Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8225 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?

Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa. F...

category-iconHugvísindi

Hversu langt var fyrsta maraþonhlaupið og hversu öruggar heimildir eru um að það hafi raunverulega verið hlaupið á meðal Forngrikkja?

Fleiri en ein saga er til um Maraþonhlaupið og segir frá einni þeirra í riti gríska sagnaritarans Heródótosar sem fjallar um sögu Persastríðanna. Á 6. öld f.Kr. féll Lýdía, ríki Krösosar konungs, í Litlu-Asíu, þar sem í dag er Tyrkland. Persar tóku yfir veldi Krösosar og komust þá í snertingu við grísku borgríkin ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munur á stærð íslenskra jökla í dag og á landnámsöld?

Ljóst er af frásögn fornrita að jöklar hafa sett svip á landslagið þegar við landnám. Landnáma segir að vísu ekki mikið frá jöklum en engu að síður er ljóst af örnefnum, einkum Jökulsám, sem voru víða á landinu, að jöklar voru að mestu á sömu stöðum og þeir eru enn þann dag í dag. Ýmsar fornsögur svo sem Njáls ...

category-iconHugvísindi

Er hægt að vera með skófíkn?

Hugtakið fíkn (e. addiction) er notað í lýðheilsu- og geðlæknisfræðum yfir áráttuhegðun sem fólk hefur ekki vald yfir. Í þeim skilningi er hæpið að tala um skófíkn sem oftast vísar ekki til alvarlegra ástands en þess að hafa gaman af tísku og fallegum fötum. Hins vegar leika skór stórt hlutverk í neyslumenningu s...

category-iconHugvísindi

Af hverju varð Hollywood miðstöð kvikmyndabransans í heiminum?

Þetta eru í raun tvær spurningar. Í fyrsta lagi, hvers vegna urðu Hollywood og Kalifornía miðja bandarísks kvikmyndaiðnar? Og í öðru lagi, hvers vegna varð bandarísk kvikmyndagerð ráðandi í heiminum? Fyrsta miðstöð bandaríska kvikmyndaiðnaðarins var New York auk þess sem nokkur stór framleiðslufyrirtæki áttu s...

category-iconStærðfræði

Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?

Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...

category-iconJarðvísindi

Hver var Sigurður Þórarinsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var bóndasonur, alinn upp á Teigi í Vopnafirði. Þrátt fyrir lítil efni foreldranna var hann settur til bókar og lauk stúdentsprófi frá MA 1931. Eftir eins vetrar jarðfræðinám í Kaupmannahöfn flutti hann sig til Stokkhólms þar sem jarðfræðideildin státaði á þeim tíma af merkum og fj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?

Orðið hámeri er vissulega í kvenkyni en það er þó alls ekki heiti yfir kvendýr hákarla heldur nafn á sérstakri tegund háfiska (Pleurotremata). Hámeri á því bæði við um kven- og karldýr tegundarinnar, rétt eins og orðið hákarl er notað bæði fyrir kven- og karldýr hákarla. Háfiskar (eins og hámeri, hákarlar og háfar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni?

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var stór og ófleygur fugl af stofni svartfugla. Hann lifði á eyjum og skerjum í norðanverðu Atlantshafi og varð aldauða með drápi síðustu tveggja fuglanna við Eldey árið 1844. Geirfugli var fyrst lýst fræðilega í 10. útgáfu ritsins Systema naturae eftir Carl von Linné, sem kom út u...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Geta þeir farið í allar áttir í jarðskorpunni? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ? Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til st...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?

Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hemlunarvegalengd bíla óháð massa þeirra eða þyngd?

Stutta svarið er já: Hemlunarvegalengd bíla er óháð massa þeirra. Hún er eingöngu háð upphaflegum hraða bílanna, yfirborði vegar eða götu og ástandi hjólbarða. Upphaflega spurningin var sem hér segir: Tveir bílar, annar er helmingi þyngri. Spurningin er: Hafa þeir sömu bremsuvegalengd miðað við sama hraða? Ef ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?

Anastasía Nikolaevna Romanova fæddist 18. júní 1901. Hún var yngst fjögurra dætra Nikulásar II., síðasta keisara Rússlands (1868-1918) og Alexöndru konu hans (1872-1918). Eldri systur hennar þrjár voru Olga (1895-1918), Tatíana (1897-1918) og María (1899-1918) en yngstur keisarabarnanna var sonurinn Alexei (1904-1...

category-iconLæknisfræði

Hvar smitast fólk helst af COVID-19?

COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem inniheldur meðal annars fjórar svokallaðar „kvefkórónuveirur“ og einnig tvær sem valda SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) hvor um sig. Um allar þessar veirur má lesa mei...

Fleiri niðurstöður