Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1025 svör fundust
Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?
Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að starfa við verðbréfaviðskipti?
Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki frá árinu 2002 og reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2003 þurfa þeir starfsmenn fjármálafyrirtækis, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga samkvæmt 6. tölulið 1. málsgreinar 3. greinar laga um fjármálafyrirtæki, að haf...
Hvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki?
Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Annars vegar er talað um svokallaðan NREM-svefn (norapid-eye-movement) og hins vegar REM-svefn (rapid-eye-movement). Þegar við sofnum á kvöldin förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn. Þessi svefn skiptist síðan í ...
Hvað þýðir heitið Kleifar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Staðarnafnið Kleifar er algengt. Kleifar í Skötufirði, Kleifar í Seyðisfirði. Magnea frá Kleifum (í Kalbaksvík). Svo hef ég heyrt talað um að Kleifarnar og hef skilið það þannig að fara fram á lága kletta til að sjá fram af þeim. Þá er til Hestakleif milli Mjóafjarðar og Ísafjarða...
Hvað eru öndvegissúlur?
Öndvegissúlur eru skrautlegar súlur sem stóðu sitt hvorum megin við hásæti höfðingja til forna. Í súlurnar voru skornar goðamyndir og annað skraut. Sögur herma að höfðingjar sem sigldu til Íslands hafi varpað öndvegissúlum fyrir borð þegar sást til lands. Síðan námu þeir land þar sem súlurnar fundust. Sagan af önd...
Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?
Dómarar og lögmenn klæðast víða á áþekkan hátt og eru í skikkjum eða slám við réttarhöld. Víða þekkist einnig að dómarar og lögmenn setji upp hárkollur við réttarhöld en sá siður hefur þó ekki borist hingað til lands. Dæmi um klæðnað sem sjá má í breskum réttarsölum. Sú hefð að dómarar klæðist skikkjum á upptök...
Hvað gerist hér á landi og annars staðar ef eldgos hefjast á Yellowstone-svæðinu?
Þetta er áhugaverð en erfið spurning. Í fyrsta lagi er það skilgreiningaratriði hvað telst „byggilegt“ og hvað ekki, í öðru lagi vita menn ekki gjörla hvað veldur ísöldum, og í þriðja lagi hefur enginn maður orðið vitni að eldgosi af því tagi sem gæti einhvern tíma orðið í Yellowstone. Ástæðan fyrir spurningunn...
Hvaða aðferðir henta best til að ala upp börn?
Bandaríski sálfræðingurinn Diana Baumrind hefur athugað samband þroska barna á forskólaaldri við uppeldishætti foreldra. Baumrind greindi börnin í þrjá hópa eftir sjálfsaga, sjálfstæði og sjálfstrausti þeirra og eftir því hversu athugul og vingjarnleg þau voru. Í fyrsta hópi voru börn sem voru bæði virk og lipur í...
Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?
Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt. Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast...
Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?
Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?
Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...
Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?
Öll spurningin hljóðaði svona: Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út? Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við D...
Hvernig hljóða lögmál Keplers?
Lögmál Keplers eru þrjú talsins og lýsa hreyfingum reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Þau voru sett fram af þýska stjörnufræðingnum Jóhannes Kepler milli 1609 og 1619. Lögmálin voru nokkuð umdeild fyrstu áratugina eftir að þau voru sett og urðu ekki almennt viðtekin meðal vísindamanna fyrr en Isaac Newton tókst a...
Af hverju eruð þið svona lengi að svara spurningum sem koma til ykkar? Svarið þið þeim ekki í réttri röð?
Kjarni málsins varðandi fyrri spurninguna er einfaldur: Spurningarnar eru bæði svo margar og svo góðar! Við höfum tvisvar áður svarað spurningum áþekkum þessari. Annars vegar var spurt Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum? og hins vegar Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett...
Hvernig verður ölkelduvatn til?
Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...