Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?

Haraldur Ólafsson

Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úrfellis eða sjávarflóða sem oft fylgja.

Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir orku sína í varma sem losnar úr læðingi við að raki í lofti þéttist í skýjadropa. Slík þétting á sér stað í risavöxnum skúraklökkum þar sem uppstreymi er mikið. Nauðsynlegt skilyrði þess að uppstreymi með rakaþéttingu eigi sér stað í stórum stíl er hlýtt og rakt loft nálægt yfirborði jarðar. Þær aðstæður má finna yfir úthöfum í hitabeltinu, þar sem fellibyljir verða til og eflast.

Fellibylurinn Milton nálgast strönd Florida. Myndin var tekin úr Alþjóðlegu geimstöðinni 8. október 2024.

Skúraklakkarnir sem eru undanfari fellibyljanna myndast og raðast einkum saman í lægðardrögum í staðvindabeltinu. Þegar komið er nokkur hundruð kílómetra frá miðbaug er svigkraftur jarðar nægilega sterkur til að sveigja loft af leið þess inn að miðju lægðar. Kemst þannig á hringstreymi sem er haldið við af jafnvægi þrýstikrafts, svigkrafts jarðar og miðflóttakrafti. Deila má um hvort nefna eigi síðastnefndu þættina krafta, því hér er um að ræða hröðun sem er til komin vegna snúnings jarðar og vegna hringhreyfingar loftsins umhverfis fellibylinn. Þrýstikrafturinn togar loftið inn að miðju lægðarinnar, en svigkrafturinn og miðflóttakrafturinn leitast í grófum dráttum við að toga loftið út frá miðju lægðarinnar.

Oft er miðað við að yfirborðshiti sjávar þurfi að vera 26°C hið minnsta til að fellibylur geti myndast. Við suðurströnd Íslands fer sjávarhiti ekki mikið yfir 10°C og má á því sjá að sjórinn þyrfti að hlýna mikið til að fellibyljir gætu myndast á okkar slóðum. Á hinn bóginn verða stundum til smáar en krappar lægðir á norðurslóðum sem svipar nokkuð til fellibylja, en eru víðáttuminni og hvergi nærri eins djúpar. Eru það svokallaðar heimskautalægðir, en þær myndast í ísköldu lofti sem streymir yfir tiltölulega hlýjan sjó. Líkt og fellibyljir sækja lægðir þessar orku sína að verulegu leyti í losun dulvarma við þéttingu raka.

Árlega berast nokkrir fellibyljir á norðurhveli jarðar inn á norðanvert Atlantshaf og þar geta þeir stuðlað að myndun krappra lægða af þeirri gerð sem myndast í vestanvindabeltinu og fara oft um Ísland. Leifar af fellibyl orsökuðu mikið óveður á Íslandi 24. september 1973. Tjón var töluvert og er veðrið meðal annart minnistætt vegna þess hve mörg tré féllu í Reykjavík. Óveður þetta hefur verið kennt við fellibylinn Ellen.

Sagt er frá nafngiftum fellibylja í öðru svari á Vísindavefnum og margvíslegan fróðleik má finna um fellibylji hjá Bandarísku fellibyljastofnuninni. Eins má lesa um fellibylji í grein eftir Trausta Jónsson í Náttúrufræðingnum, 2. hefti 1990.

Myndir:

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Lenu Valdimarsdóttur, Ágústs Leóssonar og Sólveigar Ingadóttur 'Hvað eru fellibyljir og hvernig myndast þeir?' og spurningu Soffíu Lúðvíksdóttur, 'Hvernig myndast fellibyljir?'

Höfundur

Haraldur Ólafsson

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.10.2000

Síðast uppfært

8.10.2024

Spyrjandi

Hannes Guðmundsson; Auður Örlygsdóttir, Sólveig Sveinsdóttir, Kristrún Gunnarsdóttir

Tilvísun

Haraldur Ólafsson. „Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?“ Vísindavefurinn, 24. október 2000, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1025.

Haraldur Ólafsson. (2000, 24. október). Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1025

Haraldur Ólafsson. „Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2000. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1025>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?
Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úrfellis eða sjávarflóða sem oft fylgja.

Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir orku sína í varma sem losnar úr læðingi við að raki í lofti þéttist í skýjadropa. Slík þétting á sér stað í risavöxnum skúraklökkum þar sem uppstreymi er mikið. Nauðsynlegt skilyrði þess að uppstreymi með rakaþéttingu eigi sér stað í stórum stíl er hlýtt og rakt loft nálægt yfirborði jarðar. Þær aðstæður má finna yfir úthöfum í hitabeltinu, þar sem fellibyljir verða til og eflast.

Fellibylurinn Milton nálgast strönd Florida. Myndin var tekin úr Alþjóðlegu geimstöðinni 8. október 2024.

Skúraklakkarnir sem eru undanfari fellibyljanna myndast og raðast einkum saman í lægðardrögum í staðvindabeltinu. Þegar komið er nokkur hundruð kílómetra frá miðbaug er svigkraftur jarðar nægilega sterkur til að sveigja loft af leið þess inn að miðju lægðar. Kemst þannig á hringstreymi sem er haldið við af jafnvægi þrýstikrafts, svigkrafts jarðar og miðflóttakrafti. Deila má um hvort nefna eigi síðastnefndu þættina krafta, því hér er um að ræða hröðun sem er til komin vegna snúnings jarðar og vegna hringhreyfingar loftsins umhverfis fellibylinn. Þrýstikrafturinn togar loftið inn að miðju lægðarinnar, en svigkrafturinn og miðflóttakrafturinn leitast í grófum dráttum við að toga loftið út frá miðju lægðarinnar.

Oft er miðað við að yfirborðshiti sjávar þurfi að vera 26°C hið minnsta til að fellibylur geti myndast. Við suðurströnd Íslands fer sjávarhiti ekki mikið yfir 10°C og má á því sjá að sjórinn þyrfti að hlýna mikið til að fellibyljir gætu myndast á okkar slóðum. Á hinn bóginn verða stundum til smáar en krappar lægðir á norðurslóðum sem svipar nokkuð til fellibylja, en eru víðáttuminni og hvergi nærri eins djúpar. Eru það svokallaðar heimskautalægðir, en þær myndast í ísköldu lofti sem streymir yfir tiltölulega hlýjan sjó. Líkt og fellibyljir sækja lægðir þessar orku sína að verulegu leyti í losun dulvarma við þéttingu raka.

Árlega berast nokkrir fellibyljir á norðurhveli jarðar inn á norðanvert Atlantshaf og þar geta þeir stuðlað að myndun krappra lægða af þeirri gerð sem myndast í vestanvindabeltinu og fara oft um Ísland. Leifar af fellibyl orsökuðu mikið óveður á Íslandi 24. september 1973. Tjón var töluvert og er veðrið meðal annart minnistætt vegna þess hve mörg tré féllu í Reykjavík. Óveður þetta hefur verið kennt við fellibylinn Ellen.

Sagt er frá nafngiftum fellibylja í öðru svari á Vísindavefnum og margvíslegan fróðleik má finna um fellibylji hjá Bandarísku fellibyljastofnuninni. Eins má lesa um fellibylji í grein eftir Trausta Jónsson í Náttúrufræðingnum, 2. hefti 1990.

Myndir:

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Lenu Valdimarsdóttur, Ágústs Leóssonar og Sólveigar Ingadóttur 'Hvað eru fellibyljir og hvernig myndast þeir?' og spurningu Soffíu Lúðvíksdóttur, 'Hvernig myndast fellibyljir?'...