Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?

Trausti Jónsson

Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum.

Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – lesa má frumgerð hans á vefsíðu stofnunarinnar. Hér hefur til samanburðar verið bætt við athugasemdum um íslenskar aðstæður – með spurninguna að ofan í huga.

Skilgreiningar

Hringrásin í fellibyljum er eins og í venjulegum lægðum, andsólarsinnis, á norðurhveli er þrýstingur lægstur til vinstri við þann sem snýr baki í vindinn. Samkomulag er um að slík lægð kallist ekki fellibylur nema einnar mínútu meðalvindhraði nái að minnsta kosti 32,7 m/s (63,6 hnútar = 12 vindstig) í 10 m hæð yfir jörð einhvers staðar á áhrifasvæði lægðarinnar. Nái meðalvindhraði ekki þessu marki, en er þó yfir 17 m/s kallast lægðin hitabeltisstormur og fær þá sérstakt nafn. Veikari hitabeltislægðir eru nafnlausar, en fá númer séu þær hugsanlegir vísar öflugari lægða.

Fellibylurinn Dennis gekk yfir eyjar í Karíbahafi og inn yfir Bandaríkin í júli 2005. Mesti vindhraði var um 67 m/s.

Stærð og umfang

Fellibyljir eru að jafnaði minni um sig en lægðir hér á norðurslóðum, gjarnan á bilinu 100 til 1100 km í þvermál, meðalstærð nokkuð misjöfn eftir heimshlutum. Fárviðrið takmarkast við fremur lítið svæði rétt utan við miðju kerfisins. Hringrás fellibylja getur náð upp í meir en 16 km hæð og er ætíð sammiðja að kalla, það er miðja hennar í háloftum er beint yfir miðju niður undir sjó. Þetta er mjög ólíkt flestum lægðum á norðurslóðum. Skýjakerfið er sambreyskja mjög hávaxinna klakka og fylgja því mikil þrumuveður, eldingar og stundum skýstrokkar.

Styrkskilgreining

Tjón sem fellibyljir geta valdið vex mjög með vaxandi vindhraða. Fellibylur þar sem mesti meðalvindhraði er 70 m/s veldur margföldu tjóni á við annan þar sem mesti vindhraði er 35 m/s. Umfang viðbragða ræðst því af hugsanlegum styrk þegar fellibylurinn gengur á land. Af hagkvæmnisástæðum hefur verið búinn til fimmskiptur kvarði um styrk byljanna og áhrif þeirra. Auðveldara er að muna þessi stig fremur en vindhraðabil

Saffir-Simpson-kvarðinn

Kvarðinn er kenndur við vísindamennina Herbert Saffir og Robert Simpson, Saffir-Simpson-kvarðinn. Vindhraðinn sem miðað er við er 1-mínútu meðaltal. Hér á landi er ætíð miðað við 10-mínútna meðaltal vinds. Hlutfall einnar mínútu meðaltalsins og þess 10-mínútna er sennilega á bilinu 1,03 til 1,15. Vindhraðatölur fellibyljamiðstöðvarinnar eru því lítillega hærri en þær væri miðað við 10-mínútna meðalvind eingöngu.

Þess verður líka að geta að hámarksvindhraði sá sem getið er um í tengslum við flesta fellibylji er oftast annað hvort áætlaður eða þá mældur með ratsjám. Hefðbundnar mælingar hámarksgilda eru sjaldséðar. Stafar það í fyrsta lagi af því að venjulega ná fellibyljirnir mestum styrk úti á rúmsjó, þar sem engar beinar mælingar er að hafa, í öðru lagi er það svæði þar sem vindhraði er mestur (venjulega) ekki mjög víðáttumikið – og þar með eru líkur á að hitta á löglegan vindhraðmæli ekki miklar og í þriðja lagi hefur það mjög oft gerst að vindhraðamælar sem verða fyrir vindstrengjum fellibylja ráða ekki við veðurofsann, slá í botn og brotna jafnvel eða fjúka.

Fellibylurinn Katrina að koma upp að strönd Bandaríkjanna 28. ágúst 2005. Katrina var fimmta stigs fellibylur og olli gríðarlega miklu tjóni.

