Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?

Þórður Jónsson

Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að lýsa athugendunum tveimur frá sjónarhóli B sem heldur því fram að klukka A gangi of hægt.

Þegar hraðinn v nálgast ljóshraðann þá virðist A sem klukkur B gangi hægar og hægar og því eru í raun engin takmörk sett hve hægt klukkur B geta gengið séð frá A. Þær munu þó aldrei geta stöðvast alveg því að hraðinn v getur aldrei orðið jafnmikill og ljóshraðinn. Hið eina sem getur hreyfst með ljóshraða séð frá A er ljósið sjálft og massalausar agnir, en engar slíkar agnir eru þekktar með fullri vissu nema ljósið sjálft, það er að segja ljóseindirnar.

Það kann að vekja furðu að ekki sé hægt að komast á meiri hraða en ljóshraða ef maður ræður yfir nægilega öflugu geimskipi. Skýringin liggur í því að hversdagslegar hugmyndir okkar um tíma og vegalengdir og þar með hraða eiga ekki við um hluti sem hreyfast á hraða sem nálgast ljóshraðann. Þetta endurspeglast síðan einnig í breytingum á orku, því að það mundi þurfa óendanlega orku til að koma venjulegum hlut upp í ljóshraða.

Höfundur

eðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Magnús Sigurðsson

Tilvísun

Þórður Jónsson. „Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=116.

Þórður Jónsson. (2000, 16. febrúar). Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=116

Þórður Jónsson. „Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=116>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?
Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að lýsa athugendunum tveimur frá sjónarhóli B sem heldur því fram að klukka A gangi of hægt.

Þegar hraðinn v nálgast ljóshraðann þá virðist A sem klukkur B gangi hægar og hægar og því eru í raun engin takmörk sett hve hægt klukkur B geta gengið séð frá A. Þær munu þó aldrei geta stöðvast alveg því að hraðinn v getur aldrei orðið jafnmikill og ljóshraðinn. Hið eina sem getur hreyfst með ljóshraða séð frá A er ljósið sjálft og massalausar agnir, en engar slíkar agnir eru þekktar með fullri vissu nema ljósið sjálft, það er að segja ljóseindirnar.

Það kann að vekja furðu að ekki sé hægt að komast á meiri hraða en ljóshraða ef maður ræður yfir nægilega öflugu geimskipi. Skýringin liggur í því að hversdagslegar hugmyndir okkar um tíma og vegalengdir og þar með hraða eiga ekki við um hluti sem hreyfast á hraða sem nálgast ljóshraðann. Þetta endurspeglast síðan einnig í breytingum á orku, því að það mundi þurfa óendanlega orku til að koma venjulegum hlut upp í ljóshraða.

...