Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti breyst þegar leiðöngrum fjölgar og nákvæmni í athugunum eykst, en nýju tunglin eru öll afar smá, innan við 10 km í þvermál. Fjögur stærstu tunglin heita: Íó, Evrópa, Ganýmedes, Kallistó og eru þau kölluð Galíleó-tunglin. Þessi tungl er hægt að sjá frá jörðinni með góðum sjónauka. Þau eru að ýmsu leyti sambærileg við minni reikistjörnur (jarðstjörnur).
Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti breyst þegar leiðöngrum fjölgar og nákvæmni í athugunum eykst, en nýju tunglin eru öll afar smá, innan við 10 km í þvermál. Fjögur stærstu tunglin heita: Íó, Evrópa, Ganýmedes, Kallistó og eru þau kölluð Galíleó-tunglin. Þessi tungl er hægt að sjá frá jörðinni með góðum sjónauka. Þau eru að ýmsu leyti sambærileg við minni reikistjörnur (jarðstjörnur).