Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk?

EDS

Venjulegar tíðablæðingar eru merki um að getnaður hafi ekki átt sér stað eins og komið er inn á í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar? Þar segir meðal annars:
Oftast er miðað við að fyrsti dagur tíðahrings sé þegar blæðingar eða tíðir hefjast. Í raun er þó rökréttara að lýsa tíðahringnum þannig að endað sé á blæðingum því að hlutverk þeirra breytinga sem kynhormónin hafa á kynkerfið er að þroska egg til frjóvgunar, gera legslímunni kleift að taka við frjóvguðu eggi og vera aðsetur vaxandi fósturs næstu níu mánuði. Tíðir verða ef engin frjóvgun hefur orðið og þykknun og þroskun legslímunnar orðið til einskis. Þá hrörnar hún og losnar út um leggöngin sem tíðablóð.

Það segir sig því sjálft að ef kona ófrísk þá hætta eðlilegar blæðingar þar sem legslíman hefur nú hlutverki að gegna en losnar ekki frá. Hins vegar getur kona orðið vör við smá blæðingu þegar eggið er að hreiðra um sig en það eru ekki venjulegar tíðir. Þessu er lýst í svari Ingu Völu Jónsdóttur ljósmóður á vefnum ljosmodir.is. Þar segir:
Þegar egg frjóvgast við getnað þá gerist það oftast uppi í eggjaleiðurunum og síðan tekur við nokkurra daga ferli þar sem fósturvísirinn fer niður í legið og kemur sér fyrir í legslímhúðinni. Fósturvísirinn er umlukinn hjálparfrumum og þegar hann er að koma sér fyrir - hreiðra um sig - gefa hjálparfrumurnar frá sér efni til að rjúfa legslímhúðina svo hann geti komið sér þar fyrir og byrjað myndun fylgju o.fl. Þegar þetta rof kemur á slímhúðina getur móðirin orðið vör við svolitla blæðingu, oftast er hún aðeins eins og smá útferð en stundum svolítið meiri, stöku sinnum nóg til að hin verðandi móðir rugli þessu saman við eðlilegar blæðingar. Þetta gerist í kringum 11. dag eftir getnað og því getur það hist á svipaðan tíma og blæðingar áttu að byrja.

Það getur einnig blætt lítillega af öðrum ástæðum á meðgöngunni án þess þó að það séu merki um að eitthvað sé óeðlilegt. Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir ljósmóðir segir á vefnum ljosmodir.is:
Við þungun eykst vökvarúmmál líkamans, meira þan er á öllu æðakerfi líkamans. Leghálsinn er mjög æðaríkur og viðkvæmur og er til í dæminu að ferskt blóð seytli frá honum þegar þungun hefur átt sér stað. Þetta er ekki síst algengt eftir samfarir. Sumar konur verðar varar við smá blæðingu langt fram eftir meðgöngu án þess að það sé að hafa nein áhrif. Séu ekki verkir með þessari teiknblæðingu né önnur einkenni er líklega ekkert að óttast.

Hvað þungunarpróf varðar þá er einnig fjallað um þau á nokkrum stöðum á ljosmodir.is. Þungunarprófin mæla þungunarhormónið HCG sem skilst út í þvagi. Líða þarf ákveðinn tími frá því að getnaður á sér stað þar til magn hormónsins er það hátt að það mælist. Flest þungunarpróf eru sögð 99.8% nákvæm frá þeim degi þegar blæðingar eiga að hefjast en mögulega geta þau gefið rétta niðurstöðu fyrr um að þungun hafi orðið. Hins vegar segja fræðimenn að öruggast sé að gera þungunarpróf 10 - 14 dögum eftir að blæðingar áttu að hefjast því þá sé hormónamagnið orðið nógu mikið í líkamanum til að rétt niðurstaða fáist. Best er að lesa leiðbeiningar sem fylgja prófinu þar sem dagafjöldinn getur verið nokkuð breytilegur á milli prófa.

Til þess að finna einstök svör um þungunarpróf eða annað sem viðkemur meðgöngu og fæðingu á ljosmodir.is er best að fara í “spurt og svarað” vinstra megin á vefnum og nota leitarvélina sem þá kemur upp. Efni af vefnum er birt hér með góðfúslegu leyfi aðstandenda hans.


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hversu oft getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk? Hversu fljótt frá getnaði er hægt að greina hvort að kona sé ófrísk?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.4.2006

Spyrjandi

N. N.

Tilvísun

EDS. „Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5814.