Styrkur 1

Vindhraði 32 til 42 m/s (64-82 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt 1,3 til 1,5 m yfir meðallagi. Lítið tjón á byggingum, en hjólhýsi, tré og veigalítil umferðarmerki geta orðið illa úti. Minniháttar sjávarflóð og tjón á lausum bryggjum.

Vindur sem þessi er nokkuð algengur víða við strendur Íslands og á hálendinu. Svona hvasst hefur einhvern tíma orðið á mjög mörgum veðurstöðvum, en á flestum þeirra líða ár og áratugir á milli atburða.

Vindhviður af þessum styrk eru mjög algengar við fjöll hér á landi og einnig fyrir opnu hafi.

Styrkur 2

Vindur 43 til 49 m/s (83-95 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt 2 til 2,5 m yfir meðallagi. Þakplötur fjúka af sumum húsum, tjón verður einnig á gluggum og lélegum dyraumbúnaði. Tré skemmast og sum falla til jarðar. Hjólhýsi, veigalítil umferðarmerki og lausar bryggjur skemmast mikið. Minni skip og bátar, sem lagt er við ströndina utan hafna, slitna upp.

Þó vindhviður af þessum styrk mælist stöku sinnum á flestum veðurstöðvum og oft á sumum stöðvum nærri fjöllum hér á landi er meðalvindhraði á bilinu mjög sjaldgæfur hér á landi nema á háfjöllum.

Styrkur 3

Vindhraði 50 til 58 m/s (96-112 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt 3 til 4 m yfir meðallagi. Sum íbúðarhús og minna atvinnuhúsnæði skaddast og sumir lausir veggir falla saman. Stór tré falla til jarðar. Hjólhýsi og mörg umferðarmerki eyðileggjast. Sjávarflóð eyðileggja minni mannvirki og tjón verður á stærri mannvirkjum vegna álags frá braki úr þeim sem eyðileggjast. Sjór getur flætt 10 til 12 km inn í land á svæðum sem liggja minna en 2 m yfir sjávarmáli.

Vindhviður af þessum styrk mælast stöku sinnum á veðurstöðvum hér á landi, slík hviða hefur meðal annars mælst í Reykjavík, en meðalvindhraði hefur aðeins í örfá skipti mælst svo mikill á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, Gagnheiði og á Skálafelli.

Styrkur 4

Vindhraði 59 til 70 m/s (113 til 136 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt 4 til 6 m yfir meðallagi. Mörg minni íbúðarhús hrynja. Tré rifna upp með rótum, öll umferðarmerki falla. Hjólhýsi gjöreyðileggjast. Mikið tjón á gluggum og dyrabúnaði. Meiriháttar tjón á lægstu hæðum sterkra bygginga nærri ströndinni. Rýma þarf íbúðarsvæði allt að 10 km frá strönd.

Vindhviður af þessum styrk hafa í örfá skipti mælst hér á landi og meðalvindhraði aðeins á Skálafelli og Gagnheiði.

Styrkur 5

Vindhraði yfir 70 m/s (137 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt meir en 6 m hærri en að meðallagi. Þök fjúka af mörgum íbúðarhúsum og atvinnuhúsnæði. Sum hús gjöreyðileggjast og fjúka í heilu lagi. Hjólhýsi gjöreyðileggjast og mikið tjón verður á gluggum og dyrabúnaði vel byggðra húsa. Nær öll tré rifna upp með rótum, öll umferðarmerki falla. Meiriháttar tjón við ströndina vegna flóða. Rýma þarf íbúðarhúsnæði allt að 16 km frá ströndinni.

Öflugustu vindhviður sem mælst hafa hér á landi hafa náð þessum styrk, en meðalvindhraði aldrei. Líklega hefur hann þó komið fyrir.

Lesa má um mesta vindhraða á Íslandi í fróðleiksgrein á vef Veðurstofunnar:

og um mestu vindhviðu sem mælst hefur í Reykjavík:

Um mesta vindhraða sem mæst hefur á veðurstöð í heiminum má lesa á vef Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO):

Finna má skýrslu um skilgreiningar á vindhraða í fellibyljum á vef Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO):

Myndir:

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

8.9.2017

Spyrjandi

Sindri Snær Þorsteinsson, Andri Birgisson

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?“ Vísindavefurinn, 8. september 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30079.

