Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1350 svör fundust
Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?
Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...
Hvaða gor er þetta hjá gormæltum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið gormæltur/gormæli og hver er skýring á því? Á vinnustað mínum skapaðist umræða um hvaðan orðið gormæltur er komið? Eitt okkar hafði til dæmis lifað í þeim misskilningi að það væri ritað gorm-mæltur og hugsaði sér að skýringin væri að hljóðið úr barka þess s...
Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hefði gaman af því að heyra um uppruna orðsins kórréttur, að vera kórréttur. Orðið kórréttur ‘alveg réttur, fullkomlega réttur’ er ekki mjög gamalt í málinu. Elsta heimild sem fram kemur við leit á timarit.is er úr Morgunblaðinu frá 1960 og sú næsta þar á eftir úr Vísi 1963...
Hvað er átt við með orðinu endemi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...
Hvaðan kemur orðið glundroði og hvað merkja glund og roði í orðinu?
Orðið glundroði merkir ‘ruglingur, tætingur, samsull’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:259) er uppruni óviss en að upphafleg merking sé hugsanlega ‘glær (þunnur) vökvi’. Fyrri liður samsetningarinnar er þá glundur ‘þunnt mauk, þunnur spónamatur, gutl; ruglingur’. Glundroði sé þá or...
Hvaða líffæri er hægt að gefa sem líffæragjafi?
Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Brottnám hornhimnu augans til ígræðslu má einnig telja til líffæragjafar. Þegar gefinn er blóðmergur eða blóð er um að ræða endurnýjanlega hluta af stærri heild og fellur það tæpast undir líffæragjöf. Gera verður greinarmun á líf...
Gætir þú sagt mér eitthvað um tasmaníudjöfulinn?
Tasmaníudjöfull (Sarcophilus harrisi, e. Tasmanian devil) er pokadýr sem eingöngu lifir á eyjunni Tasmaníu suður af Ástralíu. Hann sker sig nokkuð frá öðrum núlifandi pokadýrum þar sem hann minnir um margt á lítið bjarndýr. Tasmaníudjöfullinn er eini núlifandi fulltrúi meðalstórra ránpokadýra eftir að tasmaníutígu...
Eru stingskötur virkilega banvænar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Nú er búið að vera í öllum fréttum að Steve Irwin hafi látist af völdum gaddaskötu (stingray). Hvað getið þið sagt mér um gaddaskötu og er hún banvæn? Sú frétt barst nýlega að ástralski kvikmyndagerðarmaðurinn Steve Irwin hefði látist af sárum sem hann hlaut af völdum stings...
Hvað er rauðkornadreyri (polycythemia)?
Polycythemia er sjúklegt ástand sem hefur verið kallað rauðkornadreyri á íslensku. Eins og íslenska heitið gefur til kynna er um afbrigðileika í rauðkornum að ræða. Í flestum tilfellum er um að ræða óeðlilega fjölgun á rauðkornum og rauðkornmæðrum (frumur í blóðmerg sem þroskast í rauðkorn), en stundum getur það þ...
Hver er hættulegasti fugl í heimi?
Að öllu jöfnu teljast fuglar ekki til hættulegustu hryggdýra jarðar. Hjákátlegt er að bera þá saman við til dæmis spendýr eða skriðdýr að þessu leyti; til dæmis er manntjón af völdum fugla fátítt. Fuglar hafa hvorki líkamsburði í líkingu við spendýr til að af þeim stafi mikil hætta né hafa þeir yfir að ráða öflugu...
Hvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu?
Flestir Vesturlandabúar líta líklega á lýðræði sem rótgróið, sjálfsagt fyrirbæri en því fer fjarri að svo sé ef grannt er skoðað. Með góðum rökum má halda því fram að einu Evrópuríkin sem búið hafa við stöðugt og ótruflað lýðræði síðustu 50 árin séu Bretland, Benelux-löndin og Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu....
Hvað getið þið sagt mér um bótúlín og bótox?
Bótúlíneitur (e. botulinum toxin) er taugaeitur sem framleitt er af bakteríunni Clostridium botulinum. Bakterían vex aðeins í súrefnissnauðu umhverfi, en myndar hitaþolin dvalagró við óhagstæðar aðstæður. Bótúlín er eitt af aleitruðustu efnum sem þekkjast, en einungis 1-2 ng/kg sprautað í vöðva eða æð, nægja til a...
Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?
Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda ...
Hversvegna heitir þumalputti þessu nafni?
Orðið þumalputti er samsett úr orðunum þumall og putti. Þumall merkti upphaflega ‚digur fingur‘ enda er þumallinn yfirleitt digrasti fingur á mannshöndinni. Þumall er einnig nafn á fingurhólfi á vettlingi, því sem ætlað er þumlinum. Þegar í fornu máli er þessi fingur nefndur þumalfingur en ekki þumalputti. Þum...
Er hægt að koma tvíræðni til skila á táknmáli?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það er vel hægt! Skilgreiningin á tvíræðni er þegar orð eða hugtak sem viðkomandi notar má skilja á tvo vegu en margræðni þegar það má skilja á fleiri vegu. Í táknmálum eru til tákn sem má skilja á marga vegu og eins er hægt að segja eitt en meina annað. Þessi or...