EDS. (2006, 10. apríl). Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5814

EDS. „Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5814>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk?
Venjulegar tíðablæðingar eru merki um að getnaður hafi ekki átt sér stað eins og komið er inn á í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar? Þar segir meðal annars:

Oftast er miðað við að fyrsti dagur tíðahrings sé þegar blæðingar eða tíðir hefjast. Í raun er þó rökréttara að lýsa tíðahringnum þannig að endað sé á blæðingum því að hlutverk þeirra breytinga sem kynhormónin hafa á kynkerfið er að þroska egg til frjóvgunar, gera legslímunni kleift að taka við frjóvguðu eggi og vera aðsetur vaxandi fósturs næstu níu mánuði. Tíðir verða ef engin frjóvgun hefur orðið og þykknun og þroskun legslímunnar orðið til einskis. Þá hrörnar hún og losnar út um leggöngin sem tíðablóð.

Það segir sig því sjálft að ef kona ófrísk þá hætta eðlilegar blæðingar þar sem legslíman hefur nú hlutverki að gegna en losnar ekki frá. Hins vegar getur kona orðið vör við smá blæðingu þegar eggið er að hreiðra um sig en það eru ekki venjulegar tíðir. Þessu er lýst í svari Ingu Völu Jónsdóttur ljósmóður á vefnum ljosmodir.is. Þar segir:
Þegar egg frjóvgast við getnað þá gerist það oftast uppi í eggjaleiðurunum og síðan tekur við nokkurra daga ferli þar sem fósturvísirinn fer niður í legið og kemur sér fyrir í legslímhúðinni. Fósturvísirinn er umlukinn hjálparfrumum og þegar hann er að koma sér fyrir - hreiðra um sig - gefa hjálparfrumurnar frá sér efni til að rjúfa legslímhúðina svo hann geti komið sér þar fyrir og byrjað myndun fylgju o.fl. Þegar þetta rof kemur á slímhúðina getur móðirin orðið vör við svolitla blæðingu, oftast er hún aðeins eins og smá útferð en stundum svolítið meiri, stöku sinnum nóg til að hin verðandi móðir rugli þessu saman við eðlilegar blæðingar. Þetta gerist í kringum 11. dag eftir getnað og því getur það hist á svipaðan tíma og blæðingar áttu að byrja.

Það getur einnig blætt lítillega af öðrum ástæðum á meðgöngunni án þess þó að það séu merki um að eitthvað sé óeðlilegt. Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir ljósmóðir segir á vefnum ljosmodir.is:
Við þungun eykst vökvarúmmál líkamans, meira þan er á öllu æðakerfi líkamans. Leghálsinn er mjög æðaríkur og viðkvæmur og er til í dæminu að ferskt blóð seytli frá honum þegar þungun hefur átt sér stað. Þetta er ekki síst algengt eftir samfarir. Sumar konur verðar varar við smá blæðingu langt fram eftir meðgöngu án þess að það sé að hafa nein áhrif. Séu ekki verkir með þessari teiknblæðingu né önnur einkenni er líklega ekkert að óttast.

Hvað þungunarpróf varðar þá er einnig fjallað um þau á nokkrum stöðum á ljosmodir.is. Þungunarprófin mæla þungunarhormónið HCG sem skilst út í þvagi. Líða þarf ákveðinn tími frá því að getnaður á sér stað þar til magn hormónsins er það hátt að það mælist. Flest þungunarpróf eru sögð 99.8% nákvæm frá þeim degi þegar blæðingar eiga að hefjast en mögulega geta þau gefið rétta niðurstöðu fyrr um að þungun hafi orðið. Hins vegar segja fræðimenn að öruggast sé að gera þungunarpróf 10 - 14 dögum eftir að blæðingar áttu að hefjast því þá sé hormónamagnið orðið nógu mikið í líkamanum til að rétt niðurstaða fáist. Best er að lesa leiðbeiningar sem fylgja prófinu þar sem dagafjöldinn getur verið nokkuð breytilegur á milli prófa.

Til þess að finna einstök svör um þungunarpróf eða annað sem viðkemur meðgöngu og fæðingu á ljosmodir.is er best að fara í “spurt og svarað” vinstra megin á vefnum og nota leitarvélina sem þá kemur upp. Efni af vefnum er birt hér með góðfúslegu leyfi aðstandenda hans.


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hversu oft getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk? Hversu fljótt frá getnaði er hægt að greina hvort að kona sé ófrísk?
...