Trausti Jónsson. (2017, 8. september). Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30079

Trausti Jónsson. „Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30079>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?
Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum.

Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – lesa má frumgerð hans á vefsíðu stofnunarinnar. Hér hefur til samanburðar verið bætt við athugasemdum um íslenskar aðstæður – með spurninguna að ofan í huga.

Skilgreiningar

Hringrásin í fellibyljum er eins og í venjulegum lægðum, andsólarsinnis, á norðurhveli er þrýstingur lægstur til vinstri við þann sem snýr baki í vindinn. Samkomulag er um að slík lægð kallist ekki fellibylur nema einnar mínútu meðalvindhraði nái að minnsta kosti 32,7 m/s (63,6 hnútar = 12 vindstig) í 10 m hæð yfir jörð einhvers staðar á áhrifasvæði lægðarinnar. Nái meðalvindhraði ekki þessu marki, en er þó yfir 17 m/s kallast lægðin hitabeltisstormur og fær þá sérstakt nafn. Veikari hitabeltislægðir eru nafnlausar, en fá númer séu þær hugsanlegir vísar öflugari lægða.

Fellibylurinn Dennis gekk yfir eyjar í Karíbahafi og inn yfir Bandaríkin í júli 2005. Mesti vindhraði var um 67 m/s.

Stærð og umfang

Fellibyljir eru að jafnaði minni um sig en lægðir hér á norðurslóðum, gjarnan á bilinu 100 til 1100 km í þvermál, meðalstærð nokkuð misjöfn eftir heimshlutum. Fárviðrið takmarkast við fremur lítið svæði rétt utan við miðju kerfisins. Hringrás fellibylja getur náð upp í meir en 16 km hæð og er ætíð sammiðja að kalla, það er miðja hennar í háloftum er beint yfir miðju niður undir sjó. Þetta er mjög ólíkt flestum lægðum á norðurslóðum. Skýjakerfið er sambreyskja mjög hávaxinna klakka og fylgja því mikil þrumuveður, eldingar og stundum skýstrokkar.

Styrkskilgreining

Tjón sem fellibyljir geta valdið vex mjög með vaxandi vindhraða. Fellibylur þar sem mesti meðalvindhraði er 70 m/s veldur margföldu tjóni á við annan þar sem mesti vindhraði er 35 m/s. Umfang viðbragða ræðst því af hugsanlegum styrk þegar fellibylurinn gengur á land. Af hagkvæmnisástæðum hefur verið búinn til fimmskiptur kvarði um styrk byljanna og áhrif þeirra. Auðveldara er að muna þessi stig fremur en vindhraðabil

Saffir-Simpson-kvarðinn

Kvarðinn er kenndur við vísindamennina Herbert Saffir og Robert Simpson, Saffir-Simpson-kvarðinn. Vindhraðinn sem miðað er við er 1-mínútu meðaltal. Hér á landi er ætíð miðað við 10-mínútna meðaltal vinds. Hlutfall einnar mínútu meðaltalsins og þess 10-mínútna er sennilega á bilinu 1,03 til 1,15. Vindhraðatölur fellibyljamiðstöðvarinnar eru því lítillega hærri en þær væri miðað við 10-mínútna meðalvind eingöngu.

Þess verður líka að geta að hámarksvindhraði sá sem getið er um í tengslum við flesta fellibylji er oftast annað hvort áætlaður eða þá mældur með ratsjám. Hefðbundnar mælingar hámarksgilda eru sjaldséðar. Stafar það í fyrsta lagi af því að venjulega ná fellibyljirnir mestum styrk úti á rúmsjó, þar sem engar beinar mælingar er að hafa, í öðru lagi er það svæði þar sem vindhraði er mestur (venjulega) ekki mjög víðáttumikið – og þar með eru líkur á að hitta á löglegan vindhraðmæli ekki miklar og í þriðja lagi hefur það mjög oft gerst að vindhraðamælar sem verða fyrir vindstrengjum fellibylja ráða ekki við veðurofsann, slá í botn og brotna jafnvel eða fjúka.

Fellibylurinn Katrina að koma upp að strönd Bandaríkjanna 28. ágúst 2005. Katrina var fimmta stigs fellibylur og olli gríðarlega miklu tjóni.

