Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1387 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi?

Náttúruhamfarir geta verið ýmis konar, til dæmis vegna veðurs, eldgoss, vatnagangs eða jarðskjálfta. Það er vel þekkt að dýr geta sýnt einkennilega hegðun rétt fyrir jarðskjálfta og nokkrar kenningar eru uppi um hvað veldur því. Ýmsar breytingar verða í náttúrunni rétt fyrir mikla jarðskjálfta og það getur vald...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar?

Á tunglinu er rafmagn, ef stuðst er við þá skilgreiningu að rafmagn sé „hvers konar fyrirbæri sem tengist rafhleðslum og hreyfingum þeirra“, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvað er rafmagn? Í venjulegu efni eru nær eingöngu þrjár tegundir einda, rafeindir sem eru neikvætt hlaðnar, róteindir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það?

Orðasambandið mála bæinn rauðan merkir að ‘skemmta sér ærlega, sleppa fram af sér beislinu’. Það er ekki gamalt í málinu. Í Morgunblaðinu frá desember 1962 er þetta dæmi: því eins og við sæjum stæði til að fara út og „mála bæinn“. Að vísu vantar lýsingarorðið rauður en vel má hugsa sér að það hafi verið unda...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?

Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...

category-iconJarðvísindi

Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?

Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...

category-iconVísindi almennt

Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður?

Sá siður að setja skóinn út í glugga er margra alda gamall og tengist sögunni um heilagan Nikulás. Á 3. og 4. öld eftir Krist var uppi maður að nafni Nikulás. Hann er talinn fæddur árið 280 í borginni Patara í Lýkíu, þar sem nú er Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Barn að aldri missti hann foreldra sína og ólst þv...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?

Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund?

Hvítuggi (e. ocean whitetip shark, lat. Carcharhinus longimanus) er stór uppsjávarhákarl sem finnst í hlýjum sjó við miðbaug. Hvítugginn lifir á opnum hafsvæðum þar sem sjávarhiti er á bilinu 20-28°C en hann virðist forðast kaldari hafsvæði. Útbreiðslusvæði hans er á milli 43° norðlægrar og 45° suðlægrar breiddarg...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?

Íslenski textinn sem sunginn er við breska þjóðsönginn God save the king (eða queen, eftir því hvers kyns þjóðhöfðinginn er hverju sinni), er Íslands minni eða Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Kvæðið orti Bjarni þegar hann var kornungur lagastúdent í Kaupmannahöfn í upphafi 19. aldar. Fyrs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðatiltækið „að bregða hampi í augu einhvers”?

Þetta orðatiltæki virðist sjaldgæft í íslensku. Þrátt fyrir nokkra leit hef ég aðeins fundið eitt dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans úr Norðanfara 13. árgangi, bls. 70 en það rit kom út á síðari hluta 19. aldar. Dæmið er svona: „en ekki þarf hann að bregða hampi í augu almennings með því, þegar rjett er aðgætt.” Me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það satt að fyrir allar náttúrulegar tölur k > 2 þá sé þversumma k í veldinu k oddatala?

Nei. Þetta gildir um tölurnar 3,4, ... ,11, en ekki um 12, 13, 14, og ekki heldur um margar fleiri tölur, til dæmis 16, 17 og 18. Sem dæmi má nefna að 12 í veldinu 12 er sama sem 8.916.100.448.256, sem hefur þversummuna 54. Ef þetta er skoðað fyrir tölurnar frá einum og upp í hundrað er erfitt að sjá nokkra reglu ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama?

Mér hefur ekki tekist að finna svar við þessari spurningu, en í mannslíkama eru um það bil 200 mismunandi tegundir frumna. Í einu grammi af vef eru allnokkrir tugir milljóna af frumum, en auðvitað er það mismunandi eftir því um hvaða vef er að ræða. Í sumum vefjum og líffærum standa frumurnar mjög þétt saman, til ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær er næsta helgi?

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Myndi þetta ekki flokkast undir málvísindi? Í dag er fimmtudagurinn 3. nóvember árið 2016. Hvenær er næsta helgi? Svarmöguleikar eru 4.-6. nóvember og 11.-13. nóvember. Hér er einnig svarað spurningu Hauks Más:Ef við erum í miðri viku og sagt er um næstu helgi. Hvort er verið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að biðja í tungum?

Spurningin til Vísindavefsins var í fullri lengd þessi: Hvað merkir að biðja í tungum? Það er vitnað í svipað orðalag á nokkrum stöðum í Biblíunni. T.d. 1. Korintubréf 14:13-15 Líka Korintubréf 14:4. Fyrra Korintubréf, 14. kafli, vers 13–14 eru svona í nýjustu biblíuþýðingu: Biðji því sá, er talar tungum, ...

category-iconHeimspeki

Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?

Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...

Fleiri niðurstöður