Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?

Unnar Árnason

Upphafleg spurning var á þessa leið:

Sápuóperur heita sápu-óperur vegna þess að sápufyrirtæki styrktu þær, en hvers vegna óperur? Fólk syngur ekki í þeim.



Sögu sápuópera má rekja til ársins 1932 að fyrstu dramatísku þáttaraðirnar, sem kalla má sápuóperunafninu, voru sendar út í ljósvakann á bandarískum útvarpsstöðvum. Seinna tók sjónvarpið við og má geta þess að Guiding Light, bandaríska sápuóperan sem var sýnd á RÚV, hóf göngu sína í útvarpi en fluttist síðan yfir í sjónvarp. Lesa má meira um sápuóperur í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni „Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?“ og jafnframt er stuðst við það svar.

Rétt er, eins og fram kemur í spurningunni, að sápan í hugtakinu „sápuópera“ á rót sína að rekja til þess að sápuframleiðendur auglýstu vörur sínar samhliða þessum þáttum. Erfiðara er að finna ástæðuna fyrir óperunafninu. Ein af fyrstu sápuóperunum hét Dreams Come True, frá árinu 1934 á NBC-stöðinni, og var „músíkalskt drama“. Verið gæti að tónlistin í henni hafi þótt tilefni til óperunafngiftarinnar. Áþreifanlegri orsakir er þó kannski að finna í því sem er líkt með sápuóperum og óperum.

Ítalska orðið opera þýðir verk. Orðið ópera eins og við notum það er í raun stytting á opera in musica. Frá sjónarmiði orðsifja er því engin fyrirstaða að nefna sápuóperur því nafni. Tónlist skiptir oft miklu máli í sápuóperum, ekki síst einkennislag hverrar þáttaraðar. Algengt er, í útvarpi til dæmis, að fólk sé beðið um að svara því úr hvaða sápuóperu eitthvert ákveðið lag eða tónverk sé.

Óperur og sápuóperur eiga það einnig sameiginlegt að áhersla er lögð á leikræna þáttinn (drama) og jafnvel tilfinningasemi (melódrama). Þannig finnst mörgum rangt að líta á óperur fyrst og fremst sem tónverk en ekki leikverk. Söguþráður fær hinsvegar að liggja nokkuð á milli hluta og er gjarnan nokkuð óraunsær. Persónur eru mikilvægar og samræður þeirra, sungnar yfirleitt í óperum, fá mesta athygli.

Þrátt fyrir áherslu á persónur eru þær sjaldnast flóknar, hvorki í óperum né sápuóperum. Yfirleitt er gerður greinarmunur á góðum persónum og slæmum á frekar einfaldan hátt, til dæmis með aðstoð tónmáls, en varast verður að alhæfa um það efni, enda eru þessi form alls ekki ein um slíkt.

Heimildir:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

21.1.2003

Spyrjandi

Ragna Guðmundsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3032.

Unnar Árnason. (2003, 21. janúar). Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3032

Unnar Árnason. „Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3032>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?
Upphafleg spurning var á þessa leið:

Sápuóperur heita sápu-óperur vegna þess að sápufyrirtæki styrktu þær, en hvers vegna óperur? Fólk syngur ekki í þeim.



Sögu sápuópera má rekja til ársins 1932 að fyrstu dramatísku þáttaraðirnar, sem kalla má sápuóperunafninu, voru sendar út í ljósvakann á bandarískum útvarpsstöðvum. Seinna tók sjónvarpið við og má geta þess að Guiding Light, bandaríska sápuóperan sem var sýnd á RÚV, hóf göngu sína í útvarpi en fluttist síðan yfir í sjónvarp. Lesa má meira um sápuóperur í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni „Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?“ og jafnframt er stuðst við það svar.

Rétt er, eins og fram kemur í spurningunni, að sápan í hugtakinu „sápuópera“ á rót sína að rekja til þess að sápuframleiðendur auglýstu vörur sínar samhliða þessum þáttum. Erfiðara er að finna ástæðuna fyrir óperunafninu. Ein af fyrstu sápuóperunum hét Dreams Come True, frá árinu 1934 á NBC-stöðinni, og var „músíkalskt drama“. Verið gæti að tónlistin í henni hafi þótt tilefni til óperunafngiftarinnar. Áþreifanlegri orsakir er þó kannski að finna í því sem er líkt með sápuóperum og óperum.

Ítalska orðið opera þýðir verk. Orðið ópera eins og við notum það er í raun stytting á opera in musica. Frá sjónarmiði orðsifja er því engin fyrirstaða að nefna sápuóperur því nafni. Tónlist skiptir oft miklu máli í sápuóperum, ekki síst einkennislag hverrar þáttaraðar. Algengt er, í útvarpi til dæmis, að fólk sé beðið um að svara því úr hvaða sápuóperu eitthvert ákveðið lag eða tónverk sé.

Óperur og sápuóperur eiga það einnig sameiginlegt að áhersla er lögð á leikræna þáttinn (drama) og jafnvel tilfinningasemi (melódrama). Þannig finnst mörgum rangt að líta á óperur fyrst og fremst sem tónverk en ekki leikverk. Söguþráður fær hinsvegar að liggja nokkuð á milli hluta og er gjarnan nokkuð óraunsær. Persónur eru mikilvægar og samræður þeirra, sungnar yfirleitt í óperum, fá mesta athygli.

Þrátt fyrir áherslu á persónur eru þær sjaldnast flóknar, hvorki í óperum né sápuóperum. Yfirleitt er gerður greinarmunur á góðum persónum og slæmum á frekar einfaldan hátt, til dæmis með aðstoð tónmáls, en varast verður að alhæfa um það efni, enda eru þessi form alls ekki ein um slíkt.

Heimildir: