Okkur dreymir aðallega í REM-svefni, en einnig á þriðja stigi NREM-svefns. REM-svefninn kemur fyrir með reglulegu millibili á um það bil 90 mínútna fresti. Stundum stendur hann yfir í nokkrar mínútur og stundum í allt að hálftíma. Ef við vöknum rétt eftir REM-svefn eða erum vakin af honum, þá munum við yfirleitt hvað okkur var að dreyma. Ástæðan fyrir því hvers vegna við munum stundum draumana okkar en stundum ekkert af þeim, felst þess vegna í því hvenær við vöknum. Heimildir og frekara lesefni:
- Breytist svefnþörf með aldri fólks? eftir Magnús Jóhannsson
- Hvað er martröð og hvað orsakar hana? eftir Kristófer Þorleifsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.