Sápuóperur heita sápu-óperur vegna þess að sápufyrirtæki styrktu þær, en hvers vegna óperur? Fólk syngur ekki í þeim.

Sögu sápuópera má rekja til ársins 1932 að fyrstu dramatísku þáttaraðirnar, sem kalla má sápuóperunafninu, voru sendar út í ljósvakann á bandarískum útvarpsstöðvum. Seinna tók sjónvarpið við og má geta þess að Guiding Light, bandaríska sápuóperan sem var sýnd á RÚV, hóf göngu sína í útvarpi en fluttist síðan yfir í sjónvarp. Lesa má meira um sápuóperur í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni „Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?“ og jafnframt er stuðst við það svar. Rétt er, eins og fram kemur í spurningunni, að sápan í hugtakinu „sápuópera“ á rót sína að rekja til þess að sápuframleiðendur auglýstu vörur sínar samhliða þessum þáttum. Erfiðara er að finna ástæðuna fyrir óperunafninu. Ein af fyrstu sápuóperunum hét Dreams Come True, frá árinu 1934 á NBC-stöðinni, og var „músíkalskt drama“. Verið gæti að tónlistin í henni hafi þótt tilefni til óperunafngiftarinnar. Áþreifanlegri orsakir er þó kannski að finna í því sem er líkt með sápuóperum og óperum.

- Um óperur og sápuóperur á vef Encyclopædia Britannica
- Soapoperahistory
- Soap Opera History