Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 580 svör fundust
Af hverju skipta laufblöð um lit á haustin?
Grænn litur laufblaða stafar af litarefninu blaðgrænu (e. chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum laufblaðanna. Í grænukornunum fer ljóstillífun fram, en blaðgrænan gegnir þar lykilhlutverki. Önnur litarefni, svokölluð karótín, eru einnig til staðar í grænukornum og taka þátt í ljóstillífun. Plöntur eru mjög...
Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?
Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...
Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?
Alaskalúpína framleiðir töluvert af eiturefnum, svonefnd beiskjuefni, sem gerir hana óhentuga til beitar. En þar sem að lúpínan er næringarrík, eins og aðrar plöntur af ertublómaætt, sækir sauðfé í að bíta hana. Lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, sjást engar plöntur. Ef...
Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?
Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins. Eðlisfræðingar hafa leng...
Hvað eru steinefni?
Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Steinefnin nýtast líkamanum yfirleitt best á því formi sem þau koma fyrir í matvælum. Stundum er steinefnum skipt niður í aðalsteinefni og snefilsteinefni. Munurinn á þessum tveimur flokkum felst eingöngu í þv...
Hvað eru átröskunarsjúkdómar?
Átraskanir eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði. Þekktustu átraskanirnar eru lystarstol (anorexía) og lotugræðgi (búlemía), en í báðum þessum tilfellum eru sjúklingarnir mjög uppteknir af líkamsþyngd og hræðslu við að þyngjast. Átraskanir valda iðulega alvarlegum lí...
Þyngist maður við það að byrja á pillunni?
Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....
Hvaðan kemur horinn?
Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Þannig getur horið verið mjög misjafnt að gerð og magni. Þurrt hor eða hor sem er fast í sér fæst einungis fram þegar við borum í nefið eða snýtum okkur hressilega og er sú gerð hors ef til vill sú þekktasta. Við sjúklegar uppákomur, þá sérstaklega sýkingar breyti...
Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?
Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju l...
Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?
DDT (e. dichloro-diphenyl-trichloro-ethane) var fyrst framleitt árið 1939 og reyndist vera árangursríkasta skordýraeitur sem framleitt hafði verið. Það hefur að mestu verið bannað í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu vegna þess hversu skaðlegt það er vistkerfinu. Í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku er það þó enn í notk...
Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið?
Tvö ríki í Mið-Asíu eiga land að Aralvatni, Kasakstan og Úsbekistan, en vatnasvið þess nær til þriggja annarra ríkja, Túrkmenistan, Tadsjikistan og Kirgistan. Áður tilheyrði þetta svæði Sovétríkjunum. Aralvatn var fjórða stærsta stöðuvatn jarðar, 68.320 km2. Svo háttar til um Aralvatn að frá því rennur ekkert vatn...
Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?
Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu. Hreinn koltvísýringur Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútun...
Hvað eru hafstraumar?
Sterkir straumar eru í öllum heimshöfunum og þess vegna flyst stöðugt og um sömu slóðir mikið magn sjávar þúsundir kílómetra. Meginstraumarnir ná niður á nokkur hundruð metra dýpi og greinast oft í minni kvíslar. Flæði hafstrauma er táknað með einingunni Sverdrup og er 1 Sv = 1 milljón m3/s. Til samanburðar er ...
Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?
Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...
Lifa einhverjar eitraðar dýrategundir á Íslandi?
Það er einfalt að svara þessari spurningu og svarið er já! Fjölmargar dýrategundir á Íslandi hafa í sér eitur einkum dýr úr hópi skordýra og köngulóa sem nota oft eitur til að lama bráð sína. Víða í skordýraheiminum er að finna ýmis efnasambönd sem hafa lamandi eða eyðileggjandi áhrif á líkamsvefi þess sem er stun...