Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig virkar torrent?

Baldur Blöndal

Torrent eða BitTorrent er samskiptastaðall til skráaskipta yfir Netið. Enska orðið torrent þýðir meðal annars stríður straumur eða flóð og er einnig notað um hellirigningu. Torrent-tæknin byggist á svokallaðri deilitækni (e. Peer-to-peer, P2P) sem gengur út á að notendur sækja og senda gögn beint sína á milli án þess að þau fari í gegnum þriðja aðila. Staðallinn hentar vel þegar dreifa þarf stórum skrám til margra aðila.

Til að nýta sér torrent-tæknina þurfa notendur að hafa sérstakt forrit á tölvunni sinni. Forritið sér um samskipti við aðra notendur og svonefndan rekjara (e. tracker) sem er vefþjónn sem sér um að stjórna samskiptum milli notenda. Ef ákveðinn notandi vill deila skrá sem hann hefur á tölvunni sinni, lætur hann torrent-forritið undirbúa skrána fyrir skráaskipti. Forritið deilir skránni niður í marga búta (hver er oft um ¼ úr megabæti), býr til torrent-skrá sem inniheldur lýsigögn (e. metadata) um bútana, skráarnafn og stærð, sem og upplýsingar um þann eða þá netþjóna sem vinna sem rekjarar.



Á myndinni er stóra tölvan með upphaflegu skrána og þarf bara að senda hvern hluta af henni (lituðu kúlurnar) einu sinni til hinna vélanna. Þær sjá svo um að dreifa hlutunum sín á milli.

Til að aðrir notendur geti sótt skrána, þurfa þeir að fá torrent-skrána sem upphaflegi deilandinn bjó til. Til eru fjölmargar vefsíður sem sérhæfa sig í að hýsa torrent-skrár, en ekki verður frekar fjallað um þær hér. Þegar aðrir notendur eru komnir með skrána nota þeir torrent-forrit hjá sér til að opna hana. Þá fær forritið upplýsingar um skrána og tengist þeim rekjurum sem hún bendir á. Þeir sjá svo um að tengja notendur saman og þá geta skráaskiptin hafist.

Skráaskiptin fara þannig fram að þeir notendur sem hafa einhverja (jafnvel alla) hluta úr skránni deila þeim hlutum til þeirra sem hafa þá ekki. Forrit notenda sem vantar hluta úr skránni senda beiðni til rekjarans sem sér um að finna notanda með þann hluta. Þannig fær notandi, sem upphaflega hafði enga hluta úr skránni, þá alla smám saman, oftast frá mjög mörgum notendum. Þegar öll skráin er svo komin, sér forrit notandans um að líma hlutana saman þannig að skráin verði nothæf.

Kosturinn við þessa deilitækni er að álagið við skiptin deilast á alla notendur en lendir ekki á einum eða fáum netþjónum eins og þegar skrár eru sóttar á hefðbundin hátt á Netinu. Þannig má deila efni á ódýrari hátt, enda getur bandvíddarkostnaður netþjóna sem hýsa stórar skrár sem margir sækja, orðið ansi hár.

Vert er að fara aðeins yfir helstu hugtök sem eru notuð í tengslum við torrent. Þeir sem nota tæknina eru kallaðir jafningjar (e. peers) og forritin sem henni tengjast eru nefnd jafningjaforrit (e. peer-to-peer). Þegar jafningi hefur fengið alla skrána til sín og heldur áfram að deila henni með öðrum kallast hann deilandi (e. seeder) en þeir sem ekki hafa náð allri skránni ennþá eru kallaðir skráarsugur (e. leechers). Þeir jafningjar sem eru að sækja sömu skrá í gegnum sama rekjara teljast hluti af sveimi (e. swarm).

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og tenglar:

Höfundur

nemi í tölvunarfræði

Útgáfudagur

18.11.2009

Spyrjandi

Alfreð Guðmundsson

Tilvísun

Baldur Blöndal. „Hvernig virkar torrent?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30392.