Styrkur 1

Vindhraði 32 til 42 m/s (64-82 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt 1,3 til 1,5 m yfir meðallagi. Lítið tjón á byggingum, en hjólhýsi, tré og veigalítil umferðarmerki geta orðið illa úti. Minniháttar sjávarflóð og tjón á lausum bryggjum.

Vindur sem þessi er nokkuð algengur víða við strendur Íslands og á hálendinu. Svona hvasst hefur einhvern tíma orðið á mjög mörgum veðurstöðvum, en á flestum þeirra líða ár og áratugir á milli atburða.

Vindhviður af þessum styrk eru mjög algengar við fjöll hér á landi og einnig fyrir opnu hafi.

Styrkur 2

Vindur 43 til 49 m/s (83-95 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt 2 til 2,5 m yfir meðallagi. Þakplötur fjúka af sumum húsum, tjón verður einnig á gluggum og lélegum dyraumbúnaði. Tré skemmast og sum falla til jarðar. Hjólhýsi, veigalítil umferðarmerki og lausar bryggjur skemmast mikið. Minni skip og bátar, sem lagt er við ströndina utan hafna, slitna upp.

Þó vindhviður af þessum styrk mælist stöku sinnum á flestum veðurstöðvum og oft á sumum stöðvum nærri fjöllum hér á landi er meðalvindhraði á bilinu mjög sjaldgæfur hér á landi nema á háfjöllum.

Styrkur 3

Vindhraði 50 til 58 m/s (96-112 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt 3 til 4 m yfir meðallagi. Sum íbúðarhús og minna atvinnuhúsnæði skaddast og sumir lausir veggir falla saman. Stór tré falla til jarðar. Hjólhýsi og mörg umferðarmerki eyðileggjast. Sjávarflóð eyðileggja minni mannvirki og tjón verður á stærri mannvirkjum vegna álags frá braki úr þeim sem eyðileggjast. Sjór getur flætt 10 til 12 km inn í land á svæðum sem liggja minna en 2 m yfir sjávarmáli.

Vindhviður af þessum styrk mælast stöku sinnum á veðurstöðvum hér á landi, slík hviða hefur meðal annars mælst í Reykjavík, en meðalvindhraði hefur aðeins í örfá skipti mælst svo mikill á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, Gagnheiði og á Skálafelli.

Styrkur 4

Vindhraði 59 til 70 m/s (113 til 136 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt 4 til 6 m yfir meðallagi. Mörg minni íbúðarhús hrynja. Tré rifna upp með rótum, öll umferðarmerki falla. Hjólhýsi gjöreyðileggjast. Mikið tjón á gluggum og dyrabúnaði. Meiriháttar tjón á lægstu hæðum sterkra bygginga nærri ströndinni. Rýma þarf íbúðarsvæði allt að 10 km frá strönd.

Vindhviður af þessum styrk hafa í örfá skipti mælst hér á landi og meðalvindhraði aðeins á Skálafelli og Gagnheiði.

Styrkur 5

Vindhraði yfir 70 m/s (137 hnútar). Sjávarstaða yfirleitt meir en 6 m hærri en að meðallagi. Þök fjúka af mörgum íbúðarhúsum og atvinnuhúsnæði. Sum hús gjöreyðileggjast og fjúka í heilu lagi. Hjólhýsi gjöreyðileggjast og mikið tjón verður á gluggum og dyrabúnaði vel byggðra húsa. Nær öll tré rifna upp með rótum, öll umferðarmerki falla. Meiriháttar tjón við ströndina vegna flóða. Rýma þarf íbúðarhúsnæði allt að 16 km frá ströndinni.

Öflugustu vindhviður sem mælst hafa hér á landi hafa náð þessum styrk, en meðalvindhraði aldrei. Líklega hefur hann þó komið fyrir.

Lesa má um mesta vindhraða á Íslandi í fróðleiksgrein á vef Veðurstofunnar:

og um mestu vindhviðu sem mælst hefur í Reykjavík:

Um mesta vindhraða sem mæst hefur á veðurstöð í heiminum má lesa á vef Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO):

Finna má skýrslu um skilgreiningar á vindhraða í fellibyljum á vef Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO):

Myndir:...