Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1459 svör fundust
Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963?
Upprunalega spurningin var: Hvað getið þið sagt mér um skjaldbökufund Einars Hansen á Hólmavík 1963? Hafa áður fundist skjaldbökur svo norðarlega? Á haustmánuðum árið 1963 fann Einar Hansen, Hólmvíkingur af norsku bergi brotinn, nýlega dauða sæskjaldböku í Steingrímsfirði rétt innan við Grímsey. Einar og s...
Umhverfisorsakir hryðjuverka
Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...
Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?
Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...
Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?
Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...
Hvernig lítur urriði út? Er mikill munur á sjó- og vatnaurriða?
Urriðinn (Salmo trutta) er náskyldur laxinum (Salmo salar) og tilheyra þeir sömu ættkvíslinni. Nokkur útlitsmunur er þó á þessum laxfiskum. Laxinn er nokkru stærri en urriðinn en urriðinn er aftur á móti gildari, með stærri haus og stirtlan er styttri og sverari. Urriðinn er einnig stórmynntari og nær kjaftbeinið...
Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt?
Já, mýs geta stokkið. Húsamús getur stokkið um 30 cm. Hún getur hlaupið níu metra upp vegg og stokkið niður 2,4 metra án þess að meiða sig. Húsamýs eru um 5-8 cm langar fyrir utan skottið og þær vega um 15-25 g. Húsamús líkist hagamúsinni en er minni og hefur lengra skott. Húsamús getur troðið sér í gegnum...
Hvað er röst?
Rastir myndast þegar þungir sjávarfallastraumar mæta grynningum. Sjólag verður erfitt eða illfært í röstum einkum þegar vindalda er mikil og á móti straumnum. Hér við land er Reykjanesröstin, Húllið, vel þekkt en hún er milli Eldeyjar og Reykjaness. Á minni skipum getur þurft að sæta sjávarföllum til að kom...
Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð?
Nútímaleg vísindi og fræðimennska á sér rætur í upplýsingunni á 18. öld. Á 19. öldinni var lagður grunnur að félagsvísindum. Félagsvísindin beindu sjónum sínum að upptökum nútímalegs samfélags og uppruna og afleiðingum iðnvæðingar og kapítalisma. Það var viðtekin skoðun að trú hefði haft mikla þýðingu fyrir samfél...
Á plánetan Plútó systurplánetu/-hnött?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?
Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að ...
Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita?
Fyrir venjulega neyslu er talið betra að geyma kartöflur við 4-5°C sem er dæmigerður ísskápshiti. Við þetta hitastig er öndun í kartöflunum hægari en við hærra hitastig og minni líkur á skemmdarbreytingum. Æskilegt rakastig við geymslu á kartöflum er 75-90%, en þó er mælt með að geyma kartöflur í þurru lofti, 15-2...
Hver er stærsta reikistjarnan?
Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti...
Hver fann Majorku?
Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...
Hvað er vitað um vatnabobba?
Vatnabobbar (Lymnaea peregrea) eru sniglar (gastropoda), nánar tiltekið lungnasniglar (pulmonata) en svo nefnast sniglar sem hafa þróað með sér vísi að lungum og í stað tálkna eins og flestir sjárvarsniglar hafa. Vatnabobbar eru meðal algengustu dýra í ferskvatni hér á landi. Þeir finnast einnig í vatnshverum o...
Í hvaða stjörnumerki er Alkor?
Smellið til að stækka myndina Stjarnan Alkor er í stjörnumerkinu Karlsvagninum sem einnig er oft nefnt Stóri-björn. Alkor myndar tvístirnakerfi ásamt stjörnunni Mizar, en saman mynda þær með þriðju stjörnunni svokallað sýndarþrístirni. Það er kallað sýnarþrístirni því þriðja stjarnan er í raun töluvert fjarri M...