Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?

Haraldur Ólafsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Skiptir máli í hvaða hæð hann er mældur?

Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það kostar töluvert að koma vindhraðamæli upp í 10 metra hæð og þess vegna mæla margir vindinn nær jörðu. Algengt er til dæmis að vindhraðamælar Vegagerðarinnar séu í 6-7 metra hæð yfir umhverfi mælisins.

Almennt gildir að vindhraði minnkar eftir því sem nær dregur jörðu. Um það gildir jafnan

$$Uz = \frac{u_*}{\kappa} \ln \left( \frac{z}{z_0} \right) $$

Þar sem Uz er vindhraði í hæðinni z, U* er svokallaður viðnámsvindur, k er 0,4, z er hæð yfir jörð og z0 er svokallað hrýfi (e. surface roughness).

Hrýfið er háð yfirborðsgerð landsins og er víða 2-4 cm yfir móum og melum á Íslandi, en sjá má ýmis hrýfisgildi í töflu í heimildaskrá. Ef vindur er þekktur í hæðinni z má nota jöfnuna að ofan til að reikna viðnámsvindinn. Til að reikna vindhraða í nýrri hæð er gert ráð fyrir að viðnámsvindur sé fasti.

Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Almennt gildir að vindhraði minnkar eftir því sem nær dregur jörðu, þess vegna eru lítil börn að jafnaði í minni vindi en fullorðnir.

Í minningu margra var alltaf gott veður þegar þeir voru lítil börn. Það kann að vera vegna þess að lítil börn eru að jafnaði í minni vindi en fullorðnir, vegna þess að þau eru svo lágvaxin. Líklegt er þó að fleiri skýringar geti verið á minningum af þessu tagi.

Heimild og ítarefni:

Mynd:

Höfundur

Haraldur Ólafsson

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.5.2024

Spyrjandi

Gunnar Snorrason

Tilvísun

Haraldur Ólafsson. „Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78415.

Haraldur Ólafsson. (2024, 30. maí). Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78415

Haraldur Ólafsson. „Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78415>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Skiptir máli í hvaða hæð hann er mældur?

Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það kostar töluvert að koma vindhraðamæli upp í 10 metra hæð og þess vegna mæla margir vindinn nær jörðu. Algengt er til dæmis að vindhraðamælar Vegagerðarinnar séu í 6-7 metra hæð yfir umhverfi mælisins.

Almennt gildir að vindhraði minnkar eftir því sem nær dregur jörðu. Um það gildir jafnan

$$Uz = \frac{u_*}{\kappa} \ln \left( \frac{z}{z_0} \right) $$

Þar sem Uz er vindhraði í hæðinni z, U* er svokallaður viðnámsvindur, k er 0,4, z er hæð yfir jörð og z0 er svokallað hrýfi (e. surface roughness).

Hrýfið er háð yfirborðsgerð landsins og er víða 2-4 cm yfir móum og melum á Íslandi, en sjá má ýmis hrýfisgildi í töflu í heimildaskrá. Ef vindur er þekktur í hæðinni z má nota jöfnuna að ofan til að reikna viðnámsvindinn. Til að reikna vindhraða í nýrri hæð er gert ráð fyrir að viðnámsvindur sé fasti.

Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Almennt gildir að vindhraði minnkar eftir því sem nær dregur jörðu, þess vegna eru lítil börn að jafnaði í minni vindi en fullorðnir.

Í minningu margra var alltaf gott veður þegar þeir voru lítil börn. Það kann að vera vegna þess að lítil börn eru að jafnaði í minni vindi en fullorðnir, vegna þess að þau eru svo lágvaxin. Líklegt er þó að fleiri skýringar geti verið á minningum af þessu tagi.

Heimild og ítarefni:

Mynd:

...