Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi?Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merkingin er sú sem þekkist nú. Í Íslenskri orðabók (2002:280) er hún til dæmis sú eina sem nefnd er. Orðið er ekki mikið notað en heyrist þó í nokkrum samböndunum eins og heyr (á) endemi ‘hvílík fásinna’, sem þekkist frá því á 17. öld, og frægur að endemum ‘frægur á neikvæðan hátt’.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslenskri orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðabókina má einnig nálgast rafrænt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.)
- Jón Árnason. Nucleus latinitatis. 1994. Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Orðfræðirit fyrri alda III. Orðabók Háskólans, Reykjavík. [Frumútgáfan kom út 1738.]
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- timarit.is
- Bundesarchiv, Bild 102-00824 / Georg Pahl / CC-BY-SA 3.0, CC BY-SA 3.0 de, File:Bundesarchiv Bild 102-00824, Hannover, Prozeß gegen Friedrich Haarmann.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 9.11.2020).