytinu.“ „Leytinu“ tekur hér þágufall...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Stóri-Dímon?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig varð Pétursey til? Stóri-Dímon í Rangárvallasýslu stendur í mynni Markarfljótsdals og rís upp af aurum Markarfljóts. Stóri-Dímon er móbergseyja sem hefur myndast við eldgos undir jökli eða í sjó. Stóri-Dímon er rúst af móbergseyju sömu gerðar og til dæmis Pétursey,...

category-iconLandafræði

Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?

Ísland er 103.001 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli en jörðin er 510.072.000 km2 að flatarmáli. Meira má lesa um flatarmál og rúmmál jarðar í svari EDS við spurningunni Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? Þetta gerir það að verkum að flatarmál Íslands er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði?

Ísland er 103.000 km2 en Svalbarði um 62.000 km2. Ísland er því stærra. Svalbarði er eyjaklasi í Norður-Íshafi, nokkuð miðja vegu milli nyrsta hluta Noregs og norðurpólsins. Svalbarði er nyrsta land í Evrópu. Eyjurnar lúta norskum yfirráðum en um þær er í gildi samningur sem meðal annars kveður á um að aðildarr...

category-iconHugvísindi

Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?

Ákvarðanir í stafsetningarmálum eru alltaf samkomulagsatriði þeirra sem fengnir eru til að setja niður reglur eða endurskoða eldri reglur og síðan yfirvalda sem setja lög og reglugerðir. Fyrr á öldum, þegar stafsetning var ekki í jafn föstum skorðum og hún er nú í norðanverðri Evrópu, þeim löndum sem við miðum okk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?

Mjög hefur verið varað við risahvönn þar sem hún inniheldur ertandi efni. Um hana er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur? Í ætihvönn eru sambærileg efni og í risahvönn en í miklu minna mæli. Hún skilur samt eftir brúna bletti ef safi úr henni kemst í snertingu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er hægt að vita hvort risaeðla sé jurta- eða kjötæta?

Með steingerð dýr eins og risaeðlur (Dinosauria) hafa vísindamenn fátt að styðjast við enda eru leifarnar sem þeir þurfa að rýna í aðeins steinrunnin bein. Ef tennur þessara skepna hafa varðveist er þó hægt að lesa ýmislegt úr vistfræði dýranna, sérstaklega fæðuhættina. Með því að skoða form tannanna má jafnvel ál...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?

Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...

category-iconHugvísindi

Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?

Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...

category-iconJarðvísindi

Er heitur reitur undir Íslandi?

Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...

category-iconHugvísindi

Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?

Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Lou Gehrigs-sjúkdómur og er hægt að lækna hann?

Lou Gehrigs-sjúkdómur er annað nafn yfir blandaða hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS) sem er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (e. motor neuron disease, MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar en önnur form MND eru ágeng hreyfitaugahrörnun (e. primary later...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virkar torrent?

Torrent eða BitTorrent er samskiptastaðall til skráaskipta yfir Netið. Enska orðið torrent þýðir meðal annars stríður straumur eða flóð og er einnig notað um hellirigningu. Torrent-tæknin byggist á svokallaðri deilitækni (e. Peer-to-peer, P2P) sem gengur út á að notendur sækja og senda gögn beint sína á milli án þ...

Fleiri niðurstöður