Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 815 svör fundust
Vísindavefurinn svarar spurningum um árið 1944
Í ár eru liðin 75 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi. Af því tilefni mun Vísindavefurinn leggja sérstaka áherslu á að svara spurningum sem tengjast hugtökunum lýðveldi og lýðræði en einnig spurningum um allt það sem lesendur og spyrjendur Vísindavefsins hafa áhuga á að vita um árið 1944, og tengist listu...
Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum?
Spurningin tengist þeirri staðreynd að nýta verður rafmagn í raforkukerfinu á sama augnabliki og það er framleitt í virkjunum. Ekki er til nein hagkvæm aðferð til að geyma rafmagn (raforku) í neinum teljandi mæli nema með verulegum kostnaði. Dæmi um slíkt eru að sjálfsögðu rafhlöður, en geymslan takmarkast af stær...
Hver er erfiðasta spurningin í heiminum?
Ég geri ráð fyrir að þú sért að velta fyrir þér hvaða einstök spurning af öllum þeim, sem menn hafa raunverulega glímt við, sé erfiðust (hvað sem það nú þýðir!). En það má líka hugleiða almennt og heimspekilega, hvaða spurning er eða gæti verið erfiðust. Fyrst skulum við snúa okkur að því, hvaða spurningar hafa...
Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?
Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. ...
Hvað er ritstífla og hvernig er hægt að losna við hana?
Ritstörf eru þess eðlis að vel mætti halda því fram að ekkert sé til sem heitir ritstífla, svo fremi sem líkams- og heilastarfsemi ritarans sé innan eðlilegra marka. Það að segjast ekki geta skrifað sökum ritstíflu sé bara afsökun fyrir að takast ekki á við ritsmíðaverkefnið eða slá því á frest. Samt sem áður lend...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Sannar undantekningin regluna?
Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða. Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrif...
Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?
Orðin baktería og veira taka til þess um hvers konar lífveru er að ræða, en orðið sýkill tekur til þess hvað hún gerir: Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi. Sýklar geta verið lífverur af flokki veira, baktería, sveppa og frumdýra, sem eiga það eitt sameiginlegt að valda sjúkdómum. Aðeins örlítið brot allra bakter...
Af hvaða tegund er apinn hennar Línu langsokks?
Þetta er rannsóknarefni sem mörgum vísindamönnum er hugleikið. Margt bendir til þess að herra Níels, eða herr Nilsson eins og hann heitir á móðurmáli Línu, sé af tegundinni Simius fictionalis. Þetta má til dæmis leiða af lestri bókanna um Línu (sjá Lindgren 1948; 1949; 1950). Heimkynni Simius fictionalis eru í sk...
Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?
Eftir slanguryrðabókum að dæma þýðir þetta orðasamband ansi margt. Helsta merking þess er: að 'tryllast' eða 'brjálast' að 'verða mjög æstur/reiður yfir einhverju' eða 'fá eitthvað á heilann' að 'verða ofsafenginn' eða 'ofbeldisfullur' verða 'kynferðislega ágengur' (sem einnig mætti kalla að vera 'kvenýgur'...
Hvernig sjá hundar?
LitaskynjunKeilur eru þær sjónfrumur augans sem greina liti. Tvær mismunandi gerðir eru af keilum í sjónhimnu hunda. Þessar keilur hafa ljósgleypni á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm, en á þeim nema hundar bláan og gulan lit. Því er hægt að segja að hundar séu með tvílitaskynjun (e. dichromat vis...
Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Sápuóperur heita sápu-óperur vegna þess að sápufyrirtæki styrktu þær, en hvers vegna óperur? Fólk syngur ekki í þeim. Sögu sápuópera má rekja til ársins 1932 að fyrstu dramatísku þáttaraðirnar, sem kalla má sápuóperunafninu, voru sendar út í ljósvakann á bandarískum útvar...
Hvernig lifir sleggjuháfur?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvar lifir sleggjuháfur? Lifir sleggjuháfurinn við Ísland? Ef svo er ekki hefur hann flækst hingað? Hvað borðar sleggjuháfur? Sleggjuháfar (e. hammerhead sharks) eru hákarlar af ættkvíslunum Sphyrna og Eusphyrna. Þeir eru auðþekkjanlegir vegna sérkennilegrar lögunar á haus sem...
Hvað eru samlokur?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Hvað er fisktegundin samlokur og hvar get ég fengið myndir og upplýsingar um þær?Latneska fræðiheitið á samlokum er Bivalvia, á ensku heita þær bivalves eða mussels en á dönsku muslinger. Samlokur eru ekki fisktegund heldur hópur hryggleysingja innan fylkingar lindýra (Mollusca...
Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands?
Inntökuskilyrði í cand. oecon., B.S.- og B.A.-nám í Viðskipta- og hagfræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf að mati deildarinnar. Deildarfundur hefur ákveðið, að próf úr raungreinadeild Tækniskóla Íslands samsvari stúdentsprófi. Nemendur eru teknir inn í meistara- og doktorsnám í deildinni...