Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 610 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver fann upp golf?

Margir halda að golf hafi verið fundið upp í Skotlandi. Ástæðu þess má rekja aftur til ársins 1457, en þá sendi skoska þingið frá sér ályktun þess efnis að banna ætti bæði fótbolta og golf (futbawe and ye golf) sökum þess að slíkar íþróttir væru til einskis nýtar. Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur örnefnið Lúdent og hvað merkir það?

Lúdent er gígur austan við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið vera dregið af tilbúna orðinu Lútandi sem orðið hafi að Lútendi og svo Lúdent. Síðan hafi orðið stúdent haft áhrif á nafnmyndina (Grímnir 2:109-110). Hverfjall í forgrunni, Bláfjall (til vinstri) og Sellandafjall (til ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?

Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru ta...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað geta mörgæsir lifað lengi?

Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...

category-iconHugvísindi

Af hverju er sagt að menn séu tvítugir og sjötugir en síðan níræðir og tíræðir?

Til að tákna hversu marga tugi eitthvað hafði að geyma voru mynduð þegar í fornu máli lýsingarorð, svokölluð tölulýsingarorð, sem enduðu á –tugur (-togr, -tugr). Voru þau notuð um aldur, hæð og dýpt og eru enn. Sagt er að maður sé tvítugur ef hann hefur lifað tvo áratugi, talað er um tvítugt dýpi, tvítugt bjarg og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig uppgötvuðust svarthol?

Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra....

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um forngríska byggingarlist?

Í forngrískri byggingarlist voru þrjár megingerðir burðarsúlna og tilheyra þær hver sínum stíl: dórískur stíll jónískur stíll kórintustíllHér sjást þrjár súlnareglur Forngrikkja. Lengst til vinstri er dórískur stíll, jónískur í miðjunni og kórintustíll til hægri. Í dóríska stílnum er enginn stallur undir súlun...

category-iconLæknisfræði

Hvað er sleglatif?

Hjartað skiptist í fjögur hólf. Efri hólfin tvö kallast gáttir og þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þaðan er blóðinu dælt út í líkamann. Tvö efri hólf hjartans kallast gáttir. Þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þau sj...

category-iconEfnafræði

Hvað er gas?

Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða halastjarna er með lengstan hala?

Yfirleitt er í mesta lagi ein meiri háttar halastjarna sýnileg með berum augum frá jörðinni í einu. Lengdin á halanum breytist mjög með fjarlægð frá sól og er ekki endilega hin sama í hverri heimsókn halastjörnunnar eftir aðra. Þess vegna er lengd halans á halastjörnum ekki einkennisstærð sem hægt er að fletta upp...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða hlutverki gegnir nálin á gömlum vínylplötuspilurum?

Framan af 20. öld var algengast að varðveita hljóðupptökur á vínylplötum. Afspilunartækni þeirra byggir á því að plötuspilari snýr hljómplötu með jöfnum hraða á meðan nál hans strýkst við rákir sem liggja í spírallaga ferli umhverfis miðju plötunnar. Við þetta tekur nálin að titra, titringurinn umbreytist í rafmer...

category-iconSálfræði

Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?

Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki?

Margskonar vélmenni hafa verið þróuð til að sinna hlutverkum eins og að sjá um eldra fólk, aðstoða verkamenn við byggingarvinnu eða sækja djús í ísskápinn — en þau búa þó flest enn á rannsóknarstofum. „Svarið er því að vélmenni sem hjálpa fólki eru nú þegar til, en þau hafa fæst verið tekin í almenna notkun. Un...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?

Öll spurningin hljóðaði svona: Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út? Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við D...

category-iconEfnafræði

Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?

Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...

Fleiri niðurstöður