Baldur Blöndal. (2009, 18. nóvember). Hvernig virkar torrent? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30392

Baldur Blöndal. „Hvernig virkar torrent?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30392>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig virkar torrent?
Torrent eða BitTorrent er samskiptastaðall til skráaskipta yfir Netið. Enska orðið torrent þýðir meðal annars stríður straumur eða flóð og er einnig notað um hellirigningu. Torrent-tæknin byggist á svokallaðri deilitækni (e. Peer-to-peer, P2P) sem gengur út á að notendur sækja og senda gögn beint sína á milli án þess að þau fari í gegnum þriðja aðila. Staðallinn hentar vel þegar dreifa þarf stórum skrám til margra aðila.

Til að nýta sér torrent-tæknina þurfa notendur að hafa sérstakt forrit á tölvunni sinni. Forritið sér um samskipti við aðra notendur og svonefndan rekjara (e. tracker) sem er vefþjónn sem sér um að stjórna samskiptum milli notenda. Ef ákveðinn notandi vill deila skrá sem hann hefur á tölvunni sinni, lætur hann torrent-forritið undirbúa skrána fyrir skráaskipti. Forritið deilir skránni niður í marga búta (hver er oft um ¼ úr megabæti), býr til torrent-skrá sem inniheldur lýsigögn (e. metadata) um bútana, skráarnafn og stærð, sem og upplýsingar um þann eða þá netþjóna sem vinna sem rekjarar.



Á myndinni er stóra tölvan með upphaflegu skrána og þarf bara að senda hvern hluta af henni (lituðu kúlurnar) einu sinni til hinna vélanna. Þær sjá svo um að dreifa hlutunum sín á milli.

Til að aðrir notendur geti sótt skrána, þurfa þeir að fá torrent-skrána sem upphaflegi deilandinn bjó til. Til eru fjölmargar vefsíður sem sérhæfa sig í að hýsa torrent-skrár, en ekki verður frekar fjallað um þær hér. Þegar aðrir notendur eru komnir með skrána nota þeir torrent-forrit hjá sér til að opna hana. Þá fær forritið upplýsingar um skrána og tengist þeim rekjurum sem hún bendir á. Þeir sjá svo um að tengja notendur saman og þá geta skráaskiptin hafist.

Skráaskiptin fara þannig fram að þeir notendur sem hafa einhverja (jafnvel alla) hluta úr skránni deila þeim hlutum til þeirra sem hafa þá ekki. Forrit notenda sem vantar hluta úr skránni senda beiðni til rekjarans sem sér um að finna notanda með þann hluta. Þannig fær notandi, sem upphaflega hafði enga hluta úr skránni, þá alla smám saman, oftast frá mjög mörgum notendum. Þegar öll skráin er svo komin, sér forrit notandans um að líma hlutana saman þannig að skráin verði nothæf.

Kosturinn við þessa deilitækni er að álagið við skiptin deilast á alla notendur en lendir ekki á einum eða fáum netþjónum eins og þegar skrár eru sóttar á hefðbundin hátt á Netinu. Þannig má deila efni á ódýrari hátt, enda getur bandvíddarkostnaður netþjóna sem hýsa stórar skrár sem margir sækja, orðið ansi hár.

Vert er að fara aðeins yfir helstu hugtök sem eru notuð í tengslum við torrent. Þeir sem nota tæknina eru kallaðir jafningjar (e. peers) og forritin sem henni tengjast eru nefnd jafningjaforrit (e. peer-to-peer). Þegar jafningi hefur fengið alla skrána til sín og heldur áfram að deila henni með öðrum kallast hann deilandi (e. seeder) en þeir sem ekki hafa náð allri skránni ennþá eru kallaðir skráarsugur (e. leechers). Þeir jafningjar sem eru að sækja sömu skrá í gegnum sama rekjara teljast hluti af sveimi (e. swarm).

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og tenglar:...