Ritstjórn Vísindavefsins hefur rannsakað málið og áætlað frumufjöldann, meðal annars út frá upplýsingum Helgu. Samkvæmt því sem við komumst næst skiptir frumufjöldi í mannslíkama billjónum og er trúlega einhvers staðar á bilinu \(10^{12}\) til \(10^{14}\). Guðmundur Eggertsson prófessor í líffræði hefur bent á að sé miðað við frumufjöldann \(10^{13}\) og að í hverri frumu sé lengd DNA 2 metrar er lengd DNA í mannslíkamanum \(2\cdot10^{13}\) m. Þetta er töluvert lengra en fjarlægð jarðar frá sólu sem er „aðeins“ \(1,5\cdot10^{11}\) m. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar? eftir Guðmund Eggertsson
- Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur