Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 521 svör fundust
Er Down-heilkenni til hjá öllum kynþáttum?
Það eru greinilega margir sem hafa velt fyrir sér hvort Down-heilkennið sé eingöngu bundið við fólk af evrópskum uppruna eða hvort það finnist líka meðal blökkumanna og fólks af asískum uppruna. Dæmi um spurningar sem Vísindavefnum hafa borist eru:Eru til Asíubúar sem eru með Down-heilkennið? Eru til svertingjar m...
Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk?
Venjulegar tíðablæðingar eru merki um að getnaður hafi ekki átt sér stað eins og komið er inn á í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar? Þar segir meðal annars: Oftast er miðað við að fyrsti dagur tíðahrings sé þegar blæðingar eða tíðir hefjast. Í raun er þó rökréttara að...
Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?
Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...
Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?
Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum. Húðin á hinum stækkandi kvið kemur ekki neins staðar frá heldur er um að ræða sömu húð og fyrir var, hún gefur bara svona vel eftir, meðal annars vegna áhrifa meðgönguhormóna. Til dæmis trufla hormónin prótínjafnvægi húðarinnar og hún verður þynnri. ...
Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?
Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...
Voru einhverjar konur að semja tónlist á 17. öld?
Það þótti sæma konum fyrr á öldum að kunna sitthvað fyrir sér í tónlist, en ætíð innan ákveðinna marka. Í karllægum heimi fengu þær yfirleitt litla hvatningu til tónsmíða eða annarra skapandi starfa. Þó tókst nokkrum ítölskum kventónskáldum að sinna hugðarefnum sínum á fyrri hluta 17. aldar og nutu þær virðingar f...
Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána?
Ekki er mjög mikið vitað um fyrirbærið urðarmána (e. ball lightning), en þó er tilvist þess almennt ekki lengur dregin í efa. Urðarmáni er bjartur hnöttur sem birtist við jörð, oftast í tengslum við þrumuveður. Hann getur verið rauður, appelsínugulur, gulur eða blár á lit og honum fylgir oft hvissandi hljóð og jaf...
Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?
Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...
Er bölsvandinn marktækur í kristni þar sem loforð Guðs um útrýmingu alls böls er til staðar?
Bölsvandinn er þverstæða sem samanstendur af fjórum fullyrðingum. Guð er algóðurGuð er alviturGuð er almáttugurÞað er böl í heiminum Fyrstu þrjár fullyrðingarnar eru hluti af kenningum kristindómsins, fjórða fullyrðingin er byggð á reynslu. Menn hafa hugsað sem svo: Ef Guð er algóður þá vill hann útrýma öllu bö...
Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?
Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...
Sést Venus með berum augum á himninum?
Venus sést best á himninum þegar kvölda tekur og rétt fyrir sólarupprás. Á kvöldin má finna hana austan megin við sólu en á morgnana er hún vestan megin við sólina. Skýringin á þessu er sú að Venus er nær sólinni en jörðin. Hornið sem hún myndar við sól, séð frá jörð, getur því aldrei orðið stærra en ákveðið h...
Hver fann upp flugvélina?
Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka...
Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Skiptir máli í hvaða hæð hann er mældur? Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það kostar töluvert að koma vindhraðamæli upp í 10 metra h...
Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?
Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur ...
Af hverju urðu Bítlarnir svona ótrúlega vinsælir?
Hin mikla frægð Bítlanna á sínum tíma og hin merka arfleifð þeirra hefur lengi valdið poppfræðingum heilabrotum. Af hverju þessi hljómsveit? Af hverju þá? Með öðrum orðum, hvernig gat þetta gerst og hvaða þættir stuðluðu að þessu? Bækur um Bítlanna verða fleiri og fleiri eftir því sem árin líða og almenningur v...